Mál númer 202101213
- 18. janúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #819
Skipulagsnefnd samþykkti á 576. fundi sínum að kynna og auglýsa til umsagnar og athugasemda breytingu á deiliskipulagi fyrir áningarstað, Orkugarð, við Reykjahvol í Reykjahverfi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan felur í sér að breyta umferðarflæði við endastöð Strætó, tryggja umferðaröryggi, hanna níu bílastæði við upphaf gönguleiðar Reykjafells, auk þess að festa í sessi stærri hluta garðsins, stíga, torg og gróður innan garðsins. Framsetning á skipulagi er leiðbeinandi fyrir hönnun. Athugasemdafrestur var frá 17.11.2022 til og með 03.01.2023. Umsagnir bárust frá Veitum ohf., dags. 21.12.2022 og Jóni Magnúsi Jónssyni, Suður-Reykjum 1, dags. 04.01.2023.
Afgreiðsla 582. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 819. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 13. janúar 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #582
Skipulagsnefnd samþykkti á 576. fundi sínum að kynna og auglýsa til umsagnar og athugasemda breytingu á deiliskipulagi fyrir áningarstað, Orkugarð, við Reykjahvol í Reykjahverfi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan felur í sér að breyta umferðarflæði við endastöð Strætó, tryggja umferðaröryggi, hanna níu bílastæði við upphaf gönguleiðar Reykjafells, auk þess að festa í sessi stærri hluta garðsins, stíga, torg og gróður innan garðsins. Framsetning á skipulagi er leiðbeinandi fyrir hönnun. Athugasemdafrestur var frá 17.11.2022 til og með 03.01.2023. Umsagnir bárust frá Veitum ohf., dags. 21.12.2022 og Jóni Magnúsi Jónssyni, Suður-Reykjum 1, dags. 04.01.2023.
Athugasemdir lagðar fram til kynningar. Skipulagsfulltrúa falin áframhaldandi vinna máls.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 9. nóvember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #815
Í samræmi við afgreiðslu á 558. fundi nefndarinnar er lögð fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir áningarstað Orkugarðs á vegamótum Reykjavegar og Reykjahvols. Tillagan felur í sér að breyta umferðarflæði við endastöð Strætó, tryggja umferðaröryggi, hanna níu bílastæði við upphaf gönguleiðar Reykjafells, auk þess að festa í sessi stærri hluta garðsins, stíga, torg og gróður innan garðsins.
Afgreiðsla 576. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 815. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 4. nóvember 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #576
Í samræmi við afgreiðslu á 558. fundi nefndarinnar er lögð fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir áningarstað Orkugarðs á vegamótum Reykjavegar og Reykjahvols. Tillagan felur í sér að breyta umferðarflæði við endastöð Strætó, tryggja umferðaröryggi, hanna níu bílastæði við upphaf gönguleiðar Reykjafells, auk þess að festa í sessi stærri hluta garðsins, stíga, torg og gróður innan garðsins.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillaga að breyttu deiliskipulagi verði kynnt og auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 6. apríl 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #802
Ákvörðun bæjarráðs Mosfellsbæjar, tekin á 1513. fundi, um að setja upp Orkugarð í Reykjahverfi í samvinnu við Veitur ohf. lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 37. fundar menningar- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 802. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 29. mars 2022
Menningar- og nýsköpunarnefnd #37
Ákvörðun bæjarráðs Mosfellsbæjar, tekin á 1513. fundi, um að setja upp Orkugarð í Reykjahverfi í samvinnu við Veitur ohf. lögð fram til kynningar.
Lagt fram.
- 9. febrúar 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #798
Á 1513. fundi bæjarráðs var tekin ákvörðun um að setja upp Orkugarð í Reykjahverfi í samvinnu við Veitur ohf. Á fundinum var skipulagsnefnd falið að vinna að nánari útfærslu og deiliskipulagi fyrir Orkugarðinn. Hjálögð er undirrituð viljayfirlýsing til kynningar. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 558. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 798. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 4. febrúar 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #558
Á 1513. fundi bæjarráðs var tekin ákvörðun um að setja upp Orkugarð í Reykjahverfi í samvinnu við Veitur ohf. Á fundinum var skipulagsnefnd falið að vinna að nánari útfærslu og deiliskipulagi fyrir Orkugarðinn. Hjálögð er undirrituð viljayfirlýsing til kynningar. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsfulltrúa falið að vinna frekari tillögur að breytingu deiliskipulags sem festi áætlanir um Orkugarð í sessi.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 26. janúar 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #797
Á 1513. fundi bæjarráðs var tekin ákvörðun um að setja upp Orkugarð í Reykjahverfi í samvinnu við Veitur ohf. Á fundinum var skipulagsnefnd falið að vinna að nánari útfærslu og deiliskipulagi fyrir Orkugarðinn. Hjálögð er undirrituð viljayfirlýsing til kynningar.
Afgreiðsla 557. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 797. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 26. janúar 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #797
Ákvörðun bæjarráðs Mosfellsbæjar, tekin á 1513. fundi, um viljayfirlýsingu um að setja upp Orkugarð í Reykjahverfi í samvinnu við Veitur ohf. lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 224. fundar bæjarráðs samþykkt á 797. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 21. janúar 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #557
Á 1513. fundi bæjarráðs var tekin ákvörðun um að setja upp Orkugarð í Reykjahverfi í samvinnu við Veitur ohf. Á fundinum var skipulagsnefnd falið að vinna að nánari útfærslu og deiliskipulagi fyrir Orkugarðinn. Hjálögð er undirrituð viljayfirlýsing til kynningar.
Frestað vegna tímaskorts.
- 20. janúar 2022
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #224
Ákvörðun bæjarráðs Mosfellsbæjar, tekin á 1513. fundi, um viljayfirlýsingu um að setja upp Orkugarð í Reykjahverfi í samvinnu við Veitur ohf. lögð fram til kynningar.
Lagðar fram til kynningar hugmyndir að orkugarði í Reykjahverfi í samvinnu við Veitur ohf.
Umhverfisnefnd lýsir ánægju sinni með hugmyndir um orkugarð. - 8. desember 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #795
Tillaga um gerð viljayfirlýsingar milli Mosfellsbæjar og Veitna um Orkugarð í Reykjahverfi.
Afgreiðsla 1513. fundar bæjarráðs samþykkt á 795. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 2. desember 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1513
Tillaga um gerð viljayfirlýsingar milli Mosfellsbæjar og Veitna um Orkugarð í Reykjahverfi.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að vinna að og undirrita fyrir hönd Mosfellsbæjar viljayfirlýsingu milli Mosfellsbæjar og Veitna ohf. um Orkugarð í Reykjahverfi í samræmi við tillögu í fyrirliggjandi minnisblaði. Bæjarráð vísar málinu ennfremur til kynningar í menningar- og nýsköpunarnefnd og umhverfisnefnd. Jafnframt er samþykkt að skipulagsnefnd verði falið að vinna að nánari útfærslu og deiliskipulagi fyrir Orkugarð.