Mál númer 202105156
- 29. júní 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #808
Kynning á stöðu máls við friðlýsingu Blikastaðakróar og Leiruvogs, þar sem tillaga að friðlýsingaskilmálum og afmörkun svæðis hefur verið auglýst af Umhverfisstofnun.
Afgreiðsla 228. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 808. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 23. júní 2022
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #228
Kynning á stöðu máls við friðlýsingu Blikastaðakróar og Leiruvogs, þar sem tillaga að friðlýsingaskilmálum og afmörkun svæðis hefur verið auglýst af Umhverfisstofnun.
Umhverfisstjóri fór í gegnum stöðu friðlýsingarferlis Blikastaðakróar og Leiruvogs, umræður um málið.
- 6. apríl 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #802
Lögð fram drög að friðlýsingarskilmálum og afmörkun friðlýsts svæðis við Blikastaðakró og Leiruvog ásamt fundargerð samstarfshóps um tillögu að friðlýsingu svæðisins dags. 1. mars 2022. Óskað er staðfestingar sveitarfélagsins á tillögu að friðlýsingu áður en Umhverfisstofnun auglýsir tillöguna, sbr. 39.gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013.
Afgreiðsla 226. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 802. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 24. mars 2022
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #226
Lögð fram drög að friðlýsingarskilmálum og afmörkun friðlýsts svæðis við Blikastaðakró og Leiruvog ásamt fundargerð samstarfshóps um tillögu að friðlýsingu svæðisins dags. 1. mars 2022. Óskað er staðfestingar sveitarfélagsins á tillögu að friðlýsingu áður en Umhverfisstofnun auglýsir tillöguna, sbr. 39.gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013.
Drög að friðlýsingarskilmálum og afmörkun friðlýsts svæðis við Blikastaðakró og Leiruvog lögð fram til staðfestingar.
Umhverfisnefnd staðfestir friðlýsingaráformin. - 26. janúar 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #797
Lagt fram mat Náttúrufræðistofnunar um verndargildi Leiruvogs og Blikastaðakróar, ásamt innsendum athugasemdum við fyrirætlanir um friðlýsingu og svör Umhverfisstofnunar við þeim athugasemdum.
Afgreiðsla 224. fundar bæjarráðs samþykkt á 797. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. janúar 2022
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #224
Lagt fram mat Náttúrufræðistofnunar um verndargildi Leiruvogs og Blikastaðakróar, ásamt innsendum athugasemdum við fyrirætlanir um friðlýsingu og svör Umhverfisstofnunar við þeim athugasemdum.
Mat á verndargildi Leiruvogs og Blikastaðakróar og svör Umhverfisstofnunar við innsendum athugasemdum lagt fram til kynningar.
- FylgiskjalBlikastaðakró-Leiruvogur. Afmörkun eftir samráð.pdfFylgiskjalBlikastaðakró-Leiruvogur. Umsögn um athugasemdir við áform.pdfFylgiskjalNÍ. Mat á verndargildi Blikastaðakróar og Leiruvogs 22.10.2021.pdfFylgiskjalFlugklúbbur_t-póstur.pdfFylgiskjalFlugklúbbur_Staðsetning flugbrauta.pdfFylgiskjalBlikastaðarkró-Leiruvogur. Hafró gerir ekki aths..pdfFylgiskjalBlikastaðakró-Leiruvogur-Skerjafjörður. Geir Sverrisson.pdfFylgiskjalBlikastaðakró-Leiruvogur. Vegagerðin.pdfFylgiskjalBlikastaðakró-Leiruvogur. Sigurjón Magnússon.pdfFylgiskjalBlikastaðakró-Leiruvogur. Geir Sverrisson.pdfFylgiskjalBlikastaðakró-Leiruvogur. Athugasemdir Skotvís.pdfFylgiskjalBlikastaðakró_Leiruvogur. Minjastofnun.pdf
- 8. desember 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #795
Lagt fram mat Náttúrufræðistofnunar Íslands um verndargildi Leiruvogs og Blikastaðakróar, ásamt innsendum athugasemdum við fyrirætlanir um friðlýsingu og svör Umhverfisstofnunar við athugsemdum.
Afgreiðsla 223. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 795. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 25. nóvember 2021
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #223
Lagt fram mat Náttúrufræðistofnunar Íslands um verndargildi Leiruvogs og Blikastaðakróar, ásamt innsendum athugasemdum við fyrirætlanir um friðlýsingu og svör Umhverfisstofnunar við athugsemdum.
Máli frestað vegna tímaskorts.
- FylgiskjalNÍ. Mat á verndargildi Blikastaðakróar og Leiruvogs 22.10.2021.pdfFylgiskjalBlikastaðakró-Leiruvogur. Umsögn um athugasemdir við áform.pdfFylgiskjalBlikastaðakró-Leiruvogur. Afmörkun eftir samráð.pdfFylgiskjalÁform um friðlýsingu Grafarvogs innan Gullinbrúar og Blikastaðakróar-Leiruvogs.pdfFylgiskjalBlikastaðakró_Leiruvogur. Minjastofnun.pdfFylgiskjalBlikastaðakró-Leiruvogur. Athugasemdir Skotvís.pdfFylgiskjalBlikastaðakró-Leiruvogur. Geir Sverrisson.pdfFylgiskjalBlikastaðakró-Leiruvogur. Sigurjón Magnússon.pdfFylgiskjalBlikastaðakró-Leiruvogur. Vegagerðin.pdfFylgiskjalBlikastaðakró-Leiruvogur-Skerjafjörður. Geir Sverrisson.pdfFylgiskjalBlikastaðarkró-Leiruvogur. Hafró gerir ekki aths..pdfFylgiskjalFlugklúbbur_Staðsetning flugbrauta.pdfFylgiskjalFlugklúbbur_t-póstur.pdf
- 27. október 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #792
Lagðar fram til kynningar innsendar athugasemdir við fyrirætlanir um friðlýsingu Leiruvogs og Blikastaðakróar, ásamt svör Umhverfisstofnunar við athugsemdum.
