22. október 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
Sigurður S. Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um breytingar á skipulagslögum.201510214
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um breytingar á skipulagslögum (grenndarkynning)lagt fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar skipulagsfulltrúa og jafnframt til upplýsingar inn í skipulagsnefnd.
2. Erindi Karls Pálssonar vegna lóðar við Hafravatn201509161
Minnisblað lögmanns vegna erindis Karls Pálssonar lagt fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar skipulagsnefndar.
3. Ósk um endurskoðun á greiðslu sumarlauna201510018
Erindi kennara við Listaskóla Mosfellsbæjar um endurskoðun á greiðslu sumarlauna lagt fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar mannauðsstjóra og framkvæmdastjóra fræðslusviðs.
4. Skálatúnsheimilið - ósk um skráningu íbúða201510231
Ósk um að hluti húseigna Skálatúns verði skráðar sem íbúðir/íbúaðarhúsnæði.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
5. Drög frumvarps um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga til umsagnar201509386
Umbeðin umsögn fjármálastjóra lögð fram. Ekki eru gerðar athugasemdir við frumvarpið.
Lagt fram.
6. EFS - Ákvæði sveitarstjórnarlaga um miklar fjárfestingar201510201
Óskað er upplýsinga um hvort einhver fjárfestinga falli undir ákvæði 66. gr. sveitarstjórnar um mikla fjárfestingu.Drög að svarbréfi lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela fjármálastjóra að svara erindi eftirlitsnefndar í samræmi við framlögð drög að svarbréfi.
7. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2016-2019201507096
Bæjarstjóri og fjármálastjóri fara yfir stöðu vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.
Pétur J. Locton (PJL), fjármálastjóri, mætir á fundinn undir þessum lið.
Farið yfir stöðu við gerð fjárhagsáætlunar.