Mál númer 202207113
- 17. ágúst 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #809
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að breyttu deiliskipulagi Varmárskólasvæðis við Varmárhól, skólalóð Kvíslarskóla. Við bætast byggingarreitir fyrir færanlegar og tímabundnar einna hæðar kennslustofur innan lóðar sem tengjast núverandi innviðum.
Afgreiðsla 569. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 809. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 12. ágúst 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #569
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að breyttu deiliskipulagi Varmárskólasvæðis við Varmárhól, skólalóð Kvíslarskóla. Við bætast byggingarreitir fyrir færanlegar og tímabundnar einna hæðar kennslustofur innan lóðar sem tengjast núverandi innviðum.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan hljóti afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd metur breytinguna þó óverulega með tilliti til aðstæðna og tímabundinnar lausnar húsnæðisvanda. Með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga, um kynningarferli grenndarkynninga, metur skipulagsnefnd aðeins sveitarfélagið hagsmunaaðila máls með tilliti til hagsmuna íbúa og skólastarfs. Skipulagsnefnd ákveður því að falla frá kröfum um grenndarkynningu sömu málsgreinar. Breytingartillaga deiliskipulags telst því samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og annast skipulagsfulltrúi staðfestingu skipulagsins.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.