Mál númer 202406089
- 19. júní 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #853
Kosning forseta og 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar, sbr. 13. gr. sveitarstjórnarlaga og 5. gr. samþykktar um stjórn Mosfellsbæjar, til eins árs.
Tillaga kom fram um að Örvar Jóhannsson, bæjarfulltrúi B lista Framsóknarflokks, gegni embætti forseta bæjarstjórnar til eins árs frá og með næsta fundi bæjarstjórnar. Ekki komu fram aðrar tillögur og taldist tillagan því samþykkt.
Tillaga kom fram um að Anna Sigríður Guðnadóttir, bæjarfulltrúi S lista Samfylkingar, gegni embætti 1. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs frá og með næsta fundi bæjarstjórnar. Ekki komu fram aðrar tillögur og taldist tillagan því samþykkt.
Tillaga kom fram um að Dagný Kristinsdóttir, bæjarfulltrúi L lista Vina Mosfellsbæjar, gegni embætti 2. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs frá og með næsta fundi bæjarstjórnar. Ekki komu fram aðrar tillögur og taldist tillagan því samþykkt.