Mál númer 202411157
- 20. nóvember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #861
Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur óska eftir samráði við ungmennaráð á Íslandi vegna vinnu við samráðsgátt barna. Samráðsgátt barna er hluti af aðgerðaáætlun í stefnu um barnvænt Ísland - framkvæmd Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, aðgerð 1.3. Sem hluti af þessari vinnu viljum við leita eftir áliti barna og ungmenna, meðal annars á því hvernig eigi að ná til ungmenna, hvaða málefni eigi að fara í samráðsgátt barna og með hvaða hætti er best að koma þeim til skila svo tryggt sé að upplýsingarnar séu auðskiljanlegar.
Afgreiðsla 74. fundar ungmennaráðs samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 14. nóvember 2024
Ungmennaráð Mosfellsbæjar #74
Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur óska eftir samráði við ungmennaráð á Íslandi vegna vinnu við samráðsgátt barna. Samráðsgátt barna er hluti af aðgerðaáætlun í stefnu um barnvænt Ísland - framkvæmd Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, aðgerð 1.3. Sem hluti af þessari vinnu viljum við leita eftir áliti barna og ungmenna, meðal annars á því hvernig eigi að ná til ungmenna, hvaða málefni eigi að fara í samráðsgátt barna og með hvaða hætti er best að koma þeim til skila svo tryggt sé að upplýsingarnar séu auðskiljanlegar.
Á fund ráðsins kom Gísli Ólafson. Hann kynnti hugmynd að nýrri samráðsgátt fyrir ungt fólk. Umræða var um hvaða málefni ættu að fara þar inn og hvernig væri best að kynna og vekja áhuga ungs fólks á þeim málefnum. Ungmennaráð þakkar Gísla kærlega fyrir komuna og fyrir áhugaverða kynningu.