Mál númer 202311239
- 14. ágúst 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #854
Tillögur um breytingar á starfsumhverfi leikskóla Mosfellsbæjar lagðar fram til afgreiðslu.
Afgreiðsla 1631. fundar bæjarráðs samþykkt á 854. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 14. ágúst 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #854
Tillögur um breytingar á starfsumhverfi leikskóla Mosfellsbæjar lagðar fram til afgreiðslu.
Afgreiðsla 1631. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 854. fundi bæjarstjórnar.
- 27. júní 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1631
Tillögur um breytingar á starfsumhverfi leikskóla Mosfellsbæjar lagðar fram til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögur er varðar eflingu starfshátta leikskóla með þeim breytingum sem samþykktar voru á fundinum.
Eftirfarandi tillögur um eflingu starfshátta leikskóla voru samþykktar:
1. Starfsemi sumarleikskóla verði 24 virkir dagar í júlí/ágúst en áfram er miðað við að börn taki samfellt 20 daga orlof. Dagsetningar sumarleikskóla verða settar fram í leikskóladagatali ár hvert.
2. Fræðslu- og frístundasviði verði heimilt að sameina starfsemi leikskólanna milli jóla og nýárs í einn leikskóla, jólaskóla, með sama fyrirkomulagi og í sumarskóla.
3. Starfsfólk leikskóla fái forgang fyrir börn sín í leikskóla.
4. Starfsfólk leikskóla fái niðurfellingu leikskólagjalda meðan þeir eru við störf.
5. Vistunartími barna í leikskólum Mosfellsbæjar verði að jafnaði 40 klst. vikulega. Áfram verði hægt að hafa vistunartímann breytilegan þannig að hver leikskóladagur getur verið mislangur í viku hverri.
6. Fræðslu- og frístundasviði verði áfram falið að skoða innri þætti og skipulag með það að leiðarljósi að efla starfsumhverfi leikskólans svo sem tímasetningu starfsdaga, sameiginlegt námskeiðahald, stuðning við mannauðsmál, aukna möguleika á fræðslu, endurmenntun og stjórnendaþjálfun.
7. Fjármála- og áhættustýringarsviði, í samvinnu við fræðslu- og frístundasvið, verði falið að vinna að frekari uppbyggingu og útfærslu á gjaldskrá sem taki mið af heildarvistunartími, aldri barna og tekjum foreldra.Tillögur í tölul. 1-5 taka gildi 1. janúar 2025.
- 19. júní 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #853
Tillögur um breytingar á starfsumhverfi leikskóla Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 434. fundar fræðslunefnd samþykkt á 853. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 12. júní 2024
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #434
Tillögur um breytingar á starfsumhverfi leikskóla Mosfellsbæjar.
Fræðslunefnd tekur jákvætt í framlagðar tillögur. Starfsemi leikskóla er á tímamótum og þarfnast endurskoðunar með tilliti til hagsmuna barna og starfsfólks. Þessar tillögur ásamt öðrum ráðstöfunum sem gerðar hafa verið nýlega eru að mati nefndarinnar í takti við þá stefnu sem Mosfellsbær hefur haft um öflugt leikskólastarf og góða þjónustu þar sem komið er til móts við fjölbreyttar þarfir fjölskyldna.
- 5. júní 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #852
Tillögur um breytingar á starfsumhverfi leikskóla Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 1627. fundar bæjarráðs samþykkt á 852. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 30. maí 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1627
Tillögur um breytingar á starfsumhverfi leikskóla Mosfellsbæjar.
Fundarhlé hófst kl. 08:40. Fundur hófst aftur kl. 08:46.
***
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa fyrirliggjandi tillögum um starfshætti leiksskóla til sviðsstjóra fræðslu- og frístundasviðs til nánari útfærslu í samráði við fræðslunefnd m.a. í samræmi við umræður á fundinum. Að þeirri vinnu lokinni verði málið lagt að nýju fyrir bæjarráð.
- 10. janúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #842
Tillaga um skipan starfshóps um heildarendurskoðun á gjaldskrá í leikskólum Mosfellsbæjar í samræmi við fyrirliggjandi erindisbréf lögð fram til afgreiðslu.
Afgreiðsla 1607. fundar bæjarráðs samþykkt á 842. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 21. desember 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1607
Tillaga um skipan starfshóps um heildarendurskoðun á gjaldskrá í leikskólum Mosfellsbæjar í samræmi við fyrirliggjandi erindisbréf lögð fram til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að skipa starfshóp um heildarendurskoðun á gjaldskrá leikskóla í samræmi við fyrirliggjandi erindisbréf. Hópurinn fái það hlutverk að greina stöðuna eins og hún er í dag, bæði með tilliti til velferðar barna, fjölskyldna og starfsumhverfis í leikskólum. Auk þess verði rýnt í þær breytingar sem eru að verða í sveitarfélögunum kringum okkur í þessum efnum. Hópurinn leggi fram valkosti að breytingum á gjaldskrá leikskóla með tilliti til áhrifa hennar á starfsumhverfi skólanna og aðstæðna fjölskyldna m.a verði litið til ábendinga Jafnréttisstofu frá 10. nóvember 2023. Markmiðið er að vera áfram í forystu þegar kemur að góðri þjónustu við börn og foreldra. Bæjarstjóra er falið að ganga frá skipan starfshópsins.
- FylgiskjalTillaga til bæjarráðs - stofnun starfshóps.pdfFylgiskjalErindisbréf starfshóps um heildar endurskoðun á gjaldskrá leikskóla.pdfFylgiskjalTillaga um starfshóp vegna leikskólamála.pdfFylgiskjalFræðslunefnd Mosfellsbæjar - 427 (15112023) - Heildarendurskoðun á gjaldskrá í leikskólum Mosfellsbæjar.pdf
- 22. nóvember 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #839
Tillaga um heildarendurskoðun á gjaldskrá leikskóla
Afgreiðsla 427. fundar fræðslunefndar samþykkt á 839. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 15. nóvember 2023
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #427
Tillaga um heildarendurskoðun á gjaldskrá leikskóla
Fræðslunefnd samþykkir framkomna tillögu með öllum greiddum atkvæðum og vísar henni til bæjarráðs til umfjöllunar og úrvinnslu.