Mál númer 202201368
- 7. febrúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #844
Lögð er fram að nýju til umfjöllunar og afgreiðslu kynnt og auglýst tillaga að aðalskipulagsbreytingu fyrir miðbæjarsvæði 116-M þar sem fjölga átti íbúðum í miðbænum til samræmis við deiliskipulagsbreytingu sem kynnt var samhliða. Deiliskipulagsbreytingin fjallaði um Bjarkarholt 1-3 innan uppbyggingarreitar E í miðbænum, nú Bjarkarholt 22-30. Aðal- og deiliskipulagsbreytingin var kynnt og auglýst til umsagna og athugasemda frá 12.05.2022 til og með 27.06.2022. Umsagnir voru lagðar fyrir og kynntar á 569. fundi skipulagsnefndar, þann 12.08.2022.
Afgreiðsla 605. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 844. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 2. febrúar 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #605
Lögð er fram að nýju til umfjöllunar og afgreiðslu kynnt og auglýst tillaga að aðalskipulagsbreytingu fyrir miðbæjarsvæði 116-M þar sem fjölga átti íbúðum í miðbænum til samræmis við deiliskipulagsbreytingu sem kynnt var samhliða. Deiliskipulagsbreytingin fjallaði um Bjarkarholt 1-3 innan uppbyggingarreitar E í miðbænum, nú Bjarkarholt 22-30. Aðal- og deiliskipulagsbreytingin var kynnt og auglýst til umsagna og athugasemda frá 12.05.2022 til og með 27.06.2022. Umsagnir voru lagðar fyrir og kynntar á 569. fundi skipulagsnefndar, þann 12.08.2022.
Í ljósi fyrirliggjandi upplýsinga um að búið sé að rifta undirrituðu uppbyggingarsamkomulagi fyrir uppbyggingarreit E, áður Bjarkarholt 1-5, lítur skipulagsnefnd svo á að skipulagsferli aðalskipulagsbreytingarinnar sé sjálfhætt, enda uppbyggingarsamkomulag og uppbygging í samræmi við deiliskipulagstillögur forsendur hennar.
Málsmeðferð lokið. - 17. ágúst 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #809
Skipulagsnefnd samþykkti á 562. fundi sínum að auglýsa til umsagnar og athugasemda breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar fyrir miðbæjarreitinn 116-M. Breytingin felur í sér að leiðrétta töflu aðalskipulags og fjölga heimildir fyrir áætlaða uppbyggingu íbúða í miðbænum. Breyting samræmist þróun miðbæjarins og skilgreinir nú betur uppbyggingu við Bjarkarholt samkvæmt deiliskipulagsbreytingu svæðis sem auglýst var samhliða. Breytingin var kynnt á vef Mosfellsbæjar, Lögbirtingablaðinu, Mosfellingi og í anddyri Skipulagsstofnunar. Kynningarfundur var haldinn í Þverholti 2 þann 08.06.2022. Athugasemdafrestur var frá 12.05.2022 til og með 27.06.2022. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti HEF, dags. 31.05.2022, Veitum, dag. 03.06.2022, Minjastofnun Íslands, dags. 09.06.2022 og Landsneti, dags. 28.06.2022.
Afgreiðsla 569. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 809. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 12. ágúst 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #569
Skipulagsnefnd samþykkti á 562. fundi sínum að auglýsa til umsagnar og athugasemda breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar fyrir miðbæjarreitinn 116-M. Breytingin felur í sér að leiðrétta töflu aðalskipulags og fjölga heimildir fyrir áætlaða uppbyggingu íbúða í miðbænum. Breyting samræmist þróun miðbæjarins og skilgreinir nú betur uppbyggingu við Bjarkarholt samkvæmt deiliskipulagsbreytingu svæðis sem auglýst var samhliða. Breytingin var kynnt á vef Mosfellsbæjar, Lögbirtingablaðinu, Mosfellingi og í anddyri Skipulagsstofnunar. Kynningarfundur var haldinn í Þverholti 2 þann 08.06.2022. Athugasemdafrestur var frá 12.05.2022 til og með 27.06.2022. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti HEF, dags. 31.05.2022, Veitum, dag. 03.06.2022, Minjastofnun Íslands, dags. 09.06.2022 og Landsneti, dags. 28.06.2022.
Lagt fram og kynnt. Skipulagfulltrúa falin áframhaldandi vinna máls.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.- FylgiskjalKynningarfundur íbúa vegna skipulagsbreytinga miðsvæða.pdfFylgiskjalAuglýsing af vef vegna skipulagsbreytingar.pdfFylgiskjalUmsögn Minjastofnunar - 116M aðalskipulagsbreyting.pdfFylgiskjalUmsögn HEF - 116M aðalskipulagsbreyting.pdfFylgiskjalUmsögn Landsnets - 116M aðalskipulagsbreyting.pdfFylgiskjalUmsögn Veitna - 116M aðalskipulagsbreyting.pdfFylgiskjalMiðsvæði 116-M Aðalskipulagsbreyting A1.pdf
- 23. mars 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #801
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu breyting á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 þar uppfærðar eru heimildir um uppbyggingu íbúða á miðsvæði 116-M.
Afgreiðsla 562. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 801. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 18. mars 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #562
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu breyting á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 þar uppfærðar eru heimildir um uppbyggingu íbúða á miðsvæði 116-M.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði send Skipulagsstofnun til athugunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og síðar auglýst í samræmi við 31. gr. sömu laga. Samþykkt með fjórum atkvæðum.
- 9. mars 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #800
Skipulagsnefnd samþykkti á 557. fundi sínum að kynna skipulagslýsingu fyrir aðal- og deiliskipulagsbreytingu á miðsvæði Mosfellsbæjar 116-M. Umsagnafrestur var frá 03.02.2022 til og með 21.02.2022. Lagðar eru fram til kynningar umsagnir sem bárust frá Skipulagsstofnun, dags. 09.02.2022, Landsneti, dags. 25.02.2022, Svæðisskipulagsnefnd SSH, dags. 25.02.2022, Heilbrigðiseftirliti HEF, dags. 28.02.2022 og Minjastofnun Íslands, dags. 02.03.2022.
Afgreiðsla 560. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 800. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 4. mars 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #560
Skipulagsnefnd samþykkti á 557. fundi sínum að kynna skipulagslýsingu fyrir aðal- og deiliskipulagsbreytingu á miðsvæði Mosfellsbæjar 116-M. Umsagnafrestur var frá 03.02.2022 til og með 21.02.2022. Lagðar eru fram til kynningar umsagnir sem bárust frá Skipulagsstofnun, dags. 09.02.2022, Landsneti, dags. 25.02.2022, Svæðisskipulagsnefnd SSH, dags. 25.02.2022, Heilbrigðiseftirliti HEF, dags. 28.02.2022 og Minjastofnun Íslands, dags. 02.03.2022.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsfulltrúa falin áframhaldandi vinna málsins.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 26. janúar 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #797
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu skipulagslýsing fyrir aðal- og deiliskipulagsbreytingu á miðsvæði Mosfellsbæjar er varðar uppbyggingu íbúða.
Afgreiðsla 557. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 797. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 21. janúar 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #557
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu skipulagslýsing fyrir aðal- og deiliskipulagsbreytingu á miðsvæði Mosfellsbæjar er varðar uppbyggingu íbúða.
Skipulagsnefnd samþykkir að kynna skuli skipulagslýsingu fyrir aðal- og deiliskipulagsbreytingar á miðsvæði 116-M til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.