Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

12. nóvember 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður S. Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Af­mörk­un vatns­vernd­ar og vatnstaka í Mos­fells­dal201510111

    Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að halda áfram vinnu við afmörkun vatnsverndar í Mosfellsdal ásamt rannsóknum tengdum frekari vatnstöku.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila áfram­hald­andi vinnu við af­mörk­un vatns­vernd­ar í Mos­fells­dal sem og að hefja vinnu vegna mögu­legra nýrra bor­hola í sam­ræmi við fram­lagt minn­is­blað Vatna­skila.

    • 2. Ósk um lög­heim­il­is­flutn­ing.201509490

      Umbeðin umsögn lögmanns lögð fram.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela lög­manni að svara bréf­rit­ara í sam­ræmi við fram­lagt minn­is­blað.

    • 3. Sam­hjálp - ósk um nið­ur­fell­ingu gjalda201510286

      Umbeðin umsögn vegna niðurfellingar gjalda vegna fyrirhugaðrar byggingar í Hlaðgerðarkoti.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa mál­inu til frek­ari skoð­un­ar hjá bæj­ar­stjóra.

      • 4. Fyr­ir­spurn Sorpu bs um lóð­ars­tækk­un fyr­ir mót­töku­stöð201511050

        SORPA bs. óskar eftir breytingum á lóðamörkum endurvinnslustöðvarinnar að Blíðubakka.

        Bæj­ar­ráð er já­kvætt fyr­ir því að stækka um­rædda lóð í sam­ræmi við fram­lagð­an upp­drátt og vís­ar er­ind­inu til skipu­lags­nefnd­ar og bygg­ing­ar­full­trúa til af­greiðslu.

      • 5. Út­hlut­un lóða Í Desja­mýri og Krika­hverfi201009047

        Breytingar á úthlutunarskilmálum í Desjamýri lagðir fram.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að taka mál þetta á dagskrá fund­ar­ins.

        Fram­lagð­ir út­hlut­un­ar­skil­mál­ar vegna út­hlut­un­ar lóða við Desja­mýri sam­þykkt­ir með þrem­ur at­kvæð­um.

        • 6. Um­sókn um lóð Desja­mýri 5201509557

          Minnisblað um stöðu úthlutunar lóða við Desjamýri lagt fram.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að út­hluta lóð­inni Desja­mýri 5 til Odds­mýri ehf. Jafn­framt að vísa er­ind­inu til skipu­lags­nefnd­ar hvað varð­ar breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi.

          • 7. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2016-2019201507096

            Minnisblað um gjaldskrá Hitaveitu Mosfellsbæjar lagt fram.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa gjaldskrá Hita­veitu Mos­fells­bæj­ar til fyrri um­ræðu í bæj­ar­stjórn 18. nóv­em­ber nk.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.