17. ágúst 2018 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Valgarð Már Jakobsson (VMJ) varamaður
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Bjargartangi 4, Umsókn um byggingarleyfi/fyrirspurn201807057
Ægir Ægisson kt. 1712804519, Bjargartanga 4, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu bílgeymslu á lóðinni Bjargartangi nr.4, í samræmi við framlögð gögn. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir lóðina.
Skipulagsnefnd synjar erindinu. Stefán Ómar Jónsson fulltrúi L lista situr hjá.
2. Kvíslartunga 28, Umsókn um byggingarleyfi201807130
Fylkir ehf. kt. 5401693229, Grensásvegur 50 Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu og auka íbúð á lóðinni Kvíslartunga nr. 28, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 1. hæð íbúð 209,8m², 2. hæð íbúð 181,9m², bílgeymsla 27,5m², 1140,374m³. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið.
Skipulagsnefnd vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
3. Vesturlandsvegur frá Skarhólabraut að Reykjavegi - Deiliskipulag v/tvöföldunar vegarsins201807139
Á 464. fundi skipulagsnefndar 18. júlí 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við gerð deiliskipulags vegna tvöföldunar Vesturlandsvegar frá Skarhólabraut að Reykjavegi." Lögð fram skipulagslýsing.
Skipulagslýsing samþykkt. Skipulagsfultrúa falið að kynna hana og afla umsagna.
4. Göngustígur á móts við Miðholt - aðgerðir til að hindra akstur yfir gögnustíg.2018083769
Borist hefur erindi frá Stefán Ómari Jónssyni dags. 10. ágúst 2018 varðandi akstur yfir göngustíg á móts við Miðholt.
Skipulagsnefnd vísar málinu til umsagnar og afgreiðslu umhverfissviðs.
5. Leirutangi 10, Umsókn um byggingarleyfi201712230
Á 462. fundi skipulagsnefndar 22. maí 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Í ljósi athugasemda við fyrri grenndarkynningu fellst skipulagsnefnd ekki á hækkun húss upp í 7,40 en í ljósi þess að fyrirliggjandi skipulagsskilmálar heimili hæð upp í 6,60 m þá er samþykkt að grenndarkynna erindið að nýju þegar fullnægjandi gögn hafa borist." Erindið var grenndarkynnt frá 25.júní til og með 27. júlí 2018. Athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og lögmanni bæjarins að yfirfara gögn málsins, skila álitsgerð og leggja fram sem fyrst á fundi nefndarinnar.
6. Ástu-Sólliljugata 19-21, Umsókn um byggingarleyfi201806287
Framkvæmdir og Ráðgjöf ehf. kt. 440511-0310, Laufrima 71, 112 Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 4 íbúða fjölbýlishús á lóðinni Ástu-Sólliljugata nr.19-21, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Bílgeymslur 79,0m², kjallari 18,0m², 1. hæð 236,0m² 2. hæð 286,6m², 1.563,944m³. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið.
Skipulagsnefnd synjar erindinu.
7. Efstaland 7, Umsókn um byggingarleyfi201801025
Á 456. fundi skipulagsnefndar 26. febrúar 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir áliti lögmanns bæjarins og Skipulagsstofnunar á umbeðinni hækkun nýtingarhlutfalls." Lagt fram minnisblað bæjarlögmanns.
Skipulagsnefnd heimilar umsæjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við ákvæði 1.mgr. 43. gr. skipulagslaga.
8. Bugðufljót 9, Fyrirspurn um byggingarleyfi201807143
Karina ehf. kt. 560604-3190, Breiðahvarfi 5, 203 Kópavogi, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu, timbri og stáli atvinnuhúsnæði á lóðinni Bugðufljót nr.9, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 1. hæð 834,0m², 2. hæð 834,0m², 2. hæð milliflötur 242,7m², 12.026,4m³. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið.
Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi í samræmi við ákvæði Aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030 og deiliskipulag svæðisins, þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Stefán Ómar Jónsson fulltrúi L lista situr hjá.
