12. nóvember 2015 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ólafur Snorri Rafnsson (ÓSR) formaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) varaformaður
- Karen Anna Sævarsdóttir aðalmaður
- Kolbrún Reinholdsdóttir (KR) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
Fundargerð ritaði
Edda Davíðsdóttir Tómstundafulltrúi Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Íþrótta- og tómstundafélög í Mosfellsbæ. Fundir nefndarinnar með félögum.201510167
Á fundinn mæta forsvarsmenn Golfklúbbs Mosfellsbæjar
Á fund nefndarinnar mættu að þessu sinni forsvarsmenn Golfklúbbs Mosfellsbæjar þeir Gunnar Ingi Björnsson framkvæmdarstjóri og Sigurpáll Geir Sveinsson Íþróttastjóri. Farið var yfir starf félagsins, áherslur og væntingar.
2. Umsókn um styrk frá Kraftlyftingafélagi Mosfellsbæjar201509445
Umsókn um styrk frá Kraftlyftingafélagi Mosfellbæjar liggur fyrir, ásamt samantekt um starfsemi félagsins. Óskað er eftir afstöðu nefndarinnar til styrkumsóknarinnar og hún óskast rædd frekar.
Nefndin leggur til að umsókn Kraftlyftingafélags Mosfellsbæjar verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2016 og íþróttafulltrúa verði falið að gera við félagið styrktarsamning á sömu nótum og gerðir hafa verið við önnur íþróttafélög í Mosfellsbæ, að uppfylltum sömu skilyrðum og þar hafa verið sett.
3. Ársskýrslur stofnanna frístundasviðs.201511097
Ársskýrslur félagsmiðstöðvarinnar Ból, Vinnuskólans og Íþróttamiðstöðva.
Frestað
4. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2016-2019201507096
Fjárhagsáætlun 2016
Fjárhagsáætlun fyrir 2016 lögð fram og kynnt.
Íbúahreyfingin kemur með eftirfarandi bókun
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar í Íþrótta- og tómstundanefnd vekur athygli á því að fjárhagsáætlun á samkvæmt samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar að koma til umsagnar í nefndum bæjarins, ekki einungis til kynningar. Öflugt nefndarstarf er einn af hornsteinum lýðræðisins og því mikilvægt að bæjarráð tryggi að fagnefndir Mosfellsbæjar njóti umsagnarréttar síns til fulls. Í því sambandi telur Íbúahreyfingin einnig eðlilegt að nefndirnar fái fjárhagsáætlun til umsagnar áður en til 1. umræðu kemur í bæjarstjórn og leggur til að framvegis verði sá háttur hafður á við undirbúning áætlunarinnar.