17. september 2013 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Elías Pétursson formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) aðalmaður
- Hanna Bjartmars Arnardóttir áheyrnarfulltrúi
- Jón Guðmundur Jónsson 1. varamaður
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi eigenda sex lóða við Reykjahvol um skipulagsbreytingu201305136
Erindi Finns Inga Hermannssonar, Garðars Jónssonar og Sigríðar Johnsen um færslu lóða nr. 20-30 við Reykjahvol um 10 m til austurs tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 344. fundi. Gerð var grein fyrir athugun á reiðvegamálum á svæðinu. Frestað á 348. fundi. Jóhanna B. Hansen sat fundinn undir þessum lið.
Skipulagsnefnd synjar erindinu vegna annmarka á því að færa reiðstíg.
2. Heiti á götu að lóð leikskóla sunnan Þrastarhöfða2013082113
Ætlunin var að nefna lóðina nr. 2 við Blikastaðaveg, en í ljós er komið að það heiti er upptekið af Korputorgi í Reykjavík, þannig að finna þarf lóðinni nýtt nafn. Frestað á 348. fundi.
Skipulagsnefnd samþykkir að nefna götuna Æðarhöfða, sem leikskólinn stendur við.
3. Laxatunga 62-68, fyrirspurn um breytingu á húsgerð201309225
Borist hefur fyrirspurn um möguleika á að breyta húsgerð úr tveggja hæða í einnar hæðar raðhús, vegna hugsanlegra kaupa á byggingarrétti á lóðunum.
Nefndin lýsir sig jákvæða fyrir því að breyta húsgerðinni í einnar hæðar raðhús.
4. Landnúmer 125620 Þormóðsdal, ósk um byggingu frístundahúss201309155
Kristín Karólína Harðardóttir spyrst 6. september 2013 fyrir um möguleika á því að byggja frístundahús, hæð og ris, í stað eldra húss. Í aðalskipulagi er tákn fyrir stakt frístundahús á landinu, en núverandi hús eyðilagðist í bruna.
Frestað.
5. Úr landi Miðdals, lnr 125337, erindi um orlofsþorp201309070
Ólafur Gunnarsson og Sigrún Eggertsdóttir óska 29.8. eftir því að fyrri ákvarðanir varðandi óskir þeirra um að reisa orlofsþorp á landi þeirra verði teknar til endurskoðunar, þar sem landið er skilgreint sem svæði fyrir frístundabyggð í nýju aðalskipulagi.
Nefndin er jákvæð fyrir hugmyndum um byggingu orlofshúsaþyrpingar með þjónustuaðstöðu á landinu, og óskar eftir að umsækjendur leggi fram tillögu að verkefnislýsingu fyrir deiliskipulagsvinnu, sbr. 40. gr. skipulagslaga.
6. Aðalskipulag 2011-2030, endurskoðun á AS 2002-2024200611011
Lagt fram bréf umhverfis og auðlindaráðuneytis dags. 11.9.2013, þar sem tilkynnt er að ráðherra hafi samþykkt frestun í allt að 4 ár á gerð aðalskipulagsáætlunar fyrir svæði beggja vegna Suðurlandsvegar við Sandskeið.
Lagt fram til kynningar.