Mál númer 202309004
- 19. júní 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #853
Lögð er fram til kynningar tillaga að deiliskipulagi Arnarlands í Garðabæ. Samkvæmt gögnum nær deiliskipulagstillagan til 8,9 h svæðis þar sem gert er ráð fyrir blandaðri byggð með 3-6 hæða fjölbýlishúsum ásamt atvinnu-, verslunar og/eða þjónustuhúsnæði næst Hafnarfjarðarvegi. Til móts við atvinnuhúsnæði fyrir miðju svæðisins er gert ráð fyrir verslunar- og/eða þjónusturými á jarðhæðum í tengslum við miðlægt torg þar sem m.a. er gert ráð fyrir biðstöð Borgarlínu. Á svæðinu er gert ráð fyrir u.þ.b. 500 íbúðum og u.þ.b. 40.000 m² af verslunar, skrifstofu og þjónusturými. Meginmarkmið skipulagsins er að leggja grunn að öflugu borgarumhverfi sem styður við svæðið sem samgöngumiðað svæði við samgöngu- og þróunarás. Tillagan er lögð fram til umsagnar Mosfellsbæjar í skipulagsgáttinni. Athugasemdafrestur er til og með 06.08.2024.
Afgreiðsla 613. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 853. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 14. júní 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #613
Lögð er fram til kynningar tillaga að deiliskipulagi Arnarlands í Garðabæ. Samkvæmt gögnum nær deiliskipulagstillagan til 8,9 h svæðis þar sem gert er ráð fyrir blandaðri byggð með 3-6 hæða fjölbýlishúsum ásamt atvinnu-, verslunar og/eða þjónustuhúsnæði næst Hafnarfjarðarvegi. Til móts við atvinnuhúsnæði fyrir miðju svæðisins er gert ráð fyrir verslunar- og/eða þjónusturými á jarðhæðum í tengslum við miðlægt torg þar sem m.a. er gert ráð fyrir biðstöð Borgarlínu. Á svæðinu er gert ráð fyrir u.þ.b. 500 íbúðum og u.þ.b. 40.000 m² af verslunar, skrifstofu og þjónusturými. Meginmarkmið skipulagsins er að leggja grunn að öflugu borgarumhverfi sem styður við svæðið sem samgöngumiðað svæði við samgöngu- og þróunarás. Tillagan er lögð fram til umsagnar Mosfellsbæjar í skipulagsgáttinni. Athugasemdafrestur er til og með 06.08.2024.
Lagt fram og kynnt.
- 27. september 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #835
Lögð er fram til kynningar og athugasemda tillaga að aðalskipulagsbreytingu og nýju deiliskipulagi fyrir Arnarland í Garðabæ. Tillagan gerir ráð fyrir því að reit fyrir verslun og þjónustu, 3.37 Vþ, í gildandi Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 verði breytt í miðsvæði, 3.37 M. Með því má reisa á landinu blandaða byggð, atvinnu og íbúða. Hámarkshæðir bygginga lækka almennt úr 8 hæðum í 3-6 hæðir, utan kennileitisbyggingar sem að hluta verður 9 hæðir. Samkvæmt gögnum er megintilgangur deiliskipulags og uppbyggingar að móta hverfi með vistvænum áherslum og styðja við uppbyggingu á samgöngu- og þróunarás höfuðborgarsvæðisins. Gert ráð fyrir u.þ.b. 40.000 m2 af verslunar-, þjónustu- og skrifstofurýmum við Hafnarfjarðarveg, ásamt u.þ.b. 500 íbúðum í fjölbýlishúsum næst núverandi byggð. Umsagnafrestur er til og með 25.09.2023.
Afgreiðsla 596. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 835. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
- 22. september 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #596
Lögð er fram til kynningar og athugasemda tillaga að aðalskipulagsbreytingu og nýju deiliskipulagi fyrir Arnarland í Garðabæ. Tillagan gerir ráð fyrir því að reit fyrir verslun og þjónustu, 3.37 Vþ, í gildandi Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 verði breytt í miðsvæði, 3.37 M. Með því má reisa á landinu blandaða byggð, atvinnu og íbúða. Hámarkshæðir bygginga lækka almennt úr 8 hæðum í 3-6 hæðir, utan kennileitisbyggingar sem að hluta verður 9 hæðir. Samkvæmt gögnum er megintilgangur deiliskipulags og uppbyggingar að móta hverfi með vistvænum áherslum og styðja við uppbyggingu á samgöngu- og þróunarás höfuðborgarsvæðisins. Gert ráð fyrir u.þ.b. 40.000 m2 af verslunar-, þjónustu- og skrifstofurýmum við Hafnarfjarðarveg, ásamt u.þ.b. 500 íbúðum í fjölbýlishúsum næst núverandi byggð. Umsagnafrestur er til og með 25.09.2023.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að gera ekki athugasemd við kynnta aðalskipulagsbreytingu.