Mál númer 202207148
- 17. ágúst 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #809
Borist hefur bréf frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, dags. 12.07.2022 vegna nýs rammasamnings milli ríkis og sveitarfélaga sem ætlað er að tryggja stöðuga uppbyggingu íbúða á næstu 10 árum. Áætlað er að byggja þurfi á landsvísu 4.000-3.500 íbúðir árlega. Samningur var undirritaður af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Innviðaráðuneytinu og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þann 12.07.2022. Rammasamningur lagður fram til kynningar.
Afgreiðsla 569. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 809. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 12. ágúst 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #569
Borist hefur bréf frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, dags. 12.07.2022 vegna nýs rammasamnings milli ríkis og sveitarfélaga sem ætlað er að tryggja stöðuga uppbyggingu íbúða á næstu 10 árum. Áætlað er að byggja þurfi á landsvísu 4.000-3.500 íbúðir árlega. Samningur var undirritaður af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Innviðaráðuneytinu og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þann 12.07.2022. Rammasamningur lagður fram til kynningar.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd fagnar metnaðarfullum áformum.