Mál númer 202206764
- 17. ágúst 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #809
Tillaga bæjarfulltrúum D lista um að hafnar verði framkvæmdir við lagningu gervigrasvallar, endurnýjun hlaupabrautar og uppsetningu flóðlýsingar á Varmárvelli á árinu 2022. Máli frestað frá síðasta fundi.
Afgreiðsla 1541. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
- 17. ágúst 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #809
Tillaga bæjarfulltrúa D lista um að hafnar verði framkvæmdir við lagningu gervigrasvallar, endurnýjun hlaupabrautar og uppsetningu flóðlýsingar á Varmárvelli á árinu 2022.
Afgreiðsla 1540. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
- 7. júlí 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1541
Tillaga bæjarfulltrúum D lista um að hafnar verði framkvæmdir við lagningu gervigrasvallar, endurnýjun hlaupabrautar og uppsetningu flóðlýsingar á Varmárvelli á árinu 2022. Máli frestað frá síðasta fundi.
Bæjarráð synjar tillögunni með þremur atkvæðum B, C og S lista gegn tveimur atkvæðum D lista.
***
Bókun B, S og C lista:Í fyrirliggjandi tillögu D lista er enginn áætlaður kostnaður og því er ljóst að bæjarráð getur ekki afgreitt tillöguna auk þess sem það væri fjárhagslega óábyrgt að samþykkja tillögu þar sem endanlegur kostnaður er ekki þekktur.
Forgangsröðun verkefna að Varmá hefur verið ákveðin á samráðsvettvangi Aftureldingar og Mosfellsbæjar. Þegar það lá fyrir að ekki höfðu borist tilboð í þjónustubyggingu var tekin ákvörðun, í samráði við samráðsvettvanginn, að endurskoða áætlanir um bygginguna í samræmi við málefnasamning meirihlutans. Tillaga D lista hefur hinsvegar ekki verið rædd á samráðsvettvangnum.
Í samræmi við málefnasamning meirihlutans verður unnin framtíðarsýn fyrir Varmársvæðið í heild og er endurskoðun þjónustubyggingarinnar liður í þeirri vinnu. Eins og áður hefur komið fram þá er vinnan við endurskoðunina þegar hafin, í samráði við samráðsvettvanginn, og var þjónustubyggingu vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir 2023.
- 30. júní 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1540
Tillaga bæjarfulltrúa D lista um að hafnar verði framkvæmdir við lagningu gervigrasvallar, endurnýjun hlaupabrautar og uppsetningu flóðlýsingar á Varmárvelli á árinu 2022.
Frestað vegna tímaskorts.