Mál númer 202111439
- 18. janúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #819
Lögð fyrir bæjarráð tillaga um lúkningu samkeppni um miðbæjargarð
Afgreiðsla 1560. fundar bæjarráðs samþykkt á 819. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 8. desember 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1560
Lögð fyrir bæjarráð tillaga um lúkningu samkeppni um miðbæjargarð
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að samkeppni um miðbæjargarð verði formlega lokið í samræmi við fyrirliggjandi tillögu. Bæjarráðsfulltrúar D lista sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.
- 4. maí 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #804
Lögð fyrir bæjarráð tillaga um framlengingu samkeppni um miðbæjargarð við Bjarkarholt í Mosfellsbæ. Máli frestað frá síðasta fundi.
Afgreiðsla 1533. fundar bæjarráðs samþykkt á 804. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 4. maí 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #804
Lögð fyrir bæjarráð tillaga um framlengingu samkeppni um miðbæjargarð við Bjarkarholt í Mosfellsbæ.
Afgreiðsla 1532. fundar bæjarráðs samþykkt á 804. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. apríl 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1533
Lögð fyrir bæjarráð tillaga um framlengingu samkeppni um miðbæjargarð við Bjarkarholt í Mosfellsbæ. Máli frestað frá síðasta fundi.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að samkeppni um miðbæjargarð verði endurauglýst og frestur til að skila tillögum framlengdur til 15. september 2022 í samræmi við tillögu í fyrirliggjandi minnisblaði.
- 20. apríl 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1532
Lögð fyrir bæjarráð tillaga um framlengingu samkeppni um miðbæjargarð við Bjarkarholt í Mosfellsbæ.
Málinu frestað til næsta fundar.
- 8. desember 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #795
Lögð fyrir bæjarráð tilaga um tilhögun hugmyndasamkeppni um miðbæjargarð við Bjarkarholt.
Afgreiðsla 1513. fundar bæjarráðs samþykkt á 795. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 2. desember 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1513
Lögð fyrir bæjarráð tilaga um tilhögun hugmyndasamkeppni um miðbæjargarð við Bjarkarholt.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að efnt verði til hugmyndasamkeppni um miðbæjargarð við Bjarkarholt. Jafnframt er framkvæmdastjóra umhverfissviðs veitt heimild til þess að ganga frá samkomulagi Mosfellsbæjar við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs um utanumhald hugmyndasamkeppni um miðbæjargarð. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að skipa Harald Sverrisson, bæjarstjóra, og Guðmund Hreinsson í fimm manna dómnefnd. Jafnframt munu þrír hönnunarmenntaðir fagaðilar, sitja í dómnefndinni, skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar auk tveggja fagaðila sem Miðstöð hönnunar og arkitektúrs tilnefnir.