9. Brekkukot Mosfellsdal - tillaga að deiliskipulagi201612137
Á 453. fundi skipulagsnefndar 19. janúar 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin samþykkir að tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði send Skipulagsstofnun til athugunar og síðan auglýst í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga." Aðalskipulagsbreytingin var auglýst frá 5. júní til og með 17. júlí 2018, ein athugasemd barst.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og lögmanni bæjarins að yfirfara gögn málsins, og leggja fram álitsgerð sem fyrst á fundi nefndar.
10. Desjamýri athafnasvæði - breyting á deiliskipulagi201612204
Á 454. fundi skipulagsnefndar 19. janúar 2018 var gerð eftirfarandi bókun: Nefndin samþykkir að tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði send Skipulagsstofnun til athugunar og síðan auglýst í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Nefndin samþykkir jafnframt að tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Tillögur verða auglýstar samhliða."." Aðalskipulagsbreytingin var auglýst frá 5. júní til og með 17. júlí 2018, engar athugasemdir bárust. Deiliskipulagsbreytingin var auglýst frá 6. júní til og með 23. júlí, engar athugasemdir bárust.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að annast gildistökuferlið á báðum tillögum.
11. Sölkugata 19/Umsókn um byggingarleyfi201804241
Á 461. fundi skipulagsnefndar 9. maí 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir áliti lögmanns bæjarins og Skipulagsstofnunar á umbeðinni hækkun nýtingarhlutfalls." Lagt fram minnisblað bæjarlögmanns.
Skipulagsnefnd samþykkir að meðhöndla erindið skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
12. Umsókn um framkvæmdaleyfi - lóð úr landi Miðdals lnr. 125202201807198
Borist hefur erindi frá Kristjáni Vídalín dags. 18. júlí 2018 varðandi framkvæmdaleyfi fyrir lagningu vegar á lóð úr landi Miðdals, lnr. 125202
Skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að grenndarkynna framkvæmdaleyfi á lagningu vegarins í samræmi við 8. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi.
13. Göngustígur og leiksvæði við Byggðarholt 1-3 og Brattholt 2-6201802269
Á 1358. fundi bæjarráðs var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt með þremur atkvæðum að fela umhverfissviði að ræða við fulltrúa íbúa um möguleika á uppskiptingu svæðisins í minni einingar." Haldinn var fundur framkvæmdastjóra umhverfissviðs, byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa með fulltrúum íbúa 19. júlí 2018. Borist hefur viðbótar erindi.
Skipulagsnefnd synjar erindinu.
14. Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030 - Frístundasvæði í suðurhluta Mosfellsbæjar, breyting á yfirlitstöflum.201707233
Á 453. fundi skipulagsnefndar 19. janúar 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin samþykkir að tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði send Skipulagsstofnun til athugunar og síðan auglýst í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga." Aðalskipulagsbreytingin var auglýst frá 5. júní til og með 17. júlí 2018, engar athugasemdir bárust.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að annast gildistökuferlið.
15. Laxatunga 65 - ósk um aukið nýtingarhlutfall201806308
Á 463. fundi skipulagsnefndar 6. júlí 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir áliti lögmanns bæjarins á umbeðinni hækkun nýtingarhlutfalls." Lagt fram minnisblað bæjarlögmanns.
Skipulagsnefnd samþykkir að meðhöndla erindið skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
16. Bergrúnargata 1 og 1a - breyting á deiliskipulagi201801318
Á 456. fundi skipulagsnefndar 6. mars 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir áliti lögmanns bæjarins og Skipulagsstofnunar á umbeðinni hækkun nýtingarhlutfalls." Lagt fram minnisblað bæjarlögmanns.
Skipulagsnefnd tekur undir umsögn lögmanns bæjarins og felur skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa að funda með umsækjanda þar sem leitað verði lausna þar sem ekki verður farið út fyrir byggingarreit svo hægt verði að gefa út byggingarleyfi án grenndarkynningar.
17. Efstaland 9 /Umsókn um byggingarleyfi201806086
Á 464. fundi skipulagsnefndar 18. júlí 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir áliti lögmanns bæjarins á umbeðinni hækkun nýtingarhlutfalls." Lagt fram minnisblað bæjarlögmanns.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.
