Mál númer 202111511
- 12. janúar 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #796
Umbeðin umsögn lögð fram.
Afgreiðsla 1514. fundar bæjarráðs samþykkt á 796. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. desember 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1514
Umbeðin umsögn lögð fram.
Umbeðin umsögn lögð fram.
Bókun M-lista:
Þakkir eru færðar fyrir minnisblað sem liggur fyrir á fundinum. Eftir stendur að tilkoma endurskoðunarnefnda í lög um ársreikninga varðar ákall um góða stjórnarhætti og óhæði og hlutverk endurskoðenda. Því er ekki séð að sveitarfélög geti ekki komið slíku fyrirkomulagi á og sérstaklega sé sveitarfélag með skuldabréf skráð á markaði. Hvergi er vísað til þeirrar fræðigreinar í þessari umsögn sem fylgir með í málinu og áréttar skyldu sveitarfélaga, með bréf á markaði, til að hafa starfandi endurskoðunarnefnd.Bókun D- og V-lista:
Niðurstaða fyrirliggjandi umsagnar er að um sveitarfélög gildi sérreglur um bókhald og reikningsskil sem ganga framar almennum reglum, m.a. ákvæðum ársreikningalaga. Um sveitarfélög gilda fyrst og fremst ákvæði sveitarstjórnarlaga, lög um tekjustofna sveitarfélaga og reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga. Samkvæmt gildissviði ársreikningalaga taka þau ekki til sveitarfélaga. Tilvísun sveitarstjórnarlaga til ákvæða um ársreikninga geti því aðeins tekið til almennra ákvæða þeirra laga en ekki sérreglna.
Sveitarfélög sem hafa skráð skuldabréf á markað lúta sömu reglum og að framan greinir en jafnframt reglum kauphallar fyrir útgefendur fjármálagerninga, m.a. um upplýsingagjöf. Í þeim reglum er einnig að finna sérreglur sem lúta að sveitarfélögum sem taka tillit til annars konar eðlis þeirrar starfsemi sem þar fer fram.Af framangreindu leiðir að sveitarfélögum ber ekki skylda til að hafa starfandi endurskoðunarnefnd jafnvel þó þau hafi skráð skuldabréf á markaði.
- 8. desember 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #795
Erindi Sveins Óskars Sigurðssonar, bæjarfulltrúa M-lista, endurskoðunarnefnd sbr. lög um ársreikninga nr. 3/2006, dags. 29.11.2021.
Afgreiðsla 1513. fundar bæjarráðs samþykkt á 795. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 2. desember 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1513
Erindi Sveins Óskars Sigurðssonar, bæjarfulltrúa M-lista, endurskoðunarnefnd sbr. lög um ársreikninga nr. 3/2006, dags. 29.11.2021.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að vinna umsögn til bæjaráðs um það hvort sveitarfélaginu beri að hafa starfandi endurskoðunarnefnd.
***
Bókun M-lista:
Þakka ber áhugaverðar umræður um málið. Fulltrúi M-lista telur mikilvægt að bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ hefji undirbúning á því að gera drög að samþykktum fyrir endurskoðunarnefnd í samræmi við lög nr. 3/2006 um ársreikninga. Samhliða því væri rétt að gera drög að tilsvarandi starfsreglum nefndarinnar og skipa í þá nefnd. Engar undantekningar eru í lögum gagnvart sveitarfélögum sem eru með bréf á markaði. Einnig er tilkoma slíkrar nefndar talin falla að góðum stjórnarháttum.- Fylgiskjal20211129-endurskodunarnefndir.pdfFylgiskjalAfrit af pósti SÓS.pdfFylgiskjalAfrit af pósti SÓS 29 11 2021.pdfFylgiskjal20211122-nasdaq-mosfellsbaer-Skuldabréf á markaði.pdfFylgiskjal94_2019_ Lög um endurskoðendur og endurskoðun _ Lög _ Alþingi.pdfFylgiskjalB_nr_238_2014 (8).pdfFylgiskjalSkipan_og_ohaedi_endurskodunarnefnda.pdfFylgiskjal20211122-skuldabref-mos.pdf