Mál númer 202208143
- 18. janúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #819
Erindi barst Mosfellsbæ með ósk um uppbyggingu ferðaþjónustuklasa í Skammadal. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar og yfirstandandi aðalskipulagsvinnu á 1544. fundi bæjaráðs þann 11.08.2022 til umræðu um hvort breyta eigi Skammadal í mögulegt verslunar- og þjónustusvæði. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 581. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 819. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 18. janúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #819
Erindi barst Mosfellsbæ með ósk um uppbyggingu ferðaþjónustuklasa í Skammadal. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar og yfirstandandi aðalskipulagsvinnu á 1544. fundi bæjaráðs þann 11.08.2022 til umræðu um hvort breyta eigi Skammadal í mögulegt verslunar- og þjónustusvæði.
Afgreiðsla 580. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 819. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 14. desember 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #581
Erindi barst Mosfellsbæ með ósk um uppbyggingu ferðaþjónustuklasa í Skammadal. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar og yfirstandandi aðalskipulagsvinnu á 1544. fundi bæjaráðs þann 11.08.2022 til umræðu um hvort breyta eigi Skammadal í mögulegt verslunar- og þjónustusvæði. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd ákveður að ekki skuli breyta nýtingu ræktunar- og opins svæðis í Skammadals fyrir verslun- og þjónustu. Til samræmis við rökstuðning í fyrirliggjandi minnisblaði er ljóst að breytingar og uppbygging á svæðinu í Skammadal er háð miklum og kostnaðarsömum innviðum. Svæðið er utan þéttbýlis- og vaxtarmarka sveitarfélagsins. Skammidalur er útivistarsvæði í dreifbýli.
Afgreitt með fimm samhljóða atkvæðum. - 6. desember 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #580
Erindi barst Mosfellsbæ með ósk um uppbyggingu ferðaþjónustuklasa í Skammadal. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar og yfirstandandi aðalskipulagsvinnu á 1544. fundi bæjaráðs þann 11.08.2022 til umræðu um hvort breyta eigi Skammadal í mögulegt verslunar- og þjónustusvæði.
Frestað vegna tímaskorts.
- 17. ágúst 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #809
Erindi Ólafs Sigurðssonar varðandi skoðun á skipulagningu ferðaþjónustuklasa í Skammadal.
Afgreiðsla 1544. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
- 11. ágúst 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1544
Erindi Ólafs Sigurðssonar varðandi skoðun á skipulagningu ferðaþjónustuklasa í Skammadal.
Tillaga D lista:
Bæjarráðsmaður D lista leggur til að stofnaður verði starfshópur starfsmanna Mosfellsbæjar og bæjarfulltrúa sem fái það hlutverk að fara yfir framtíðarskipulag og mögulega nýtingu Skammadals, með tilliti til m.a. fyrirhugaðs skammadalsvegar austur úr Helgafellshverfi sem er á aðalskipulagi. Umfjöllun um þetta erindi myndi þá falla undir vinnu þess starfshóps.Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að vísa tillögunni til vinnu við endurskoðun aðalskipulags.
***
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara.