Mál númer 202406082
- 19. júní 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #853
Tillaga um sumarleyfi bæjarstjórnar frá 20. júní til og með 13. ágúst 2024, með vísan til 14. gr. sveitarstjórnarlaga, sbr. og 4. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Mosfellsbæjar. Jafnframt er lagt til að bæjarstjórn veiti bæjarráði umboð til fullnaðarafgreiðslu mála á meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur, sbr. 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga og 44. gr. samþykkta um stjórn Mosfellsbæjar.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum með vísan til 14. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, samanber og 4. mgr. 8. gr. samþykkta um stjórn Mosfellsbæjar, að fella niður reglulega fundi í sumarleyfi bæjarstjórnar frá 20. júní til og með 13. ágúst 2024. Fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi er ráðgerður 14. ágúst nk. Með vísan til 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga, sbr. og 44. gr. samþykktar um stjórn Mosfellsbæjar, samþykkir bæjarstjórn að veita bæjarráði umboð til fullnaðarafgreiðslu mála á meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur.