Mál númer 202310327
- 19. júní 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #853
Lögð er fram til afgreiðslu deiliskipulagstillaga fyrir frístundasvæði við Selmerkurveg. Umsagnir og athugasemdir voru kynntar á 612. fundi nefndarinnar, í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað er auglýst tillaga lögð fram til staðfestingar óbreytt.
Afgreiðsla 613. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 853. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 14. júní 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #613
Lögð er fram til afgreiðslu deiliskipulagstillaga fyrir frístundasvæði við Selmerkurveg. Umsagnir og athugasemdir voru kynntar á 612. fundi nefndarinnar, í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað er auglýst tillaga lögð fram til staðfestingar óbreytt.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu, með vísan til samantektar og minnisblaðs. Deiliskipulagið skal hljóta afgreiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- 5. júní 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #852
Skipulagsnefnd samþykkti á 608. fundi sínum að kynna nýtt deiliskipulag fyrir frístundabyggð við Selmerkurveg í samræmi við skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst og gögn gerð aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, mos.is, Skipulagsgáttinni, Lögbirtingablaðinu, Mosfellingi og með kynningarbréfum til aðliggjandi landeigenda. Athugasemdafrestur var frá 11.04.2024 til og með 27.05.2024. Umsagnir bárust frá Veitum ohf., dags. 16.04.2024, Umhverfisstofnun, dags. 15.05.2024 og Landsneti, dags. 21.05.2024.
Afgreiðsla 612. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 852. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 31. maí 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #612
Skipulagsnefnd samþykkti á 608. fundi sínum að kynna nýtt deiliskipulag fyrir frístundabyggð við Selmerkurveg í samræmi við skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst og gögn gerð aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, mos.is, Skipulagsgáttinni, Lögbirtingablaðinu, Mosfellingi og með kynningarbréfum til aðliggjandi landeigenda. Athugasemdafrestur var frá 11.04.2024 til og með 27.05.2024. Umsagnir bárust frá Veitum ohf., dags. 16.04.2024, Umhverfisstofnun, dags. 15.05.2024 og Landsneti, dags. 21.05.2024.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu máls.
- 20. mars 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #847
Lagt er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir frístundabyggð við Selmerkurveg L125331, í samræmi við afgreiðslu á 599. fundi nefndarinnar. Tillagan felur í sér stofnun sex nýrra frístundahúsalóða þar sem heimilt verður að byggja allt að 130 m2 hús með eða án gestahúss eða geymslu, í samræmi við heimildir í gildandi aðalskipulagi Mosfellsbæjar. Deiliskipulagstillagan er framsett í greinargerð og á uppdrætti í skalanum 1:1000, dags. 04.03.2024, unnin af KOA arkitektum ehf.
Afgreiðsla 608. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 847. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 15. mars 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #608
Lagt er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir frístundabyggð við Selmerkurveg L125331, í samræmi við afgreiðslu á 599. fundi nefndarinnar. Tillagan felur í sér stofnun sex nýrra frístundahúsalóða þar sem heimilt verður að byggja allt að 130 m2 hús með eða án gestahúss eða geymslu, í samræmi við heimildir í gildandi aðalskipulagi Mosfellsbæjar. Deiliskipulagstillagan er framsett í greinargerð og á uppdrætti í skalanum 1:1000, dags. 04.03.2024, unnin af KOA arkitektum ehf.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að nýtt deiliskipulag skuli auglýst skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan skal kynnt á vef sveitarfélagsins mos.is, Skipulagsgáttinni, Mosfellingi og Lögbirtingablaðinu.
- 8. nóvember 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #838
Borist hefur erindi frá Ólafi Hjördísarsyni Jónssyni, dags. 12.10.2023, með ósk um deiliskipulag einkalands L125331 við Selmerkurveg. Meðfylgjandi eru drög að tillögu nýs deiliskipulags sem sýnir sex nýjar frístundahúsalóðir.
Afgreiðsla 599. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 838. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 3. nóvember 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #599
Borist hefur erindi frá Ólafi Hjördísarsyni Jónssyni, dags. 12.10.2023, með ósk um deiliskipulag einkalands L125331 við Selmerkurveg. Meðfylgjandi eru drög að tillögu nýs deiliskipulags sem sýnir sex nýjar frístundahúsalóðir.
Lagt fram. Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að vísa tillögu til rýni á umhverfissviði.