Mál númer 202109643
- 23. nóvember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #816
Lagt er fram til kynningar erindi Golfklúbbs Mosfellsbæjar, dags. 05.10.2022, vegna óska um stækkunar golfvallarins. Erindið var tekið fyrir á 1553. fundi bæjarráðs.
Afgreiðsla 578. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 816. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 18. nóvember 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #578
Lagt er fram til kynningar erindi Golfklúbbs Mosfellsbæjar, dags. 05.10.2022, vegna óska um stækkunar golfvallarins. Erindið var tekið fyrir á 1553. fundi bæjarráðs.
Lagt fram og kynnt. Á 814. fundi bæjarstjórnar, þann 26.10.2022, var samþykkt að fela bæjarstjóra og fulltrúum umhverfissviðs að ganga til viðræðna við fulltrúa Golfklúbbsins vegna erindisins. Skipulagsnefnd vill árétta að breytingar á golfvellinum geta haft áhrif á skipulag og þarf hugsanleg stækkun hans að vera innfærð í aðalskipulag sveitarfélagsins. Huga þarf m.a. að grenndarhagsmunum nálægra íbúa, stígakerfum og reiðleiðum.
Afgreitt með fimm atkvæðum. - 27. október 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1554
Erindi Golfklúbbs Mosfellsbæjar varðandi framtíðar uppbyggingu við Hlíðarvöll.
Afgreiðsla 1553. fundar bæjarráðs samþykkt á 814. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 26. október 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #814
Erindi Golfklúbbs Mosfellsbæjar varðandi framtíðar uppbyggingu við Hlíðarvöll.
Tillaga bæjarfulltrúa D lista:
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram tillögu þess efnis að bæjarstjóra og fulltrúum af umhverfissviði verði falið að fara í viðræður við fulltrúa Golfklúbbs Mosfellsbæjar og aðra hagaðila um mögulega stækkun golfvallar Mosfellsbæjar í samræmi við framlagt erindi frá Golfklúbbnum.Tillagan samþykkt með 11 atkvæðum.
***
Bókun B, S og C lista:
Bæjarfulltrúar B, S og C lista fallast á tillögu D lista enda er hún að fullu í samræmi við þá vinnu sem þegar er hafin. Eins og bæjarstjóri hefur upplýst þá er nú þegar búið að boða til fundar bæjarstjóra og fulltrúa umhverfissviðs með fulltrúum úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar.***
Afgreiðsla 1553. fundar bæjarráðs samþykkt á 814. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum. - 26. október 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #814
Erindi Golfklúbbs Mosfellsbæjar varðandi framtíðar uppbyggingu við Hlíðarvöll.
Afgreiðsla 1553. fundar bæjarráðs samþykkt á 814. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 20. október 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1553
Erindi Golfklúbbs Mosfellsbæjar varðandi framtíðar uppbyggingu við Hlíðarvöll.
Bæjarráð Mosfellsbæjar þakkar Golfklúbbi Mosfellsbæjar fyrir erindið og afar metnaðarfullt og gott starf í þágu íbúa Mosfellsbæjar. Hugmyndir Golfklúbbsins um stækkun vallarins hafa áður verið til umfjöllunar í bæjarráði, síðast í desember 2021, þar kom fram í umsögn umhverfissviðs að stækkun vallarins hefði röskun í för með sér fyrir umhverfið og lagt til að hugmyndirnar yrðu endurskoðaðar. Bæjarráð telur mikilvægt að sú endurskoðun fari fram áður en lengra er haldið. Hins vegar er mikilvægt að tryggja fyllsta öryggi íbúa og gangandi vegfarenda og hefur bæjarráð þegar sett inn fjármagn til að lagfæra 4. braut vallarins. Bæjarráð lýsir yfir vilja til samráðs varðandi frekari útfærslu á öryggismálunum.
- 8. desember 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #795
Lögð fyrir bæjarráð umbeðin umsögn umhverfissviðs um erindi Golfklúbbs Mosfellsbæjar um stærra landsvæði.
Afgreiðsla 1513. fundar bæjarráðs samþykkt á 795. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 2. desember 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1513
Lögð fyrir bæjarráð umbeðin umsögn umhverfissviðs um erindi Golfklúbbs Mosfellsbæjar um stærra landsvæði.
Umbeðin umsögn umhverfissviðs um erindi Golfklúbbs Mosfellsbæjar lögð fram til kynningar.
- 27. október 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #792
Erindi Golfklúbbs Mosfellsbæjar þar sem óskað er viðræðna til að kynna hugmyndir og framtíðarsýn Hlíðavallar, dags. 23. september 2021. Frestað erindi á síðasta fundi.
Afgreiðsla 1507. fundar bæjarráðs samþykkt á 792. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 14. október 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1507
Erindi Golfklúbbs Mosfellsbæjar þar sem óskað er viðræðna til að kynna hugmyndir og framtíðarsýn Hlíðavallar, dags. 23. september 2021. Frestað erindi á síðasta fundi.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar umhverfissviðs.
- 13. október 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #791
Erindi Golfklúbbs Mosfellsbæjar þar sem óskað er viðræðna til að kynna hugmyndir og framtíðarsýn Hlíðavallar, dags. 23. september 2021.
Afgreiðsla 1506. fundar bæjarráðs samþykkt á 791. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 7. október 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1506
Erindi Golfklúbbs Mosfellsbæjar þar sem óskað er viðræðna til að kynna hugmyndir og framtíðarsýn Hlíðavallar, dags. 23. september 2021.
Frestað vegna tímaskorts.