Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

23. ágúst 2024 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Valdimar Birgisson (VBi) formaður
  • Sævar Birgisson (SB) varaformaður
  • Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) varamaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varamaður
  • Guðmundur Hreinsson (GH) áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Jóhanna B. Hansen sviðsstjóri umhverfissviðs

Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að taka inn með af­brigð­um dag­skrárlið nr. 1, Stækkun og breytingar á Hlíðavelli - aðal- og deiliskipulag austurhluta.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Stækk­un og breyt­ing­ar á Hlíða­velli - aðal- og deili­skipu­lag aust­ur­hluta202408291

    Lögð er fram til kynningar og umræðu nefndar tillaga og drög að skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag og aðalskipulagsbreytingu á austurhluta Hlíðavallar, í samræmi við afgreiðslu á 610. fundi nefndarinnar. Um er að ræða tillögu að breytingu núverandi vallar og brauta auk stækkunar íþróttasvæðisins til austurs, í aðalskipulagi. Samkvæmt lýsingu er meginmarkmið skipulagsgerðarinnar að draga úr og lágmarka hættu á líkams- og eignatjóni án þess að skerða gæði vallarins. Fyrirhugað er að gera nýjar golfbrautir utan og austan núverandi íþróttasvæðis, sem skapar svigrúm til að fækka, snúa og hliðra eldri brautum fjær húsum og öðrum útivistarstígum.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að fela formanni skipu­lags­nefnd­ar og skipu­lags­full­trúa að funda með ráð­gjafa og hag­að­il­um golf­klúbbs­ins til þess að klára fyr­ir­liggj­andi drög til kynn­ing­ar.

    • 2. Korputún 1-11 og 2-8 - deili­skipu­lags­breyt­ing202401584

      Skipulagsnefnd samþykkti á 610. fundi sínum að kynna breytingu á deiliskipulagi Korputúns samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur fyrst og fremst í sér sameiningu reita A og B auk þess sem gerðar eru breytingar á byggingareitum á A-B og reit D. Tillagan var auglýst og gögn gerð aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, mos.is, Skipulagsgáttinni, Lögbirtingablaðinu og Mosfellingi. Athugasemdafrestur var frá 24.05.2024 til og með 08.07.2024. Umsagnir bárust frá Reykjavíkurborg, dags. 06.06.2024, Veitum ohf, dags. 18.06.2024, Verkefnastofu Borgarlínu hjá Vegagerðinni, dags. 04.07.2024 og Heilbrigðiseftirlitinu HEF, dags. 08.07.2024.

      Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að fela skipu­lags­full­trúa áfram­hald­andi vinnu máls og und­ir­búa svörun at­huga­semda í sam­ræmi við um­ræð­ur.

    • 3. Langi­tangi 11-13 - deili­skipu­lags­breyt­ing202402282

      Skipulagsnefnd samþykkti á 612. fundi sínum að kynna breytingu á deiliskipulagi fyrir Langatanga 11-13 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur fyrst og fremst í sér að aðlaga byggingaráform betur aðstæðum lands og lóðar. Jafnframt er íbúðum fjölgað um 16, byggingarmagn ofanjarðar er minnkað og heimildir auknar í bílakjallara. Í stað tveggja fjölbýla er byggingarkroppum skipt upp í þrennt, þeir færðir fjær byggð við Hamraborg, hæð hluta bygginga lækkuð, skilmálar settir um stiga- og lyftukjarna auk nýrra ákvæða um hönnun og uppbrot húsa. Tenging lóðar við Langatanga endurskoðuð, innkeyrsla bílakjallara færð og skilmálar fyrir bílastæði uppfærðir. Tillagan var auglýst og gögn gerð aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, mos.is, Skipulagsgáttinni, Lögbirtingablaðinu og Mosfellingi. Athugasemdafrestur var frá 27.06.2024 til og með 12.08.2024. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirlitinu HEF, dags. 12.08.2024 og Sölva Davíðssyni, f.h. Festis hf, lóðarhafa að Langatanga 3, dags. 12.08.2024. Veitur ohf. og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gera ekki athugasemdir.

