Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

29. apríl 2014 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
  • Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) aðalmaður
  • Hanna Bjartmars Arnardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jón Guðmundur Jónsson 1. varamaður
  • Gylfi Guðjónsson 3. varamaður
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Skýrsla um starf­semi um­hverf­is­sviðs 2013201403118

    Lögð fram til kynningar ársskýrsla umhverfissviðs fyrir árið 2013.

    Nefnd­in þakk­ar fyr­ir skýrsl­una og ósk­ar eft­ir að hún verði gerð að­gengi­leg á heima­síð­unni. Nefnd­in lýs­ir jafn­framt áhuga á að húsa­teikn­ing­ar og skipu­lags­gögn séu sem að­gengi­leg­ust á net­inu.

    • 2. Langi­tangi 3, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201402290

      Tekin fyrir að nýju umsókn um stöðuleyfi fyrir gámum og leyfi til að reisa timburgrindverk á lóðinni Langatanga 3, sbr. bókun á 366. fundi.

      Skipu­lags­nefnd synj­ar er­ind­inu.

      • 3. Úr landi Mið­dals, lnr 125337, er­indi um or­lofs­þorp201309070

        Lögð fram tillaga að verkefnislýsingu fyrir deiliskipulag orlofshúsabyggðar, unnin af Ragnhildi Ingólfsdóttur arkitekt fyrir landeigendur. Einnig lagt fram bréf landeigenda dags. 14.3.2014, þar sem þeir gera grein fyrir þeim sjónarmiðum sínum að æskilegt sé að leyft verði að byggja meira á lóðinni en ákvæði aðalskipulags um frístundalóðir gera ráð fyrir.

        Nefnd­in er já­kvæð fyr­ir er­ind­inu og ósk­ar eft­ir nán­ari upp­lýs­ing­um um fyr­ir­hug­aða starf­semi.

        • 4. Ósk Ver­itas lög­manna um um­sögn vegna fyr­ir­hug­aðr­ar stofn­un­ar lög­býl­is í landi Hraðastaða 1201402294

          Erindi Veritas lögmanna þar sem óskað er umsagnar vegna fyrirhugaðrar stofnunar lögbýlis í landi Hraðastaða 1 í Mosfellsbæ. Bæjarráð vísaði erindinu til nefndarinnar til umsagnar. Áður til umræðu á 364. fundi.

          Um­sögn nefnd­ar­inn­ar fylg­ir mál­inu.

          • 5. Bið­stöðv­ar stræt­is­vagna í Mos­fells­bæ201404180

            Umræða um búnað og ástand á biðstöðvum strætós í bænum. Nefndarmaður Jóhannes Eðvarðsson hefur lagt fram svohljóðandi tillögu og óskað eftir að nefndin taki hana fyrir: Fulltrúi íbúahreyfingarinnar leggur til að skipulagsnefnd óski eftir því að bæjarstjórn kanni möguleika á því að semja við AFA JCDecaux á Íslandi um rekstur strætóskýla í bæjarfélaginu.

            Skipu­lags­nefnd fel­ur Bryn­dísi Har­alds­dótt­ur, Jó­hann­es B Eð­varðs­syni og Jó­hönnu B Han­sen að leggja fram til­lög­ur að bætt­um bún­aði bið­stöðva.

            • 6. Spilda úr Lax­nesslandi nr. 125993, fyr­ir­spurn um end­ur­bygg­ingu201403448

              Ólafur Hermannsson spyrst með bréfi 19.3.2014 fyrir um það hvort leyft yrði að endurbyggja núverandi gamalt sumarhús í óbreyttri stærð og jafnframt að byggja nýtt hús, 40-50 m2, um 30 m frá því gamla, sbr. meðfylgjandi afstöðuteikningu.

              Skipu­lags­nefnd er já­kvæð fyr­ir end­ur­bygg­ingu og stækk­un nú­ver­andi húss en fellst ekki á að byggð­ur verði nýr frístand­andi bú­stað­ur.

