Mál númer 202406125
- 19. júní 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #853
Borist hefur erindi frá Sveinbirni B. Nikulássyni, dags. 10.06.2024, með ósk um leyfi og heimild fyrir efnisflutningum inn á akstursíþróttasvæði Motomos, við Leirvogsá austan Mosfells. Til stendur að hækka brautina og viðhalda henni með um 10 þúsund rúmmetrum af nýju efni. Flytja á jökulleir af nálægu svæði við Bugðufljót, sama jarðefni og fyrir er á staðnum. Um er að ræða þriggja vikna tímabil frá miðjum júní.
Afgreiðsla 613. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 853. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 14. júní 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #613
Borist hefur erindi frá Sveinbirni B. Nikulássyni, dags. 10.06.2024, með ósk um leyfi og heimild fyrir efnisflutningum inn á akstursíþróttasvæði Motomos, við Leirvogsá austan Mosfells. Til stendur að hækka brautina og viðhalda henni með um 10 þúsund rúmmetrum af nýju efni. Flytja á jökulleir af nálægu svæði við Bugðufljót, sama jarðefni og fyrir er á staðnum. Um er að ræða þriggja vikna tímabil frá miðjum júní.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, á grundvelli skilgreindrar notkunar lands í Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, sem opið svæði til sérstakra nota; 227-Oí akstursíþróttasvæði og afnotasamnings sveitarfélagsins við Motomos.