Mál númer 202012101
- 8. desember 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #795
Drög að reglum Mosfellsbæjar um akstursþjónustu fatlaðs fólks lögð fyrir til umræðu og samþykktar.
Afgreiðsla 313. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 795. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 24. nóvember 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #794
Drög að reglum Mosfellsbæjar um akstursþjónustu fatlaðs fólks lagðar fyrir til umræðu.
Afgreiðsla 15. fundar notendaráðs fatlaðs fólks samþykkt á 794. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. nóvember 2021
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #313
Drög að reglum Mosfellsbæjar um akstursþjónustu fatlaðs fólks lögð fyrir til umræðu og samþykktar.
Fjölskyldunefnd samþykkir framanlögð drög að reglum um akstursþjónustu og vísar þeim til bæjarstjórnar til samþykktar.
- 10. nóvember 2021
Notendaráð fatlaðs fólks #15
Drög að reglum Mosfellsbæjar um akstursþjónustu fatlaðs fólks lagðar fyrir til umræðu.
Drög að reglum kynnt fyrir ráðinu.
Ráðið vill koma á framfæri tillögu vegna þeirra svæðatakmarkana sem talin eru upp í drögum að reglum um akstursþjónustu fatlaðs fólks.
Í drögunum segir að ferðatími farþega skuli ekki fara yfir 60 mínútur í senn og bendir ráðið á að hægt væri að víkka möguleg þjónustusvæði og veita þar með undanþágu frá skilgreindum svæðum væri áætlunarstaður innan þessa 60 mínútna ramma.