              • 7. Uglugata 64 fyr­ir­spurn til skipu­lags­nefnd­ar201404137

                Þorvaldur Einarsson spyrst 7.4.2014 fyrir um það hvort heimilað verði að byggja húsið út fyrir byggingarreit til suðurs skv. meðf. tillöguteikningu, eða hvort leyft yrði að öðrum kosti að bílskúr verði 6 m frá lóðarmörkum í stað 7m. Erindinu fylgir yfirlýsing eins nágranna um samþykki.

                Skipu­lags­nefnd er nei­kvæð gagn­vart báð­um at­rið­um fyr­ir­spurn­ar­inn­ar.

                • 8. Leiða­kerfi strætós í Mos­fells­bæ, inn­an­bæjar­vagn201404181

                  Nefndarmaður Jóhannes Eðvarðsson hefur lagt fram svohljóðandi tillögu og óskað eftir að nefndin taki hana fyrir: Fulltrúi íbúahreyfingarinnar leggur til að skipulagsnefnd óski eftir því að bæjarstjórn fái Strætó bs. til að gera leiðarkerfi fyrir innanbæjarvagn í Mosfellsbæ og kostnaðargreini.

                  Nefnd­in sam­þykk­ir til­lögu Jó­hann­es­ar. Jafn­framt lagði formað­ur til að fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs verði fal­ið í sam­vinnu við Strætó bs að koma með til­lög­ur að fram­tíð­ar­lausn­um í al­menn­ings­sam­göng­um fyr­ir Mos­fells­bæ sem gætu ver­ið grunn­ur að sam­göngu­stefnu sveita­ré­lags­ins.

                  • 9. Mála­listi skipu­lags­nefnd­ar201303075

                    Sett á dagskrá að ósk Jóhannesar Eðvarðssonar nefndarmanns.

                    Frestað.

                    • 10. Helga­fells­hverfi, 2. áfangi - breyt­ing á deili­skipu­lagi v. Efsta­land201401638

                      Tillaga að breytingum á deiliskipulagi, unnin af Kurtogpí arkitektum fyrir Hömlur 1 ehf., var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 5. mars 2014 með athugasemdafresti til 16. apríl 2014. Engin athugasemd barst.

                      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir til­lög­una með fjór­um greidd­um at­kvæð­um og fel­ur skipu­lags­full­trúa að ann­ast gildis­töku deili­skipu­lags­breyt­ing­ar­inn­ar.

                      • 11. Helga­fells­hverfi 3. áfangi - breyt­ing á deili­skipu­lagi við Uglu­götu201401639

                        Tillaga að breytingum á deiliskipulagi, unnin af Kurtogpí arkitektum fyrir Hömlur 1 ehf., var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 5. mars 2014 með athugasemdafresti til 16. apríl 2014. Engin athugasemd barst.

                        Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir til­lög­una með fjór­um greidd­um at­kvæð­um og fel­ur skipu­lags­full­trúa að ann­ast gildis­töku deili­skipu­lags­breyt­ing­ar­inn­ar.

                        • 12. Helga­fells­hverfi 3. áfangi - breyt­ing á deili­skipu­lagi við Sölku­götu201401640

                          Tillaga að breytingum á deiliskipulagi, unnin af Kurtogpí arkitektum fyrir Hömlur 1 ehf., var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 5. mars 2014 með athugasemdafresti til 16. apríl 2014. Engin athugasemd barst.

                          Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir til­lög­una með fjór­um greidd­um at­kvæð­um og fel­ur skipu­lags­full­trúa að ann­ast gildis­töku deili­skipu­lags­breyt­ing­ar­inn­ar.

                          • 13. Gerplustræti 13-23, fyr­ir­spurn um færslu bygg­ing­ar­reita o.fl.201401436

                            Tillaga að breytingum á deiliskipulagi, unnin af H3 arkitektum fyrir Byggingarfélagið Jörð, var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 14. mars 2014 með athugasemdafresti til 24. apríl 2014. Engin athugasemd barst.

                            Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir til­lög­una og fel­ur skipu­lags­full­trúa að ann­ast gildis­töku deili­skipu­lags­breyt­ing­ar­inn­ar.

                            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00