13. nóvember 2015 kl. 07:00,
2. hæð Reykjafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Þorbjörg Inga Jónsdóttir varaformaður
- Fjalar Freyr Einarsson (FFE) aðalmaður
- Gerður Pálsdóttir (GP) aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) aðalmaður
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
- Berglind Ósk B. Filippíudóttir fjölskyldusvið
- Vibeke Þorbjörg Þorbjörnsdóttir fjölskyldusvið
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ályktanir Landsþings Þroskahjálpar 2015201510265
Bæjarráð vísaði erindi varðandi ályktanir Landsþings Landssamtakanna Þroskahjálpar til fjölskyldunefndar til kynningar.
Lagt fram.
2. Jafnréttisþing 2015201511052
Jafnréttisþing 2015
Lagt fram.
3. Landsfundur jafnréttisnefnda2015082141
Upplýsingar frá landsfundi jafnréttisnefnda sem haldinn var á Fljótsdalshéraði.
Fulltrúar fjölskyldunefndar sem sóttu landsfund jafnréttisnefnda gerðu grein fyrir fundinum og áskorunum til sveitarstjórna sem fundurinn samþykkti.
4. SSH - sameiginleg ferðaþjónusta fatlaðra201510261
Erindi SSH varðandi sameiginlega ferðaþjónusta fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu lagt fram.
Tillögur stjórnar SSH um skiptingu kostnaðar kynntar.
5. Fjölskyldusvið - ársfjórðungsyfirlit201504070
Yfirlit yfir þjónustu fjölskyldusviðs apríl- júní 2015.
Deildarstjórar fóru yfir framlagt yfirlit.
6. Reglur um liðveislu201511046
Liðveisla - tillaga að breytingu á reglum.
Fjölskyldunefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagða tillögu að breytingu á reglum um liðveislu.
7. Reglur um fjárhagsaðstoð- endurskoðun 2016201511035
Tillaga að breytingu á reglum.
Fjölskyldunefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagða tillögu að breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð.
8. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2016-2019201507096
Rekstraráætlun fjölskyldusviðs 2016.
Rekstraráætlun fjölskyldusviðs og forsendur hennar kynntar.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar í fjölskyldunefnd gerir að tillögu sinni að nefndin leggi til að bæjarráð hækki svigrúm fjölskyldunefndar til styrkveitinga á fjárhagsárinu 2016 í kr. 600 þúsund og geri nefndinni með því mögulegt að styðja við bakið á samtökum sem veita Mosfellingum mikla samfélagsþjónustu.Samþykkt samhljóða.
Fjölskyldunefndin gerir ekki frekari athugasemdir við framlagða rekstraráætlun.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar í fjölskyldunefnd vekur athygli á því að fjárhagsáætlun á samkvæmt samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar að koma til umsagnar í nefndum bæjarins, ekki einungis til kynningar, eins og gert er í fundarboði. Öflugt nefndarstarf er einn af hornsteinum lýðræðisins og því mikilvægt að bæjarráð tryggi að fagnefndir Mosfellsbæjar njóti umsagnarréttar síns til fulls. Í því sambandi telur Íbúahreyfingin einnig eðlilegt að nefndirnar fái fjárhagsáætlun til umsagnar áður en til 1. umræðu kemur í bæjarstjórn og leggur til að framvegis verði sá háttur hafður á við undirbúning áætlunarinnar.Fulltrúar D lista árétta vegna bókunar M-lista að það sé farið að ákvæðum bæjarmálasamþykktar við gerð fjárhagsáætlunar enda geri 31. gr. bæjarmálasamþykktar ráð fyrir umsögn fjölskyldunefndar svo sem er á dagskrá þessa fundar en ekki að hún sé gerð áður en samin séu drög að fjárhagsáætlun.
Fundargerðir til staðfestingar
9. Trúnaðarmálafundur - 959201511013F
Trúnaðarmálafundur, afgreiðsla fundar.
Barnaverndarmál, mál tekið fyrir.
Fundargerðir til kynningar
10. Trúnaðarmálafundur - 949201510002F
Trúnaðarmálafundur, afgreiðsla fundar.
Lagt fram.
11. Trúnaðarmálafundur - 950201510012F
Trúnaðarmálafundur, afgreiðsla fundar.
Lagt fram.
12. Trúnaðarmálafundur - 951201510017F
Trúnaðarmálafundur, afgreiðsla fundar.
Lagt fram.
13. Trúnaðarmálafundur - 952201510021F
Trúnaðarmálafundur, afgreiðsla fundar.
Lagt fram.
14. Trúnaðarmálafundur - 953201510033F
Trúnaðarmálafundur, afgreiðsla fundar.
Lagt fram.
15. Trúnaðarmálafundur - 954201510035F
Trúnaðarmálafundur, afgreiðsla fundar.
Lagt fram.
16. Trúnaðarmálafundur - 956201510040F
Trúnaðarmálafundur, afgreiðsla fundar.
Lagt fram.
17. Trúnaðarmálafundur - 957201511004F
Trúnaðarmálafundur, afgreiðsla fundar.
Lagt fram.
19. Trúnaðarmálafundur - 958201511005F
Trúnaðarmálafundur, afgreiðsla fundar.
Lagt fram.