Mál númer 202405503
- 5. febrúar 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #865
Lögð fram tillaga dómnefndar nafnasamkeppni um nýtt nafn fyrir Listasal Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 25. fundar menningar- og lýðræðisnefndar staðfest á 865. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 21. janúar 2025
Menningar- og lýðræðisnefnd #25
Lögð fram tillaga dómnefndar nafnasamkeppni um nýtt nafn fyrir Listasal Mosfellsbæjar.
Menningar- og lýðræðisnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu um nýtt nafn Listasalar Mosfellsbæjar. Jafnframt er samþykkt að unnið verði að gerð merkis fyrir salinn og frekari mörkun á nafni hans til undirbúnings 20 ára afmælis salarins í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
- 19. júní 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #853
Lögð fram tillaga forstöðumanns bókasafns og menningarmála um samkeppni um nýtt nafn á Listasal Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 19. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 853. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 4. júní 2024
Menningar- og lýðræðisnefnd #19
Lögð fram tillaga forstöðumanns bókasafns og menningarmála um samkeppni um nýtt nafn á Listasal Mosfellsbæjar.
Lögð fram svohljóðandi tillaga forstöðumanns bókasafns og menningarmála:
Lagt er til að efnt verði til nafnasamkeppni um nýtt nafn á Listasal Mosfellsbæjar og að formaður menningar- og lýðræðisnefndar, fulltrúi menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs og einn fulltrúi SÍM verði skipuð í dómnefnd.
Með tillögunni fylgdi greinargerð.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.