Mál númer 201910467
- 30. ágúst 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #833
Lögð eru fram til kynningar drög að svörum innsendra athugasemda vegna kynntrar deiliskipulagsbreytingar við Þverholt 19. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu lögð fram til afgreiðslu.
Afgreiðsla 594. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 833. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 25. ágúst 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #594
Lögð eru fram til kynningar drög að svörum innsendra athugasemda vegna kynntrar deiliskipulagsbreytingar við Þverholt 19. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu lögð fram til afgreiðslu.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum deiliskipulagstillöguna ásamt tillögu að svörun og umsögnum innsendra athugasemda, með vísan til samantektar og minnisblaðs. Deiliskipulagið skal hljóta afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og annast skipulagsfulltrúi staðfestingu skipulagsins.
- 16. ágúst 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #832
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti þann 16.06.2023 að grenndarkynna deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í fjölgun bílastæða við bakhús að Þverholti. Ráðgert er að bæta fimm nýjum bílastæðum við Þverholt 19. Einnig er núverandi frágangur svæðis, við Þverholt 11-15, inn færður í skipulag. Kynningarbréf var sent á þinglýsta eigendur íbúða í Þverholti 9-21 en tillagan var einnig aðgengileg á vef Mosfellsbæjar. Athugasemdafrestur var frá 29.06.2023 til og með 01.08.2023. Umsögn barst frá eigendum og íbúum að Þverholti 9A, dags. 30.07.2023.
Afgreiðsla 593. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 832. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 11. ágúst 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #593
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti þann 16.06.2023 að grenndarkynna deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í fjölgun bílastæða við bakhús að Þverholti. Ráðgert er að bæta fimm nýjum bílastæðum við Þverholt 19. Einnig er núverandi frágangur svæðis, við Þverholt 11-15, inn færður í skipulag. Kynningarbréf var sent á þinglýsta eigendur íbúða í Þverholti 9-21 en tillagan var einnig aðgengileg á vef Mosfellsbæjar. Athugasemdafrestur var frá 29.06.2023 til og með 01.08.2023. Umsögn barst frá eigendum og íbúum að Þverholti 9A, dags. 30.07.2023.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsfulltrúa falin áframhaldandi vinna máls.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 21. júní 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #831
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu við Þverholt 19 í samræmi við afgreiðslu á 555. fundi nefndarinnar. Tillagan sýnir fjölgun bílastæða við bakhús að Þverholti. Á tillögunni eru innfærðar þær breytingar sem orðið hafa á bílastæðum og frágangi við Þverholt 11-15, við bætast fimm ný stæði á vannýttu svæði við Þverholt 19.
Afgreiðsla 592. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 831. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 16. júní 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #592
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu við Þverholt 19 í samræmi við afgreiðslu á 555. fundi nefndarinnar. Tillagan sýnir fjölgun bílastæða við bakhús að Þverholti. Á tillögunni eru innfærðar þær breytingar sem orðið hafa á bílastæðum og frágangi við Þverholt 11-15, við bætast fimm ný stæði á vannýttu svæði við Þverholt 19.
Skipulagsnefnd samþykkir að kynna og auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 8. desember 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #795
Lögð er fram til kynningar umsögn Umhverfissviðs Mosfellsbæjar vegna erindis Þroskahjálpar, dags. 30.10.2019, í samræmi við afgreiðslu á 501. fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 555. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 795. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 3. desember 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #555
Lögð er fram til kynningar umsögn Umhverfissviðs Mosfellsbæjar vegna erindis Þroskahjálpar, dags. 30.10.2019, í samræmi við afgreiðslu á 501. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir framgang erindis og vísar því til frekari úrvinnslu á Umhverfissviði vegna undirbúnings uppdrátta og deiliskipulagsbreytingar.
- 13. nóvember 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #749
Borist hefur erindi frá Þroskahjálp dags. 30. október varðandi frágang á bílaplani og viðbótar bílastæði.
Afgreiðsla 501. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 749. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. nóvember 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #501
Borist hefur erindi frá Þroskahjálp dags. 30. október varðandi frágang á bílaplani og viðbótar bílastæði.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til athugunar og umsagnar hjá framkvæmdastjóra umhverfissviðs.