16. júlí 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Snædal Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2016-2019201507096
Lagt fram minnisblað fjármálastjóra sem markar upphaf vinnu við fjárhagsáætlun 2016 - 2019.
Framkomin tillaga fjármálastjóra varðandi vinnuferli vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar 2016 samþykkt með þremur atkvæðum.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar telur að bæjarráð þurfi að hafa meiri aðkomu að gerð fjárhagsáætlunar en hingað til. Í fjárhagsáætlunarferlinu er mikilvægt að yfirmenn sviða og deilda geti haft óhindruð samskipti við bæjarráð. Íbúahreyfingin hafnar því þeirri tillögu í minnisblaði að forstöðumenn og framkvæmdastjórar skuli leita eftir sérstöku samþykki bæjarstjóra og fjármálastjóra áður en þeir leggja til fjölgun stöðugilda, fjármögnun nýrra verkefna og aukna þjónustu.Stjórnsýslan býr yfir mikilli þekkingu sem mikilvægt er að bæjarráð hafi greiðan aðgang að og því brýnt að yfirmenn fái svigrúm til að koma henni á framfæri milliliðalaust, sbr. 31. gr. Samþykktar um stjórn Mosfellsbæjar þar sem segir að bæjarráð hafi umsjón með undirbúningi fjárhagsáætlunar og semji drög að henni að fengnum tillögum framkvæmdastjóra sviða og umsögnum nefnda og stjórna.
Eins telur Íbúahreyfingin mikilvægt að íbúar hafi beinni aðkomu að gerð fjárhagsáætlunar en hingað til.
2. Í túninu heima - stöðugjöld söluvagna201507051
Reglur um innheimtu stöðugjalda vegna söluvagna á bæjarhátíðinni, Í túninu heima. Lagt fram til samþykktar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að innheimta stöðugjöld vegna söluvagna á bæjarhátiðinni Í túninu heima í samræmi við tillögur í framlögðu minnisblaði. Jafnframt eru fyrirliggjandi drög að samkomulagi um leigu og töku gjalda samþykkt með þremur atkvæðum.
3. Seljadalsnáma, ósk um breytingu á vinnslutímabili201411043
Bæjarstjóri gerir grein fyrir viðræðum við Malbikunarstoðina Höfða. Fyrirtækið hefur boðað að það muni leggja fram viðbótargögn á morgun 14. júlí. Gögn þessi verða hengd inn á fundargátt um leið og þau berast.
Bæjarráð harmar mjög þá stöðu sem upp er komin vegna vinnslu í Seljadalsnámu. Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að öllum ákvæðum framkvæmdaleyfisins sé fylgt eftir og að reglulegar skýrslur eftirlitsaðila skili sér til bæjarins. Í ljósi ástands á vegum höfuðborgarsvæðis samþykkir bæjarráð með þremur atkvæðum að heimila efnistöku úr Seljadalsnámu tímabilið 20. júlí til 7. ágúst nk., þó þannig að akstur efnis úr námu fari einungis fram á mánudögum til fimmtudaga frá kl. 8 til 17 og að öðru leyti í samræmi við fyrirkomulag það sem lýst er í erindi bréfritara frá 14. júlí sl. Íbúar á svæðinu verði upplýstir um stöðu málsins.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar harmar að fulltrúar D- og S-lista i bæjarráði skuli ekki ætla að hafa samráð við íbúa um vinnslutíma áður en ákvörðun verður tekin. Efnisflutningurinn hefur mjög íþyngjandi áhrif á lífsgæði íbúa og júlímánuður sérstaklega viðkvæmur tími í landi þar sem sumur eru stutt.4. Umsókn um lóð / Desjamýri 10201507120
Umsókn Lárusar Einarssonar um lóð við Desjamýri 10 lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að úthluta Lárusi Einarssyni lóð við Desjamýri 10.
5. Vatnsveita Mosfellsbæjar - þróun og endurbætur 2014-2019201405143
Lögð er fram ósk um heimild til útboðs á 1. áfanga framkvæmda við endurnýun stofnlagnar vatnsveitu úr Mosfellsdal.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út fyrsta áfanga endurnýjunar á stofnlögn vatnsveitu frá Laxnesdýjum niður Mosfellsdal.
6. Vefarastræti 8-22, ósk um breytingar á deiliskipulagi201506050
Skipulagsnefnd vísaði því til bæjarráðs að gera samkomulag vegna viðbótaríbúða við Vefarastræti 8-22.
Samþykkt með þremur atkvæðum að veita bæjarstjóra heimild til að skrifa undir fyrirliggjandi drög að samkomulagi vegna viðbótaríbúða við Vefarastræti 8-22 .
7. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 232201507006F
Samþykkt með þremur atkvæðum að taka fundargerð fjölskyldunefndar á dagskrá fundarins.
