Mál númer 201612137
- 31. október 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #727
Á 465. fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og lögmanni bæjarins að yfirfara gögn málsins, og leggja fram álitsgerð sem fyrst á fundi nefndar." Lögð fram álitsgerð bæjarlögmanns.
Afgreiðsla 470. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 727. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 26. október 2018
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #470
Á 465. fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og lögmanni bæjarins að yfirfara gögn málsins, og leggja fram álitsgerð sem fyrst á fundi nefndar." Lögð fram álitsgerð bæjarlögmanns.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara athugasemd sem barst við auglýsta breytingartillögu aðalskipulags í samræmi við framlagt minnisblað lögmanns bæjarins. Einnig felur skipulagsnefnd skipulagsfulltrúa að annast gildistöku aðalskipulagsbreytingarinnar.
Samþykkt samhljóða. - 22. ágúst 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #722
Á 453. fundi skipulagsnefndar 19. janúar 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin samþykkir að tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði send Skipulagsstofnun til athugunar og síðan auglýst í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga." Aðalskipulagsbreytingin var auglýst frá 5. júní til og með 17. júlí 2018, ein athugasemd barst.
Afgreiðsla 465. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 722. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. ágúst 2018
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #465
Á 453. fundi skipulagsnefndar 19. janúar 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin samþykkir að tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði send Skipulagsstofnun til athugunar og síðan auglýst í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga." Aðalskipulagsbreytingin var auglýst frá 5. júní til og með 17. júlí 2018, ein athugasemd barst.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og lögmanni bæjarins að yfirfara gögn málsins, og leggja fram álitsgerð sem fyrst á fundi nefndar.
- 24. janúar 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #709
Á 451. fundi skipulagsnefndar 22. desember 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar skipulagsfulltrúa að leggja fram tillögu að breytingu á aðalskipulagi þar sem tekið verður tillit til ábendinga sem bárust við verkefnislýsinguna." Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi.
Afgreiðsla 453. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 709. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. janúar 2018
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #453
Á 451. fundi skipulagsnefndar 22. desember 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar skipulagsfulltrúa að leggja fram tillögu að breytingu á aðalskipulagi þar sem tekið verður tillit til ábendinga sem bárust við verkefnislýsinguna." Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi.
Nefndin samþykkir að tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði send Skipulagsstofnun til athugunar og síðan auglýst í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
- 10. janúar 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #708
Á 444. fundi skipulagsnefndar 15. september 2017 var gerð eftirfarandi bókun: Verkefnislýsing samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að kynna hana og afla umsagna." Lagðar fram umsagnir Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar, Svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins og Heilbrigðisfulltrúa Kjósasvæðis.
Afgreiðsla 451. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 708. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 22. desember 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #451
Á 444. fundi skipulagsnefndar 15. september 2017 var gerð eftirfarandi bókun: Verkefnislýsing samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að kynna hana og afla umsagna." Lagðar fram umsagnir Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar, Svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins og Heilbrigðisfulltrúa Kjósasvæðis.
Skipulagsnefnd heimilar skipulagsfulltrúa að leggja fram tillögu að breytingu á aðalskipulagi þar sem tekið verður tillit til ábendinga sem bárust við verkefnislýsinguna.
- 20. september 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #701
Á 437. fundi skipulagsnefndar 26. maí 2017 var gerð eftifarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna að breytingum aðalskipulagi vegna þeirra staða í Mosfellsdal sem skilgreindir eru sem stök íbúðarhús." Frestað á 443. fundi. Lögð fram lýsing/verkáætlun skipulagsáætlunar.
Afgreiðsla 444. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 701. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15. september 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #444
Á 437. fundi skipulagsnefndar 26. maí 2017 var gerð eftifarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna að breytingum aðalskipulagi vegna þeirra staða í Mosfellsdal sem skilgreindir eru sem stök íbúðarhús." Frestað á 443. fundi. Lögð fram lýsing/verkáætlun skipulagsáætlunar.
Verkefnislýsing samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að kynna hana og afla umsagna.
- 6. september 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #700
Á 437. fundi skipulagsnefndar 26. maí 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna að breytingum á aðalskipulagi vegna þeirra staða í Mosfellsdal sem skilgreindir eru sem stök íbúðarhús." Lögð fram lýsing/verkáætlun skipulagsáætlunar.
Afgreiðsla 443. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 700. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 1. september 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #443
Á 437. fundi skipulagsnefndar 26. maí 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna að breytingum á aðalskipulagi vegna þeirra staða í Mosfellsdal sem skilgreindir eru sem stök íbúðarhús." Lögð fram lýsing/verkáætlun skipulagsáætlunar.
Frestað.
- 31. maí 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #696
Á 435. fundi skipulagsnefndar 28. apríl 2017 var gerð eftirfarandi bókun: 'Nefndin felur skipulagsfulltrúa að taka saman minnisblað um málið.' Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa.
Afgreiðsla 437. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 696. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 26. maí 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #437
Á 435. fundi skipulagsnefndar 28. apríl 2017 var gerð eftirfarandi bókun: 'Nefndin felur skipulagsfulltrúa að taka saman minnisblað um málið.' Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna að breytingum aðalskipulagi vegna þeirra staða í Mosfellsdal sem skilgreindir eru sem stök íbúðarhús.
- 3. maí 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #694
Á 431. fundi skipulagsnefndar 27. febrúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsfulltrúa falið að ræða við höfund Aðalskipulags Mosfellsbæjar varðandi málið og óska jafnframt eftir umsögn hans." Lögð fram umsögn aðalskipulagshöfundar.
Afgreiðsla 435. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 694. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. apríl 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #435
Á 431. fundi skipulagsnefndar 27. febrúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsfulltrúa falið að ræða við höfund Aðalskipulags Mosfellsbæjar varðandi málið og óska jafnframt eftir umsögn hans." Lögð fram umsögn aðalskipulagshöfundar.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að taka saman minnisblað um málið.
- 8. mars 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #690
Á 428. fundi skipulagsnefndar 17. janúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Vísað til skoðunar hjá skipulagsfulltrúa." Skipulagsfulltrúi hefur átt fund með umsækjanda. Lagt fram erindi dags. 16. febrúar 2017 varðandi breytingu á aðalskipulagi.
Afgreiðsla 431. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 690. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 27. febrúar 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #431
Á 428. fundi skipulagsnefndar 17. janúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Vísað til skoðunar hjá skipulagsfulltrúa." Skipulagsfulltrúi hefur átt fund með umsækjanda. Lagt fram erindi dags. 16. febrúar 2017 varðandi breytingu á aðalskipulagi.
Skipulagsfulltrúa falið að ræða við höfund Aðalskipulags Mosfellsbæjar varðandi málið og óska jafnframt eftir umsögn hans.
- 25. janúar 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #687
Borist hefur erindi frá Sæmundi Eiríkssyni dags. 12. desember 2016 varðandi nýtt deiliskipulag fyrir Brekkukot í Mosfellsdal. Theodór Kristjánsson vék af fundi.
Afgreiðsla 428. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 687. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. janúar 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #428
Borist hefur erindi frá Sæmundi Eiríkssyni dags. 12. desember 2016 varðandi nýtt deiliskipulag fyrir Brekkukot í Mosfellsdal. Theodór Kristjánsson vék af fundi.
Vísað til skoðunar hjá skipulagsfulltrúa.