24. nóvember 2015 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2016-2019.201507096
Lagt fram yfirlit með samanburði á fjárhagsáætlun áranna 2015 og 2016 ásamt greinargerð framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Fyrri umræða um fjárhagsáætlun 2016 fór fram í bæjarstjórn 18. nóvember s.l.
Umræður um málið, lagt fram.
2. Leirvogstunga, breyting á deiliskipulagi - stækkun til austurs201311089
Framlengdum athugasemdafresti vegna tillögu að breytingum á deiliskipulagi lauk 20. nóvember 2015. Lagðar fram athugasemdir sem bárust frá eftirtöldum: Einari Páli Kjærnested, Marel Snæ Arnarsyni, Steinunni Huldu Theodórsdóttur, Erni Jónssyni, Kristínu Sigurðardóttur f.h. Íbúasamtaka Leirvogstungu; Lögheimtunni ehf., Elínu Guðnýju Hlöðversdóttur, Hlöðveri Sigurðssyni, Kolfinnu Hagalín Hlöðversdóttur, Maríu Petu H. Hlöðversdóttur, Forum lögmönnum ehf., Ottó Þorvaldssyni og Guðrúnu Elku Róbertsdóttur.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að taka saman drög að svörum við athugasemdum og óskar jafnframt eftir að skoðaðar verði hugsanlegar breytingar á hinni auglýstu tillögu, m.a. að ekki verði gert ráð fyrir fjölbýlishúsum.
- FylgiskjalFW: Athugasemd við breytingu á deiliskipulagi í Leirvogstungu.pdfFylgiskjalAthugasemd PHH við breytingu á deiliskipulagi.pdfFylgiskjalAthugasemd KHH við breytingu á deiliskipulagi.pdfFylgiskjalAthugasemd HS við breytingu á deiliskipulagi.pdfFylgiskjalAthugasemd EGH við breytingu á deiliskipulagi.pdfFylgiskjalAthugasemd Lögheimtunnar við auglýsta tillögu.pdfFylgiskjalÍBÚASAMTÖK LEIRVOGSTUNGU - Athugasemd við breytingu á deiliskipulagi.pdfFylgiskjalAthugasemd ÖJ við breytingu á deiliskipulagi.pdfFylgiskjalAthugasemd SHTh við breytingu á deiliskipulagi.pdfFylgiskjalAthugasemd MSA við breytingu á deiliskipulagi.pdfFylgiskjalAthugasemd OÞ við breytingu á deiliskipulagi.pdfFylgiskjalAthugasemd GER við breytingu á deiliskipulagi.pdf
3. Fyrirspurn Sorpu bs um lóðarstækkun fyrir móttökustöð201511050
Bæjarráð lýsti sig 12.11.2015 jákvætt gagnvart því að stækka lóð endurvinnslustöðvar SORPU bs. að Blíðubakka og vísaði erindinu jafnframt til skipulagsnefndar og byggingarfulltrúa til afgreiðslu.
Nefndin heimilar að lögð verði fram tillaga að deiliskipulagi í samræmi við umsókn Sorpu bs.
4. Fyrirspurn um aðstöðu fyrir starfsemi þyrluþjónustu á Tungubökkum.201510344
Erindi sem bæjarráð vísaði til nefndarinnar til umsagnar tekið fyrir að nýju, lögð fram viðbótargögn, sbr. bókun á 400. fundi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að ganga frá umsögn í samræmi við fyrirliggjandi drög og umræður á fundinum.
5. Umsókn um lóð Desjamýri 5201509557
Bæjarráð hefur þann 12.11.2015 samþykkt að úthluta lóðinni Desjamýri 5 til Oddsmýrar ehf. og jafnframt að vísa til skipulagsnefndar erindi félagsins að því er varðar breytingar á deiliskipulagi.
Nefndin heimilar að lögð verði fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi varðandi lóð nr. 5 í samræmi við erindi Oddsmýrar ehf.
Fundargerðir til kynningar
6. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 277201511026F
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar
Fundargerðin lögð fram
6.1. Langitangi 1, umsókn um byggingarleyfi 201511121
Olíuverslun Íslands Katrínartúni 2 Reykjavík sækir um leyfi til að endurnýja eldsneytistanka og olíuskilju á lóðinni nr. 1 við Langatanga.
Jafnframt er sótt um leyfi til að setja upp tímabundið þrjá ofanjarðarbirgðageyma í samræmi við framlögð gögn á meðan framkvæmdir standa yfir.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 401. fundi skipulagsnefndar
6.2. Miðkot í Úlfarsfelli / umsókn um byggingarleyfi 201509469
Anna Aradóttir Rauðarárstíg 33 Reykjavík sækir um leyfi til að stækka sumarbústað úr timbri á lóð nr. 175253 í landi Úlfarsfells í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun bústaðs 24,0 m2, 77,0 m3.
Stærð bústaðs eftir breytingu 83,9 m2, 301,2 m3.
Á 400. fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun: Nefndin gerir ekki athugasemdir við að umbeðið byggingarleyfi verði veitt þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 401. fundi skipulagsnefndar
6.3. Skálahlíð 31 / umsókn um byggingarleyfi 201508106
Daníel V. Antonsson Burknavöllum 1C Hafnarfirði sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einbýlishús og bílgeymslu á lóðinni nr. 31 við Skálahlíð í samræmi við framlögð gögn.
Stærð íbúðar 137,8 m2, bílgeymsla 43,4 m2, 702,8 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 401. fundi skipulagsnefndar
6.4. Vefarastræti 24-30 Umsókn um byggingarleyfi 201511086
Mótx Hlíðarsmára 19 Kópavogi sækir um leyfi fyrir smávægilegum innanhúss fyrirkomulagsbreytingum / breytingum á stigum í húsunum nr. 24 - 30 við Vefarastræti í samræmi við framlögð gögn.
Heildarstærðir húsa breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 401. fundi skipulagsnefndar
6.5. Vefarastræti 32-38 / Umsókn um byggingarleyfi 201510271
LL06 ehf Garðastræti 37 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 32 íbúða fjölbýlishús og bílakjallara á lóðinni nr. 32 - 38 við Vefarastræti í samræmi við framlögð gögn.
Kjallari / geymslur 622,3 m2, bílakjallari 496,9 m2, 1. hæð 1062,1 m2, 2. hæð 1062,1 m2, 3. hæð 1062,1 m2, 12318,9 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 401. fundi skipulagsnefndar