Mál númer 202111386
- 23. febrúar 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #799
Lagt er til að bæjarráðs veiti heimild til undirritunar fyrirliggjandi verksamnings um tvöföldun Vesturlandsvegar með Vegagerðinni við Loftorku sem er lægstbjóðandi í verkið. Jafnframt er lagt til að bæjarráð veiti til þess að undirrita samstarfssamning við Vegagerðina um verkefnið.
Afgreiðsla 1522. fundar bæjarráðs samþykkt á 799. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. febrúar 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1522
Lagt er til að bæjarráðs veiti heimild til undirritunar fyrirliggjandi verksamnings um tvöföldun Vesturlandsvegar með Vegagerðinni við Loftorku sem er lægstbjóðandi í verkið. Jafnframt er lagt til að bæjarráð veiti til þess að undirrita samstarfssamning við Vegagerðina um verkefnið.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela umhverfissviði annars vegar að undirrita fyrirliggjandi verksamning um tvöföldun Vesturlandsvegar með Vegagerðinni við Loftorku og hins vegar að undirrita fyrirliggjandi samstarfssamning við Vegagerðina um framkvæmdina.
- 8. desember 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #795
Borist hefur erindi frá Vegagerðinni, dags. 22.11.2021, með ósk um framkvæmdaleyfi vegna tvöföldunar á Vesturlandsvegi frá Langatanga að Þverholti. Breikka á þversnið vegar og bæta miðdeili milli akreina. Gera á einnig nýja frárein sem tengist Sunnukrika, í samræmi við gögn.
Afgreiðsla 555. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 795. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 3. desember 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #555
Borist hefur erindi frá Vegagerðinni, dags. 22.11.2021, með ósk um framkvæmdaleyfi vegna tvöföldunar á Vesturlandsvegi frá Langatanga að Þverholti. Breikka á þversnið vegar og bæta miðdeili milli akreina. Gera á einnig nýja frárein sem tengist Sunnukrika, í samræmi við gögn.
Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, á grunni gildandi deiliskipulags.