Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

17. september 2013 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Elías Pétursson formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
  • Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
  • Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) aðalmaður
  • Hanna Bjartmars Arnardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jón Guðmundur Jónsson 1. varamaður
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi eig­enda sex lóða við Reykja­hvol um skipu­lags­breyt­ingu201305136

    Erindi Finns Inga Hermannssonar, Garðars Jónssonar og Sigríðar Johnsen um færslu lóða nr. 20-30 við Reykjahvol um 10 m til austurs tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 344. fundi. Gerð var grein fyrir athugun á reiðvegamálum á svæðinu. Frestað á 348. fundi. Jóhanna B. Hansen sat fundinn undir þessum lið.

    Skipu­lags­nefnd synj­ar er­ind­inu vegna ann­marka á því að færa reiðstíg.

    • 2. Heiti á götu að lóð leik­skóla sunn­an Þrast­ar­höfða2013082113

      Ætlunin var að nefna lóðina nr. 2 við Blikastaðaveg, en í ljós er komið að það heiti er upptekið af Korputorgi í Reykjavík, þannig að finna þarf lóðinni nýtt nafn. Frestað á 348. fundi.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að nefna göt­una Æð­ar­höfða, sem leik­skól­inn stend­ur við.

      • 3. Laxa­tunga 62-68, fyr­ir­spurn um breyt­ingu á hús­gerð201309225

        Borist hefur fyrirspurn um möguleika á að breyta húsgerð úr tveggja hæða í einnar hæðar raðhús, vegna hugsanlegra kaupa á byggingarrétti á lóðunum.

        Nefnd­in lýs­ir sig já­kvæða fyr­ir því að breyta hús­gerð­inni í einn­ar hæð­ar rað­hús.

        • 4. Land­núm­er 125620 Þor­móðs­dal, ósk um bygg­ingu frí­stunda­húss201309155

          Kristín Karólína Harðardóttir spyrst 6. september 2013 fyrir um möguleika á því að byggja frístundahús, hæð og ris, í stað eldra húss. Í aðalskipulagi er tákn fyrir stakt frístundahús á landinu, en núverandi hús eyðilagðist í bruna.

          Frestað.

          • 5. Úr landi Mið­dals, lnr 125337, er­indi um or­lofs­þorp201309070

            Ólafur Gunnarsson og Sigrún Eggertsdóttir óska 29.8. eftir því að fyrri ákvarðanir varðandi óskir þeirra um að reisa orlofsþorp á landi þeirra verði teknar til endurskoðunar, þar sem landið er skilgreint sem svæði fyrir frístundabyggð í nýju aðalskipulagi.

            Nefnd­in er já­kvæð fyr­ir hug­mynd­um um bygg­ingu or­lofs­húsa­þyrp­ing­ar með þjón­ustu­að­stöðu á land­inu, og ósk­ar eft­ir að um­sækj­end­ur leggi fram til­lögu að verk­efn­is­lýs­ingu fyr­ir deili­skipu­lags­vinnu, sbr. 40. gr. skipu­lagslaga.

            • 6. Að­al­skipu­lag 2011-2030, end­ur­skoð­un á AS 2002-2024200611011

              Lagt fram bréf umhverfis og auðlindaráðuneytis dags. 11.9.2013, þar sem tilkynnt er að ráðherra hafi samþykkt frestun í allt að 4 ár á gerð aðalskipulagsáætlunar fyrir svæði beggja vegna Suðurlandsvegar við Sandskeið.

              Lagt fram til kynn­ing­ar.

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00