Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

25. nóvember 2014 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
  • Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) aðalmaður
  • Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
  • Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Ráð­gjaf­ar ehf varð­andi lóð­ir og skipu­lag við Bröttu­hlíð201409301

    Ráðgjöf ehf. f.h. Tré-búkka ehf. óskar 16. september 2014 eftir afstöðu Mosfellsbæjar m.a. til mögulegrar þéttingar byggðar á svæðinu. Bæjarráð óskar umsagnar skipulagsnefndar varðandi þann lið erindisins. Afgreiðslu frestað á 375. fundi.

    Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að senda bæj­ar­ráði um­sögn nefnd­ar­inn­ar.

    • 2. Helga­fells­hverfi 1. áfangi - breyt­ing á deili­skipu­lagi við Vefara­stræti201401642

      Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var auglýst 9. október 2014 með athugasemdafresti til 20. nóvember 2014. Engin athugasemd barst.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir deili­skipu­lagstil­lög­una í sam­ræmi við 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga og fel­ur skipu­lags­full­trúa að ann­ast gildis­töku­ferl­ið.

      • 3. Laxa­tunga 105-127, til­laga að breyt­ingu á deili­skipu­lagi2014082082

        Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var auglýst 1. október 2014 með athugasemdafresti til 12. nóvember 2014. Engin athugasemd barst.

        Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir deili­skipu­lagstil­lög­una í sam­ræmi við 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga og fel­ur skipu­lags­full­trúa að ann­ast gildis­töku­ferl­ið.

        • 4. Úr landi Mið­dals, lnr. 125337, er­indi um or­lofs­þorp201309070

          Erindi eigenda landsins um að það verði skipulagt undir orlofsbyggð/ferðaþjónustu tekið fyrir að nýju og lögð fram frekari gögn til upplýsingar. Áður á dagskrá 367. fundar og þá lögð fram tillaga að verkefnislýsingu deiliskipulags.

          Skipu­lags­nefnd fel­ur emb­ætt­is­mönn­um að ræða nán­ar við um­sækj­end­ur í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um.

          • 5. Skeggjastað­ir - um­sögn bæj­ar­stjórn­ar um stofn­un lög­býl­is201411075

            Óskað hefur verið eftir umsögn bæjaryfirvalda um umsókn um stofnun lögbýlis á landi úr Skeggjastaðalandi. Bæjarráð vísar erindinu til nefndarinnar til umsagnar.

            Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að senda bæj­ar­ráði um­sögn nefnd­ar­inn­ar.

            • 6. Leir­vogstunga, breyt­ing á deili­skipu­lagi - stækk­un til aust­urs201311089

              Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi Leirvogstungu, sem kynnt var íbúum í janúar 2014 en hefur verið í biðstöðu síðan.

              Skipu­lags­nefnd ósk­ar eft­ir að unn­ið verði að end­ur­skoð­un deili­skipu­lagstil­lög­unn­ar í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um.

              • 7. Er­indi Strætó bs - beiðni um kynn­ingu fyr­ir bæj­ar­ráð vegna skýrslu Mann­vits201411109

                Bæjarráð hefur vísað skýrslu Mannvits um mögulega Flex þjónustu Strætós bs. til nefndarinnar til umsagnar. Á fundinn koma Einar Kristjánsson og Smári Ólafsson og kynna skýrsluna.

                Frestað.

                Fundargerðir til kynningar

                • 8. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 256201411026F

                  Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.

                  Fund­ar­gerð­in lögð fram til kynn­ing­ar.

                  • 8.1. Fálka­höfði 2-4, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201411079

                    Nova ehf Lág­múla 9 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að hækka áð­ur­sam­þykkta loft­nets­súlu fjar­skipta­bún­að­ar á hús­inu nr. 2 - 4 við Fálka­höfða um einn meter.
                    Fyr­ir ligg­ur skrif­legt sam­þykki full­trúa hús­fé­lags­ins að Fálka­höfða 2.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Lagt fram til kynn­ing­ar á 378. fundi skipu­lags­nefnd­ar

                  • 8.2. Kvísl­artunga 66, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201409350

                    Sig­mund­ur Há­varðs­son Norð­ur­braut 22 Hafnar­firði sæk­ir um leyfi til að byggja úr for­steypt­um ein­ing­um tveggja hæða ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni nr. 66 við Kvísl­artungu sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
                    Stærð: Bíl­geymsla 44,3 m2, íbúð­ar­rými 1. hæð 91,6 m2, íbúð­ar­rými 2. hæð 96,7 m2, sam­tals 964,9 m3.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Lagt fram til kynn­ing­ar á 378. fundi skipu­lags­nefnd­ar

                  • 8.3. Leir­vogstunga 14, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201411047

                    VK verk­fræði­stofa Braut­ar­holti 10 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri einn­ar hæð­ar ein­býl­is­hús með bíl­geymslu sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um. Áður sam­þykkt­ir upp­drætt­ir falli úr gildi.
                    Stærð húss: Bíl­geymsla 32,0 m2, íbúð 142,5 m2, sam­tals 677,7 m3.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Lagt fram til kynn­ing­ar á 378. fundi skipu­lags­nefnd­ar

                  • 8.4. Völu­teig­ur 19, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201411167

                    Heils­an ehf Völu­teigi 19 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi fyr­ir ýms­um fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um og að setja upp aug­lýs­inga­skilti á suð­ur­hlið húss­ins í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Bruna­hönn­uð­ur hef­ur yf­ir­far­ið og áritað upp­drætt­ina.
                    Heild­ar­stærð­ir hús­ins breyt­ast ekki.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Lagt fram til kynn­ing­ar á 378. fundi skipu­lags­nefnd­ar

                  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.