12. nóvember 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður S. Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Afmörkun vatnsverndar og vatnstaka í Mosfellsdal201510111
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að halda áfram vinnu við afmörkun vatnsverndar í Mosfellsdal ásamt rannsóknum tengdum frekari vatnstöku.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila áframhaldandi vinnu við afmörkun vatnsverndar í Mosfellsdal sem og að hefja vinnu vegna mögulegra nýrra borhola í samræmi við framlagt minnisblað Vatnaskila.
2. Ósk um lögheimilisflutning.201509490
Umbeðin umsögn lögmanns lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni að svara bréfritara í samræmi við framlagt minnisblað.
3. Samhjálp - ósk um niðurfellingu gjalda201510286
Umbeðin umsögn vegna niðurfellingar gjalda vegna fyrirhugaðrar byggingar í Hlaðgerðarkoti.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til frekari skoðunar hjá bæjarstjóra.
4. Fyrirspurn Sorpu bs um lóðarstækkun fyrir móttökustöð201511050
SORPA bs. óskar eftir breytingum á lóðamörkum endurvinnslustöðvarinnar að Blíðubakka.
Bæjarráð er jákvætt fyrir því að stækka umrædda lóð í samræmi við framlagðan uppdrátt og vísar erindinu til skipulagsnefndar og byggingarfulltrúa til afgreiðslu.
5. Úthlutun lóða Í Desjamýri og Krikahverfi201009047
Breytingar á úthlutunarskilmálum í Desjamýri lagðir fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að taka mál þetta á dagskrá fundarins.
Framlagðir úthlutunarskilmálar vegna úthlutunar lóða við Desjamýri samþykktir með þremur atkvæðum.
6. Umsókn um lóð Desjamýri 5201509557
Minnisblað um stöðu úthlutunar lóða við Desjamýri lagt fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að úthluta lóðinni Desjamýri 5 til Oddsmýri ehf. Jafnframt að vísa erindinu til skipulagsnefndar hvað varðar breytingar á deiliskipulagi.
7. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2016-2019201507096
Minnisblað um gjaldskrá Hitaveitu Mosfellsbæjar lagt fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa gjaldskrá Hitaveitu Mosfellsbæjar til fyrri umræðu í bæjarstjórn 18. nóvember nk.