Mál númer 202404475
- 19. júní 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #853
Lögð eru fram kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Reykjaveg 36, í samræmi við afgreiðslu á 610. fundi nefndarinnar. Tillagan sýnir stækkun byggingarreitar til norðurs í átt að Reykjavegi, fyrir tengigang og stigahús.
Afgreiðsla 613. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 853. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 14. júní 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #613
Lögð eru fram kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Reykjaveg 36, í samræmi við afgreiðslu á 610. fundi nefndarinnar. Tillagan sýnir stækkun byggingarreitar til norðurs í átt að Reykjavegi, fyrir tengigang og stigahús.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að tillagan hljóti afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd metur breytinguna þó óverulega með tilliti til umfangs og tamarkaðra grenndarhagsmuna nærliggjandi athafnasvæðis. Með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga, um kynningarferli grenndarkynninga, metur skipulagsnefnd aðeins lóðarhafa og húseiganda hagaðila máls. Skipulagsnefnd ákveður því að falla frá kröfum um grenndarkynningu sömu málsgreinar. Breytingartillaga deiliskipulags telst því samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og annast skipulagsfulltrúi staðfestingu skipulagsins.
- 8. maí 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #850
Borist hefur erindi frá Mansard teiknistofu, f.h. Ísfugls, dags. 19.04.2024, vegna skipulagsskilmála og byggingarheimilda lóðar að Reykjavegi 36.
Afgreiðsla 610. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 850. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 3. maí 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #610
Borist hefur erindi frá Mansard teiknistofu, f.h. Ísfugls, dags. 19.04.2024, vegna skipulagsskilmála og byggingarheimilda lóðar að Reykjavegi 36.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að heimila málsaðila og eigenda fasteignar að Reykjavegi 36 að vinna uppdrátt að óverulegri breytingu deiliskipulags í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.