      Þar sem eng­ar efn­is­leg­ar at­huga­semd­ir bár­ust sam­þykk­ir skipu­lags­nefnd með 5 at­kvæð­um deili­skipu­lagstil­lög­una. Deili­skipu­lag­ið skal hljóta af­greiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og sent Skipu­lags­stofn­un til yf­ir­ferð­ar.

    • 4. At­hafna­svæði sunn­an Fossa­veg­ar við Tungu­mela - nýtt deili­skipu­lag202404272

      Skipulagsnefnd samþykkti á 610. fundi sínum að kynna skipulagslýsingu athafnasvæðis í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Verklýsingin fjallar um nýtt athafnarsvæði 202-A, að Tungumelum, í samræmi við Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030. Samkvæmt lýsingu er markmið deiliskipulagsins að koma fyrir fjölbreyttum atvinnulóðum og útfæra gatnakerfi með góða tengingu við Hringveg. Tillagan var auglýst og gögn gerð aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, mos.is, Skipulagsgáttinni og Mosfellingi. Umsagnafrestur verklýsingar var frá 04.06.2024 til og með 02.07.2024. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, dags. 11.06.2024, Veitum ohf., dags. 19.06.2024, Skipulagsstofnun, dags. 24.06.2024, Helgafellsásum ehf., dags. 25.06.2024, Heilbrigðiseftirlitinu HEF, dags. 02.07.2024, Náttúrufræðistofnun Íslands, dags. 02.07.2024 og Vegagerðinni, dags. 02.07.2024.

      Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að fela skipu­lags­full­trúa áfram­hald­andi vinnu máls auk sam­skipta við land­eig­anda og hönn­uði.

    • 5. Ála­nes­skóg­ur - deili­skipu­lags­breyt­ing Ála­fosskvos­ar202402385

      Skipulagsnefnd samþykkti á 609. fundi sínum að kynna breytingu á deiliskipulagi við Álafosskvos vegna stækkunar á mörkum deiliskipulagsins um Álanesskóg, samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Markmiðið er að skilgreina frekar áætlanir og heimildir til framkvæmda, grisjunar og viðhalds skógarins. Tillagan var auglýst og gögn gerð aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, mos.is, Skipulagsgáttinni, Lögbirtingablaðinu og Mosfellingi Athugasemdafrestur var frá 09.05.2024 til og með 24.06.2024. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, dags. 19.06.2024 og Minjastofnun Íslands, dags. 11.07.2024.

      Þar sem eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust sam­þykk­ir skipu­lags­nefnd með 5 at­kvæð­um deili­skipu­lagstil­lög­una. Deili­skipu­lag­ið skal hljóta af­greiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og sent Skipu­lags­stofn­un til yf­ir­ferð­ar.

    • 6. Lóð fyr­ir loka­hús milli Völu- og Víði­teigs - deili­skipu­lag202402512

      Skipulagsnefnd samþykkti á 609. fundi sínum að kynna nýtt skipulag fyrir lokahús Mosfellsveitna, samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Markmiðið tillögunnar er stofnun lóðar fyrir lokahús vatnsveitunnar sem falla mun að landmótun og jarðvegsmön í samræmi við teikningar og gögn. Lóðin er staðsett milli athafnasvæðis við Völuteig og íbúðabyggðar við Víðiteig. Tillagan var auglýst og gögn gerð aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, mos.is, Skipulagsgáttinni, Lögbirtingablaðinu og Mosfellingi. Athugasemdafrestur var frá 09.05.2024 til og með 24.06.2024. Umsögn barst frá Minjastofnun Íslands, dags. 21.05.2024.

