25. nóvember 2014 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Ráðgjafar ehf varðandi lóðir og skipulag við Bröttuhlíð201409301
Ráðgjöf ehf. f.h. Tré-búkka ehf. óskar 16. september 2014 eftir afstöðu Mosfellsbæjar m.a. til mögulegrar þéttingar byggðar á svæðinu. Bæjarráð óskar umsagnar skipulagsnefndar varðandi þann lið erindisins. Afgreiðslu frestað á 375. fundi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að senda bæjarráði umsögn nefndarinnar.
2. Helgafellshverfi 1. áfangi - breyting á deiliskipulagi við Vefarastræti201401642
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var auglýst 9. október 2014 með athugasemdafresti til 20. nóvember 2014. Engin athugasemd barst.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistökuferlið.
3. Laxatunga 105-127, tillaga að breytingu á deiliskipulagi2014082082
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var auglýst 1. október 2014 með athugasemdafresti til 12. nóvember 2014. Engin athugasemd barst.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistökuferlið.
4. Úr landi Miðdals, lnr. 125337, erindi um orlofsþorp201309070
Erindi eigenda landsins um að það verði skipulagt undir orlofsbyggð/ferðaþjónustu tekið fyrir að nýju og lögð fram frekari gögn til upplýsingar. Áður á dagskrá 367. fundar og þá lögð fram tillaga að verkefnislýsingu deiliskipulags.
Skipulagsnefnd felur embættismönnum að ræða nánar við umsækjendur í samræmi við umræður á fundinum.
5. Skeggjastaðir - umsögn bæjarstjórnar um stofnun lögbýlis201411075
Óskað hefur verið eftir umsögn bæjaryfirvalda um umsókn um stofnun lögbýlis á landi úr Skeggjastaðalandi. Bæjarráð vísar erindinu til nefndarinnar til umsagnar.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að senda bæjarráði umsögn nefndarinnar.
6. Leirvogstunga, breyting á deiliskipulagi - stækkun til austurs201311089
Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi Leirvogstungu, sem kynnt var íbúum í janúar 2014 en hefur verið í biðstöðu síðan.
Skipulagsnefnd óskar eftir að unnið verði að endurskoðun deiliskipulagstillögunnar í samræmi við umræður á fundinum.
7. Erindi Strætó bs - beiðni um kynningu fyrir bæjarráð vegna skýrslu Mannvits201411109
Bæjarráð hefur vísað skýrslu Mannvits um mögulega Flex þjónustu Strætós bs. til nefndarinnar til umsagnar. Á fundinn koma Einar Kristjánsson og Smári Ólafsson og kynna skýrsluna.
Frestað.
Fundargerðir til kynningar
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 256201411026F
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
8.1. Fálkahöfði 2-4, umsókn um byggingarleyfi 201411079
Nova ehf Lágmúla 9 Reykjavík sækir um leyfi til að hækka áðursamþykkta loftnetssúlu fjarskiptabúnaðar á húsinu nr. 2 - 4 við Fálkahöfða um einn meter.
Fyrir liggur skriflegt samþykki fulltrúa húsfélagsins að Fálkahöfða 2.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 378. fundi skipulagsnefndar
8.2. Kvíslartunga 66, umsókn um byggingarleyfi 201409350
Sigmundur Hávarðsson Norðurbraut 22 Hafnarfirði sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 66 við Kvíslartungu samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð: Bílgeymsla 44,3 m2, íbúðarrými 1. hæð 91,6 m2, íbúðarrými 2. hæð 96,7 m2, samtals 964,9 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 378. fundi skipulagsnefndar
8.3. Leirvogstunga 14, umsókn um byggingarleyfi 201411047
VK verkfræðistofa Brautarholti 10 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri einnar hæðar einbýlishús með bílgeymslu samkvæmt framlögðum gögnum. Áður samþykktir uppdrættir falli úr gildi.
Stærð húss: Bílgeymsla 32,0 m2, íbúð 142,5 m2, samtals 677,7 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 378. fundi skipulagsnefndar
8.4. Völuteigur 19, umsókn um byggingarleyfi 201411167
Heilsan ehf Völuteigi 19 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir ýmsum fyrirkomulagsbreytingum og að setja upp auglýsingaskilti á suðurhlið hússins í samræmi við framlögð gögn. Brunahönnuður hefur yfirfarið og áritað uppdrættina.
Heildarstærðir húsins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 378. fundi skipulagsnefndar