Mál númer 202403134
- 11. september 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #856
Niðurstöður þjónustukönnunar heimaþjónustu fyrir 67 ára og eldri lögð fyrir til kynningar og umræðu. Máli vísað frá velferðarnefnd.
Afgreiðsla 38. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 856. fundi bæjarstjórnar.
- 27. ágúst 2024
Öldungaráð Mosfellsbæjar #38
Niðurstöður þjónustukönnunar heimaþjónustu fyrir 67 ára og eldri lögð fyrir til kynningar og umræðu. Máli vísað frá velferðarnefnd.
Öldungaráð lýsir yfir ánægju með framkvæmd könnunarinnar og þær jákvæðu niðurstöður sem þar koma fram og þakkar starfsfólki Mosfellsbæjar fyrir frábæra vinnu.
- 19. júní 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #853
Kynning á niðurstöðum könnunar meðal notenda í heimaþjónustu á vegum Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 1628. fundar bæjarráðs samþykkt á 853. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 6. júní 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1628
Kynning á niðurstöðum könnunar meðal notenda í heimaþjónustu á vegum Mosfellsbæjar.
Niðurstöður könnunar meðal notenda í heimaþjónustu á vegum Mosfellsbæjar kynntar og ræddar.
Bæjarráð lýsir ánægju sinni með framkvæmd og þátttöku þjónustuþega í þjónustukönnun meðal notenda heimaþjónustu Mosfellsbæjar. Ánægjulegt er að sjá fjölmörg jákvæð ummæli notenda varðandi þá aðstoð sem þegin er. Niðurstöður þessarar könnunar nýtast Mosfellsbæ vel í áframhaldandi uppbyggingu heimaþjónustu bæjarins.
- 5. júní 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #852
Þjónustukönnun heimaþjónustu lögð fyrir til kynningar og umræðu.
Afgreiðsla 20. fundar velferðarnefndar samþykkt á 852. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 28. maí 2024
Velferðarnefnd Mosfellsbæjar #20
Þjónustukönnun heimaþjónustu lögð fyrir til kynningar og umræðu.
Velferðarnefnd þakkar fyrir góða yfirferð á könnuninni. Heilt yfir eru niðurstöður góðar auk þess að fram koma gagnlegar ábendingar sem má læra af.
Velferðarnefnd vísar málinu til öldungaráðs til kynningar og umræðu.