      Þar sem eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust sam­þykk­ir skipu­lags­nefnd með 5 at­kvæð­um deili­skipu­lagstil­lög­una. Deili­skipu­lag­ið skal hljóta af­greiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og sent Skipu­lags­stofn­un til yf­ir­ferð­ar.

    • 7. Laxa­tunga 109-115 - deili­skipu­lags­breyt­ing202408177

      Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir raðhús að Laxatungu 109-115. Tillagan sýnir breytt lóðamörk og -stærðir að Laxatungu 109 og 111 í samræmi við sátt. Einnig eru breytingar á byggingarreit og lóðamörkum raðhúss 111-115 í samræmi við framkvæmdir.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að kynna og aug­lýsa til um­sagna og at­huga­semda til­lögu að deili­skipu­lags­breyt­ingu í sam­ræmi við 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Breyt­ing­in hef­ur ekki áhrif á notk­un, nýt­ing­ar­hlut­fall, út­lit og um­fang húsa á svæð­inu. Fyr­ir­liggj­andi gögn skulu send aðliggj­andi hag­að­il­um og þing­lýst­um eig­end­um fast­eigna að odda­töl­um Laxa­tungu 97-117 til kynn­ing­ar og at­huga­semda. Auk þess verð­ur breyt­ing að­gengi­leg í Skipu­lags­gátt­inni og á vef Mos­fells­bæj­ar, mos.is.

    • 8. Veð­ur­stöð við Hlíða­völl202406183

      Borist hefur erindi frá Veðurstofu Íslands, dags. 12.08.2024, með ósk um uppsetningu sjálfvirkrar veðurstöðvar við Hlíðavöll á Blikastaðanesi. Staðsetning stöðvarinnar er valin þar sem ólíklegt er talið að gróður eða mannvirki muni taka breytingum í nálægð við stöðina. Um er að ræða 10 m hátt mastur með vindáttar- og vindhraðamæli en lofthita-, loftrakamælar og mælitækjakassi verður í tveggja metra hæð, í samræmi við gögn. Hjálagt er samþykki framkvæmdastjóra Golfklúbbs Mosfellsbæjar fyrir uppsetningunni.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi ósk um stað­setn­ingu veð­ur­stöðv­ar á óskiptri lóð golf­vall­ar­ins. Er­ind­inu er vísað til úr­lausn­ar á um­hverf­is­sviði, hjá lög­manni og bygg­ing­ar­full­trúa.

    • 9. Er­indi vegna um­ferðarör­ygg­is í Ástu-Sóllilju­götu202406159

      Borist hefur erindi frá Öglu Björk Róbertsdóttur, f.h. íbúa við Ástu-Sólliljugötu, dags. 10.07.2024, með ósk um úrbætur á umferðaröryggi barna í götunni. Í samræmi við erindi eru tillögur í þess efnis að sett verði upp hraðahindrun. Hjálagt er minnisblað og rýni umferðarráðgjafa EFLU verkfræðistofu vegna Ástu-Sólliljugötu.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til úr­vinnslu á um­hverf­is­sviði. Nefnd­in ósk­ar eft­ir til­lögu um­hverf­is­sviðs að úr­bót­um á næsta fundi nefnd­ar­inn­ar.

    • 10. Desja­mýri og Flugu­mýri - Um­ferð­ar­skilti og merk­ing­ar202408030

      Lögð er fram tillaga Dóru Lindar Pálmarsdóttur, leiðtoga umhverfis og framkvæmda, dags. 07.08.2024 um umferðarskilti og -merkingar á athafnasvæði Desja- og Flugumýri. Hjálagðir eru uppdrættir og skýringarmyndir umferðarráðgjafa EFLU verkfræðistofu.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um út­færslu að um­ferð­ar­merk­ing­um í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi gögn.

