Mál númer 202106053
- 8. desember 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #795
Lögð fram tillaga um fjármögnun útilistaverks með framlagi úr Lista- og menningarsjóði Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 35. fundar menningar- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 795. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum. Bæjarfulltrúi M-lista greiddi atkvæði gegn afgreiðslunni og bæjarfulltrúi S-lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
***
Bóknu S-lista:
Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar situr hjá við afgreiðslu tillögu um útlistaverk á Kjarnatorgi. Bæjarfulltrúinn telur að meginreglan eigi að vera sú að halda alltaf samkeppni um gerð einstakra listaverka í almannarými bæjarins þar sem listafólk hugsar verkin í grunninn út frá staðsetningu og tilefni. - 23. nóvember 2021
Menningar- og nýsköpunarnefnd #35
Lögð fram tillaga um fjármögnun útilistaverks með framlagi úr Lista- og menningarsjóði Mosfellsbæjar.
Lögð fram tillaga forstöðumanns bókasafns og menningarmála um að útilistaverk Elísabetar Hugrúnar Georgsdóttur verði reist á Kjarnatorgi og að því fé sem liggur í lista- og menningarsjóði, alls 2,6 m.kr. verði varið til smíði verksins í ár. Jafnframt er lagt til að bæjarráð undirbúi tillögu um að allt að 13,5 m.kr. verði varið til þess að ljúka við smíði og uppsetningu verksins í fjárhagsáætlun fyrir árið 2022.
Samþykkt með þremur atkvæðum.Bókun M-lista:
Verkefnið er of kostnaðarsamt. Í skýrslu Línuhönnunar, sem gerð var fyrir Vegagerðina 2005 og varðar hönnun hringtorga, kemur eftirfarandi fram: „Almennt er ekki æskilegt að hafa steina og listaverk í miðeyju hringtorga, sérstaklega ekki á hringtorgum á stofnvegum, þar sem steinar og listaverk geta skapað árekstrarhættu.“. Þrátt fyrir að Þverholt, Bjarkarholt og Háholt séu ekki stofnvegir er engu að síður til staðar árekstraráhætta sé sett listaverk á mitt hringtorgið, þ.e. svokallað Kjarnatorg. Í ákveðnum skilyrðum gæti það beinlínis skyggt bæði á akandi- sem og gangandi umferð á fjölförnum vegamótum í miðbæ Mosfellsbæjar. Þessa er getið með fullri virðingu fyrir þeim listamanni (arkitekt í þessu tilviki) sem hér á í hlut.Bókun D-og V-lista:
Ekki er um stofnveg að ræða í þessu tilfelli. Í menningarstefnu Mosfellsbæjar 2020-2024 kemur fram að vægi listar í opinberu rými skuli vera aukið með því að fjölga umhverfislistaverkum á lykilsvæðum í bænum, jafnt grónum sem nýbyggðum, og er þessi tillaga liður í því. - 29. september 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #790
Forstöðumaður bókasafns og menningarmála gerir grein fyrir stöðu mála.
Afgreiðsla 33. fundar menningar- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 790. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 14. september 2021
Menningar- og nýsköpunarnefnd #33
Forstöðumaður bókasafns og menningarmála gerir grein fyrir stöðu mála.
Lagt fram minnisblað forstöðumanns bókasafns og menningarmála um stöðu verkefnisins.
- 16. júní 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #785
Lögð fram tillaga um að kannaður verði möguleiki á að koma fyrir útilistaverki á Kjarnatorgi.
Samþykkt með 8 atkvæðum. Fulltrúi M-lista sat hjá.
***
Afgreiðsla 30. fundar menningar- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 785. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. júní 2021
Menningar- og nýsköpunarnefnd #30
Lögð fram tillaga um að kannaður verði möguleiki á að koma fyrir útilistaverki á Kjarnatorgi.
Lögð fram svohljóðandi tillaga forstöðumanns bókasafns og menningarmála:
Forstöðumanni bókasafns og menningarmála verði falið að kanna möguleika á því að koma fyrir útilistaverki á Kjarnatorgi. Listaverkið sem um ræðir hlaut viðurkenningu dómnefndar í hönnunarsamkeppni um aðkomutákn sem Mosfellsbær efndi til á árinu 2018 og er eftir Elísabetu Hugrúnu Georgsdóttur, arkitekt.
Tillögunni fylgir greinargerð.Samþykkt með 5 atkvæðum.