18. Ástu Sólliljugata 19-21 - aukning nýtingarhlutfalls.201805160
Á 463. fundi skipulagsnefndar 22. maí 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir áliti lögmanns bæjarins og Skipulagsstofnunar á umbeðinni hækkun nýtingarhlutfalls." Lagt fram minnisblað bæjarlögmanns.
Skipulagsnefnd samþykkir að meðhöndla erindið skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
19. Reykjalundur - göngu og hjólastígar201705177
Á 438. fundi skipulagsnefndar 9. júní 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin felur skipulagsfulltrúa að greina málið frekar." Skipulagsfulltrúi fékk Landslag til að koma með tillögu að legu göngustígs í samráði við fulltrúa Reykjalundar. Lögð fram tillaga að legu göngustígs.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og felur umhverfissviði framkvæmd málsins.
20. Krafa um að verja íbúðabyggð við Uglugötu 48-58 fyrir umferð Helgafellsvegar201805275
Á 464. fundi skipulagsnefndar 18. júlí 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn umhverfissviðs um málið." Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Skipulagsnefnd þakkar íbúum við Uglugötu 48-58 fyrir ábendinguna og bendir á að þegar hafi verið brugðist við ábendingum þeirra.
21. Torg í Gerplustræti - breyting á deiliskipulagi.2017081506
Borist hefur erindi frá íbúum við Gerplustræti dags. 30. júlí 2018 varðandi yfirstandandi auglýsingu á breytingu deiliskipulags á torgi í Gerplustræti.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að boða til fundar með bréfriturum, formanni skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúa.
22. Bugðufljót 4, Umsókn um byggingarleyfi201804071
Á 463. fundi skipulagsnefndar 6. júlí 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn byggingarfulltrúa um málið." Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa.
Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram. Nefndin leggur áherslu á að gerð og notkun húsnæðisins verði í samræmi við skilmála bæði aðalskipulags og deiliskipulags svæðisins.
23. Hljóðmön við Ástu-Sólliljugötu201806272
Á 463. fundi skipulagsnefndar 6. júlí 2018 var gerð eftifarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn umhverfissviðs á málinu." Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Skipulagsnefnd felur umhverfissviði framkvæmd málsins í samræmi við hjálgt minnisblað framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
24. Lækjarhlíð 1A, Umsókn um byggingarleyfi201805260
Laugar ehf. kt. 631098-2079, Sundlaugavegur 30a 105 Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu íþróttahús sem viðbyggingu við núverandi íþróttamannvirki á lóðinni Lækjarhlíð nr.1A, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Kjallari 1.856,9m², 1. hæð 3.141,4m², 19.099,865m³. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið.
Skipulagsnefnd óskar eftir álíti lögmanns bæjarins á málinu.
- Fylgiskjal110011.pdfFylgiskjal110016.pdfFylgiskjal110015.pdfFylgiskjal110022.pdfFylgiskjal110018.pdfFylgiskjal110012.pdfFylgiskjal110014.pdfFylgiskjal110013.pdfFylgiskjal110010.pdfFylgiskjal110017.pdfFylgiskjal110020.pdfFylgiskjal110019.pdfFylgiskjal110021.pdfFylgiskjal2768-006-MIN-003-V01 Lyfta í viðbyggingu World Class við Íþróttamiðstöðina Lágafell.pdfFylgiskjalsamkomulag.pdfFylgiskjal1735-deiliskipulag drög-03.pdf
Fundargerðir til kynningar
25. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 27201808010F
Samþykkt.
25.1. Tengistöð fyrir ljósleiðarakerfi Gagnaveitu Reykjavíkur - breyting á deiliskipulagi. 201803207
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var grenndarkynnt með bréfi dags. 30. maí 2018 með athugasemdafresti til 29. júní 2018. Engin athugasemd barst.
26. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 336201807011F
Samþykkt.
26.1. Einiteigur 3, Umsókn um byggingarleyfi 201806053
Guðni Björnsson kt. 0911643029, Drápuhlíð 42 Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og forsteyptum einingum einbýlishús á einni hæð á lóðinni Einiteigur nr.3, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 203,8m², bílgeymsla 43,8m², 757,346m³.26.2. Laxatunga 187, Umsókn um byggingarleyfi 201805316
Laugás ehf kt. 4404050420, Smárarima 44 Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri einbýlishús á einni hæð á lóðinni Laxatunga nr.187, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 194,7m², bílgeymsla 45,0m², 1.515,912m³.
27. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 337201807021F
Samþykkt.
27.1. Bjargartangi 4, Umsókn um byggingarleyfi/fyrirspurn 201807057
Ægir Ægisson kt. 1712804519, Bjargartanga 4, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu bílgeymslu á lóðinni Bjargartangi nr.4, í samræmi við framlögð gögn.
27.2. Kvíslartunga 28, Umsókn um byggingarleyfi 201807130
Fylkir ehf. kt. 5401693229, Grensásvegur 50 Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu og auka íbúð á lóðinni Kvíslartunga nr. 28, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 1. hæð íbúð 209,8m², 2. hæð íbúð 181,9m², bílgeymsla 27,5m², 1140,374m³.27.3. Lundur, Umsókn um byggingarleyfi 201806269
Laufskálar Fasteignafélag ehf. kt. 7012160750, Lambhagavegur 23 Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja úr stáli og gleri atvinnuhúsnæði á lóðinni Lundur landnr. 123710, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Gróðurhús 6.613,6m², 33.785,695m³.
28. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 338201808002F
Samþykkt.
28.1. Ástu-Sólliljugata 19-21, Umsókn um byggingarleyfi 201806287
Framkvæmdir og Ráðgjöf ehf. kt. 440511-0310, Laufrima 71, 112 Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 4 íbúða fjölbýlishús á lóðinni Ástu-Sólliljugata nr.19-21, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Bílgeymslur 79,0m², kjallari 18,0m², 1. hæð 236,0m² 2. hæð 286,6m², 1.563,944m³.28.2. Brattahlíð 44-46, Umsókn um byggingarleyfi 201806250
Tré-Búkki ehf kt.500204-2730 Suðurhúsum 2, 112 Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 4 íbúða fjölbýlishús á lóðinni Brattahlíð 44-46, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 1.hæð 232,7 m2, 2.hæð 222,8 m2, 1.196,960 m328.3. Bugðufljót 9, Fyrirspurn um byggingarleyfi 201807143
Karina ehf. kt. 560604-3190, Breiðahvarfi 5, 203 Kópavogi, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu, timbri og stáli atvinnuhúsnæði á lóðinni Bugðufljót nr.9, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 1. hæð 834,0m², 2. hæð 834,0m², 2. hæð milliflötur 242,7m², 12.026,4m³28.4. Laxatunga 195, Umsókn um byggingarleyfi 201804161
Ármann Ben. kt. 080147-4819, Fróðaþing 27, 203 Kópavogi, sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Laxatunga nr.195, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 199,0m², bílgeymsla 44,5m², 797,910m³.28.5. Vogatunga 53-59, Umsókn um byggingarleyfi. 201806022
Akrafell ehf. kt. 601114-0620, Breiðagerði 8, 108 Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum raðhús á tveimur hæðum á lóðinni Vogatungu nr. 53, 55, 57 og 59, í samræmi við framlögð gögn.
Stærð nr. 53: Íbúð 1. hæð 83,9m², bílgeymsla 37,7m², 2. hæð 121,6m², 707,253m³.
Stærð nr. 55: Íbúð 1. hæð 83,9m², bílgeymsla 37,7m², 2. hæð 121,6m², 715,132m³.
Stærð nr. 57: Íbúð 1. hæð 83,9m², bílgeymsla 37,7m², 2. hæð 121,6m², 715,132m³.
Stærð nr. 59: Íbúð 1. hæð 83,9m², bílgeymsla 37,7m², 2. hæð 121,6m², 707,253m³.
29. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 339201808013F
Samþykkt.
29.1. Lækjarhlíð 1A, Umsókn um byggingarleyfi 201805260
Laugar ehf. kt. 631098-2079, Sundlaugavegur 30a 105 Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu íþróttahús sem viðbyggingu við núverandi íþróttamannvirki á lóðinni Lækjarhlíð nr.1A, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Kjallari 1.856,9m², 1. hæð 3.141,4m², 19.099,865m³.