Fundargerð 232. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 1220. fundi bæjarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Trúnaðarmálafundur - 925 201507005F
Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 232. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 1220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
7.2. Barnaverndarmálafundur - 321 201507004F
Barnaverndarmál afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 232. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 1220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
7.3. Trúnaðarmálafundur - 918 201506015F
Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 232. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 1220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
7.4. Trúnaðarmálafundur - 919 201506018F
Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 232. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 1220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
7.5. Trúnaðarmálafundur - 920 201506022F
Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 232. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 1220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
7.6. Trúnaðarmálafundur - 921 201506023F
Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 232. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 1220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
7.7. Trúnaðarmálafundur - 922 201506024F
Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 232. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 1220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
7.8. Trúnaðarmálafundur - 923 201507002F
Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 232. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 1220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
7.9. Trúnaðarmálafundur - 924 201507003F
Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 232. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 1220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
7.10. Barnaverndarmálafundur - 319 201506019F
Barnaverndarmál, afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 232. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 1220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
7.11. Barnaverndarmálafundur - 320 201506021F
Barnaverndarmál, afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 232. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 1220. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 268201507010F
Samþykkt með þremur atkvæðum að taka fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa á dagskrá fundarins.
Fundargerð 268. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 1220. fundi bæjarráðs.
8.1. Gerplustræti 20 - Umsókn um byggingarleyfi 201507035
Byggingarfélagið Bakki Þverholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja 8 íbúða, þriggja hæða fjölbýlishús úr steinsteypu á lóðinni nr. 16-24 við Gerplustræti í samræmi við framlögð gögn.
Stærð húss nr. 20: 1. hæð 296,7 m2, 2. hæð 260,4 m2, 3. hæð 260,4 m2, 2550,6 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 268. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 1220. fundi bæjarráðs.
8.2. Gerplustræti 22 - Umsókn um byggingarleyfi 201507036
Byggingarfélagið Bakki Þverholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja 8 íbúða, þriggja hæða fjölbýlishús úr steinsteypu á lóðinni nr. 16-24 við Gerplustræti í samræmi við framlögð gögn.
Stærð húss nr. 22: 1. hæð 296,7 m2, 2. hæð 260,4 m2, 3. hæð 260,4 m2, 2550,6 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 268. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 1220. fundi bæjarráðs.
8.3. Gerplustræti 24 - Umsókn um byggingarleyfi 201507037
Byggingarfélagið Bakki Þverholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja 8 íbúða, þriggja hæða fjölbýlishús úr steinsteypu á lóðinni nr. 16-24 við Gerplustræti í samræmi við framlögð gögn.
Stærð húss nr. 24: 1. hæð 296,7 m2, 2. hæð 260,4 m2, 3. hæð 260,4 m2, 2550,6 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 268. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 1220. fundi bæjarráðs.
8.4. Laxatunga 49 - Umsókn um byggingarleyfi 201506381
VK verkfræðistofa Brautarholti 10 Reykjavík sækir um leyfi til að breyta gluggum, innra fyrirkomulagi og útliti hússins nr. 49 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn.
Heildarstærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 268. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 1220. fundi bæjarráðs.
8.5. Litlikriki 37 - Umsókn um byggingarleyfi 201507030
Óskar J Sigurðsson Litlakrika 45 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir smávægilegum fyrirkomulagsbreytingum og breytingu á svölum hússins nr. 37 við Litlakrika í samræmi við framlögð gögn. Stærðir hússins breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 268. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 1220. fundi bæjarráðs.
8.6. Skálahlíð 32 - Umsókn um byggingarleyfi 201506371
Gunnar Guðjónsson Þrastarhöfða 32 Mofellsbæ sækir um leyfi til að byggja einbýlishús úr steinsteypu með sambyggðum bílskúr á lóðinni nr. 32 við Skálahlíð í samræmi við framlögð gögn.
Stærð húss: Íbúð 230,2 m2, bílgeymsla 53,9 m2, 972,1 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 268. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 1220. fundi bæjarráðs.
8.7. Skálahlíð 33 / umsókn um byggingarleyfi 201506025
Lilja Gísladóttir Grænlandsleið 11 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 33 við Skálahlíð í samræmi við framlögð gögn.
Stærð húss: Íbúð 169,4 m2, bílgeymsla 37,1 m2, 919,6 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 268. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 1220. fundi bæjarráðs.
8.8. Úlfarsfellsland, 125483 - Umsókn um byggingarleyfi 201507081
Áki Pétursson Asparfelli 4 Reykjavík sækir um leyfi til að stækka út timbri sumarbústað í Úlfarsfellslandi lnr. 125483 í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun bústaðs 12,5 m2, 47,5 m3.
Stærð eftir breytingu 72,3 m2, 273,6 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 268. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 1220. fundi bæjarráðs.
8.9. Víðiteigur 2b - Umsókn um byggingarleyfi 201505198
Haraldur Guðjónsson Víðiteigi 4b Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja sólstofu úr timbri og gleri við húsið nr. 4b við Víðiteig samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð sólstofu 14,0 m2, 37,6 m3.
Fyrir liggur skriflegt samþykki eigenda í raðhúsalengjunni.Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 268. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 1220. fundi bæjarráðs.
8.10. Vogatunga 19 - Umsókn um byggingarleyfi 201506311
Merete Myrheim Litlakrika 27 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 19 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð húss: Íbúð 241,4 m2, bílgeymsla 55,4 m2, 1169,5 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 268. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 1220. fundi bæjarráðs.
8.11. Völuteigur 25, 27, 29 - Umsókn um byggingarleyfi 201506084
Byggingarfélagið Bakki ehf. Þverholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja milliloft úr timbri í einingu 0101 og 0102 í húsinu nr. 27 við Völuteig í samræmi við framlögð gögn.
Stærð millipalls 29,9 m2.Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð 268. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 1220. fundi bæjarráðs.