Afgreiðsla 222. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 792. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 21. október 2021
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #222
Lagðar fram til kynningar innsendar athugasemdir við fyrirætlanir um friðlýsingu Leiruvogs og Blikastaðakróar, ásamt svör Umhverfisstofnunar við athugsemdum.
Frestað vegna tímaskorts
- FylgiskjalBlikastaðakró_Leiruvogur. Minjastofnun.pdfFylgiskjalBlikastaðakró-Leiruvogur. Athugasemdir Skotvís.pdfFylgiskjalBlikastaðakró-Leiruvogur. Geir Sverrisson.pdfFylgiskjalBlikastaðakró-Leiruvogur. Sigurjón Magnússon.pdfFylgiskjalBlikastaðakró-Leiruvogur. Vegagerðin.pdfFylgiskjalBlikastaðakró-Leiruvogur-Skerjafjörður. Geir Sverrisson.pdfFylgiskjalBlikastaðarkró-Leiruvogur. Hafró gerir ekki aths..pdfFylgiskjalFlugklúbbur_Staðsetning flugbrauta.pdfFylgiskjalFlugklúbbur_t-póstur.pdfFylgiskjalÁform um friðlýsingu Grafarvogs innan Gullinbrúar og Blikastaðakróar-Leiruvogs.pdfFylgiskjaldrög_Blikastaðakró-Leiruvogur. Umsögn um athugasemdir við áform.pdfFylgiskjalBreytt mörk.pdf
- 30. júní 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #786
Lögð fram umsögn umhverfissviðs Mosfellsbæjar um erindi Umhverfisstofnunar og Reykjavíkurborgar um mögulega friðlýsingu Blikastaðakróar og Leiruvogar innan sveitafélagamarka Mosfellsbæjar og Reykjavíkurborgar, ásamt fundargerð samráðshóps.
Bókun M-lista:
Hér situr fulltrúi Miðflokksins hjá enda liggur ekki nægjanlega ljóst fyrir hvort þessi áform geti stuðlað að töfum og unnið gegn hönnun á 2. áfanga Sundabrautar og framtíðaráforma við uppbyggingu Mosfellsbæjar og nágrennis. Rétt er að bæjaryfirvöld sjái til þess að þrífa ströndina við Leiruvog steinsnar frá skolpdælustöðinni áður en þetta mál gengur fram.***
Bókun C-, D-, L-, S- og V-lista:
Bæjarfulltrúar C, D, L, S og V lista fagna áformum um friðlýsingu Leiruvogs. Leiruvogur er stærsta útivistarsvæði Mosfellinga þar sem fjölbreytt útivist og fuglalíf þrífst. Friðlýsing mun styrkja gildi svæðisins sem útivistarsvæðis.
Þessi áform um friðlýsingu munu ekki tefja fyrir eða koma í veg fyrir 2. áfanga byggingar Sundabrautar.***
Bókun M-lista:
Fulltrúi Miðflokksins er síður en svo á móti friðun náttúru- eða menningarminja og hvað þá á landi innan Mosfellsbæjar. Hins vegar verður að tryggja að slíkar friðanir standi ekki öðrum mikilvægum áformum fyrir þrifum.***
Afgreiðsla 220. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 786. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Bæjarfulltrúi M-lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna. - 24. júní 2021
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #220
Lögð fram umsögn umhverfissviðs Mosfellsbæjar um erindi Umhverfisstofnunar og Reykjavíkurborgar um mögulega friðlýsingu Blikastaðakróar og Leiruvogar innan sveitafélagamarka Mosfellsbæjar og Reykjavíkurborgar, ásamt fundargerð samráðshóps.
Umhverfisnefnd leggur til við Umhverfisstofnun að auglýsa áform um friðlýsingu Leiruvogs samkvæmt tillögu 3 í samstarfi við Reykjavíkurborg.
- 2. júní 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #784
Lagt fram erindi Umhverfisstofnunar og Reykjavíkurborgar um mögulega friðlýsingu Blikastaðakróar innan sveitarfélagamarka Mosfellsbæjar og Reykjavíkurborgar.
Afgreiðsla 219. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 784. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. maí 2021
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #219
Lagt fram erindi Umhverfisstofnunar og Reykjavíkurborgar um mögulega friðlýsingu Blikastaðakróar innan sveitarfélagamarka Mosfellsbæjar og Reykjavíkurborgar.
Umhverfisnefnd er jákvæð fyrir því að skoða mögulega friðlýsingarkosti við Blikastaðakró og Leiruvog. Nefndin telur ráðlegt að bíða eftir áframhaldandi vinnu samráðshóps um málið og óskar jafnframt eftir umsögn umhverfissviðs um málið.