Mál númer 202207290
- 9. nóvember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #815
Tillaga um að gengið verði til samninga við Félaga aldraðra í Mosfellsbæ um framkvæmd námskeiðsins Heilsa og hugur.
Afgreiðsla 1555. fundar bæjarráðs samþykkt á 815. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 3. nóvember 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1555
Tillaga um að gengið verði til samninga við Félaga aldraðra í Mosfellsbæ um framkvæmd námskeiðsins Heilsa og hugur.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela framkvæmdastjóra velferðarsviðs að ganga til samninga við Félag aldraðra í Mosfellsbæ í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
- 14. september 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #811
Kynning á lýðheilsuverkefninu Heilsa og hugur fyrir eldri borgara í Mosfellsbæ.
Afgreiðsla 30. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 811. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
- 1. september 2022
Öldungaráð Mosfellsbæjar #30
Kynning á lýðheilsuverkefninu Heilsa og hugur fyrir eldri borgara í Mosfellsbæ.
Halla Karen Kristjánsdóttir var með kynningu á fyrirkomulagi lýðheilsuverkefnisins Heilsa og hugur fyrir fulltrúum ráðsins. Öldungaráð leggur áherslu á að verkefninu verði haldið áfram og það þróað þannig að það henti ólíkum hópum hvað líkamlega færni varðar.
- 31. ágúst 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #810
Staða á verkefninu Heilsa og hugur lögð fyrir fjölskyldunefnd til kynningar og umræðu.
Afgreiðsla 323. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 810. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 31. ágúst 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #810
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs um verkefnið Heilsa og Hugur og framtíðarskipan lýðheilsumála lögð fram.
Afgreiðsla 1546. fundar bæjarráðs samþykkt á 810. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 25. ágúst 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1546
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs um verkefnið Heilsa og Hugur og framtíðarskipan lýðheilsumála lögð fram.
Bókun D lista:
Lýðheilsuverkefnið Heilsa og Hugur fyrir 60 ára og eldri var sett á stofn árið 2021 og er reynsla af þeim námskeiðum mjög góð í alla staði.
Þegar ný bæjarstjórn Mosfellsbæjar kom saman í sumar lögðu bæjarfulltrúar D-lista fram tillögu um áframhaldandi framkvæmd á þessum námskeiðum.
Bæjarfulltrúar D-lista fagna því að námskeiðin muni halda áfram og munu koma með tillögur um að efla þessi námskeið enn frekar í framtíðinni.***
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að hefja viðræður við Félag aldraðra í Mosfellsbæ um að halda námskeiðið Heilsa og Hugur frá og með árinu 2023. - 17. ágúst 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #809
Tillaga bæjarfulltrúa D-listans í Mosfellsbæ um að tilraunaverkefnið Hugur og Heilsa, lýðheilsunámskeið fyrir 60 ára og eldri íbúa í Mosfellsbæ verði framlengt.
Afgreiðsla 1543. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
- 16. ágúst 2022
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #323
Staða á verkefninu Heilsa og hugur lögð fyrir fjölskyldunefnd til kynningar og umræðu.
Staðan á verkefninu Heilsa og hugur kynnt og rædd.
- 28. júlí 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1543
Tillaga bæjarfulltrúa D-listans í Mosfellsbæ um að tilraunaverkefnið Hugur og Heilsa, lýðheilsunámskeið fyrir 60 ára og eldri íbúa í Mosfellsbæ verði framlengt.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að kalla eftir mati á framkvæmd tilraunaverkefnisins og á þeim grunni móta tillögur til bæjarráðs um framtíðar skipan lýðheilsuverkefna fyrir eldri borgara í Mosfellsbæ.