Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 202106053

 • 8. desember 2021

  Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #795

  Lögð fram til­laga um fjár­mögn­un útil­ista­verks með fram­lagi úr Lista- og menn­ing­ar­sjóði Mos­fells­bæj­ar.

  Af­greiðsla 35. fund­ar menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd­ar sam­þykkt á 795. fundi bæj­ar­stjórn­ar með sjö at­kvæð­um. Bæj­ar­full­trúi M-lista greiddi at­kvæði gegn af­greiðsl­unni og bæj­ar­full­trúi S-lista sat hjá við at­kvæða­greiðsl­una.

  ***

  Bóknu S-lista:
  Bæj­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sit­ur hjá við af­greiðslu til­lögu um út­lista­verk á Kjarna­torgi. Bæj­ar­full­trú­inn tel­ur að meg­in­regl­an eigi að vera sú að halda alltaf sam­keppni um gerð ein­stakra lista­verka í al­manna­rými bæj­ar­ins þar sem lista­fólk hugs­ar verkin í grunn­inn út frá stað­setn­ingu og til­efni.

  • 23. nóvember 2021

   Menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd #35

   Lögð fram til­laga um fjár­mögn­un útil­ista­verks með fram­lagi úr Lista- og menn­ing­ar­sjóði Mos­fells­bæj­ar.

   Lögð fram til­laga for­stöðu­manns bóka­safns og menn­ing­ar­mála um að útil­ista­verk Elísa­bet­ar Hug­rún­ar Georgs­dótt­ur verði reist á Kjarna­torgi og að því fé sem ligg­ur í lista- og menn­ing­ar­sjóði, alls 2,6 m.kr. verði var­ið til smíði verks­ins í ár. Jafn­framt er lagt til að bæj­ar­ráð und­ir­búi til­lögu um að allt að 13,5 m.kr. verði var­ið til þess að ljúka við smíði og upp­setn­ingu verks­ins í fjár­hags­áætlun fyr­ir árið 2022.
   Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um.

   Bók­un M-lista:
   Verk­efn­ið er of kostn­að­ar­samt. Í skýrslu Línu­hönn­un­ar, sem gerð var fyr­ir Vega­gerð­ina 2005 og varð­ar hönn­un hring­torga, kem­ur eft­ir­far­andi fram: „Al­mennt er ekki æski­legt að hafa steina og lista­verk í mið­eyju hring­torga, sér­stak­lega ekki á hring­torg­um á stofn­veg­um, þar sem stein­ar og lista­verk geta skap­að árekstr­ar­hættu.“. Þrátt fyr­ir að Þver­holt, Bjark­ar­holt og Há­holt séu ekki stofn­veg­ir er engu að síð­ur til stað­ar árekstr­aráhætta sé sett lista­verk á mitt hring­torg­ið, þ.e. svo­kallað Kjarnatorg. Í ákveðn­um skil­yrð­um gæti það bein­lín­is skyggt bæði á ak­andi- sem og gang­andi um­ferð á fjöl­förn­um vega­mót­um í mið­bæ Mos­fells­bæj­ar. Þessa er get­ið með fullri virð­ingu fyr­ir þeim lista­manni (arki­tekt í þessu til­viki) sem hér á í hlut.

   Bók­un D-og V-lista:
   Ekki er um stofn­veg að ræða í þessu til­felli. Í menn­ing­ar­stefnu Mos­fells­bæj­ar 2020-2024 kem­ur fram að vægi list­ar í op­in­beru rými skuli vera auk­ið með því að fjölga um­hverf­islista­verk­um á lyk­il­svæð­um í bæn­um, jafnt grón­um sem ný­byggð­um, og er þessi til­laga lið­ur í því.

    Kl. 17:00 vík­ur Arn­ar Jóns­son af fund­in­um.
   • 29. september 2021

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #790

    For­stöðu­mað­ur bóka­safns og menn­ing­ar­mála ger­ir grein fyr­ir stöðu mála.

    Af­greiðsla 33. fund­ar menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd­ar sam­þykkt á 790. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 14. september 2021

     Menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd #33

     For­stöðu­mað­ur bóka­safns og menn­ing­ar­mála ger­ir grein fyr­ir stöðu mála.

     Lagt fram minn­is­blað for­stöðu­manns bóka­safns og menn­ing­ar­mála um stöðu verk­efn­is­ins.

    • 16. júní 2021

     Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #785

     Lögð fram til­laga um að kann­að­ur verði mögu­leiki á að koma fyr­ir útil­ista­verki á Kjarna­torgi.

     Sam­þykkt með 8 at­kvæð­um. Full­trúi M-lista sat hjá.

     ***

     Af­greiðsla 30. fund­ar menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd­ar sam­þykkt á 785. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

     • 8. júní 2021

      Menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd #30

      Lögð fram til­laga um að kann­að­ur verði mögu­leiki á að koma fyr­ir útil­ista­verki á Kjarna­torgi.

      Lögð fram svohljóð­andi til­laga for­stöðu­manns bóka­safns og menn­ing­ar­mála:
      For­stöðu­manni bóka­safns og menn­ing­ar­mála verði fal­ið að kanna mögu­leika á því að koma fyr­ir útil­ista­verki á Kjarna­torgi. Lista­verk­ið sem um ræð­ir hlaut við­ur­kenn­ingu dóm­nefnd­ar í hönn­un­ar­sam­keppni um að­komutákn sem Mos­fells­bær efndi til á ár­inu 2018 og er eft­ir Elísa­betu Hug­rúnu Georgs­dótt­ur, arki­tekt.
      Til­lög­unni fylg­ir grein­ar­gerð.

      Sam­þykkt með 5 at­kvæð­um.