    • 11. Í Sól­valla­landi 125402 - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi - Flokk­ur 2202406145

      Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Þorgeiri Jónssyni, f.h. 44 ehf., um stækkun húss og breytta skráningu að Sólvallalandi L125402 í samræmi við framlögð gögn. Sótt er um 33,4 m² stækkun í samræmi við gögn og að skráðu frístundahúsi verði breytt í íbúðarhús/einbýli. Erindinu var vísað til umsagnar og afgreiðslu skipulagsnefndar á 524. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að heim­ila bygg­ing­ar­full­trúa að af­greiða er­indi og gefa út bygg­ing­ar­leyfi þeg­ar að um­sókn sam­ræm­ist lög­um um mann­virki nr. 160/2010, bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012 og kynnt­um gögn­um. Með vís­an í for­dæmi um breytta notk­un og skrán­ingu frí­stunda­húsa inn­an þétt­býl­is Mos­fells­bæj­ar og ákvæða gild­andi að­al­skipu­lags 2011-2030 um stök íbúð­ar­hús á óbyggð­um svæð­um, er heim­ilt að byggja við og end­ur­nýja hús­ið. Skipu­lags­nefnd árétt­ar þó að að­koma húss­ins er víkj­andi þar sem hún á sér ekki stoð í sam­þykktu deili­skipu­lagi né þing­lýst­um gögn­um L174024. Að­kom­an þver­ar í dag skipu­lagð­an sam­fé­lags­þjón­ust­ur­eit S-322. Hús- og land­eig­andi mun bera ábyrgð á fram­kvæmd og kostn­aði nýrr­ar að­komu á síð­ari stig­um, er það for­senda breyttr­ar skrán­ing­ar húss. Eig­andi og um­sækj­andi ger­ir sér grein fyr­ir að hið ný­skráða íbúð­ar­hús í Sól­valla­landi L125402 mun vera ná­lægt nýj­um Kóngs-/Hafra­vatns­vegi sam­kvæmt skipu­lagi.

    • 12. Fossa­tunga 33 - ósk um deili­skipu­lags­breyt­ingu202408221

      Borist hefur ósk í formi tillögu aðaluppdrátta frá Ragnari Magnússyni, dags. 03.04.2024, fyrir hönd lóðarhafa, um deiliskipulagsbreytingu að Fossatungu 33 í samræmi við gögn. Óskað er eftir því að stækka lóð til austurs og norðurs, breyta einnar hæðar einbýlishúsi í tveggja hæða parhús og auka byggingarmagn úr 282,4 m2 samkvæmt úthlutun, í 564,8 m2 A-B rými. Hjálagt er minnisblað skipulagsfulltrúa um skipulag og lóðaúthlutun.

      Skipu­lags­nefnd synj­ar með 5 at­kvæð­um ósk um­sækj­anda um breytt skipu­lag. Til­laga sam­ræm­ist ekki rétt­mæt­um vænt­ing­um til­boðs­gjafa til upp­bygg­ing­ar lóð­ar­inn­ar í sam­ræmi út­hlut­un­ar­skil­mála og gögn. Mál­inu og sam­skipt­um er vísað til um­hverf­is­sviðs.

    • 13. Óskots­veg­ur 42 L125474 - ósk um að­al­skipu­lags­breyt­ingu202407160

      Borist hefur erindi frá Ólafi Hjördísarsyni Jónssyni, f.h. landeiganda að Óskotsvegi 42, dags. 12.07.2024, með ósk um aðalskipulagsbreytingu um að breyta "óbyggðu landi" í "frístundabyggð", í samræmi við gögn.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að vísa er­indi og ósk til um­sagn­ar á um­hverf­is­sviði.

    • 14. Breyt­ing á Að­al­skipu­lagi Reykja­vík­ur 2040 - Stak­ar bygg­ing­ar á opn­um svæð­um í Hólms­heiði og aust­an­verð­um Úlfarsár­dal202407189

      Lögð er fram til kynningar verklýsing vegna fyrirhugaðar breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 varðandi heimildir um byggingu stakra húsa á opnum svæðum, einkum á svæðum OP15 í Hólmsheiði og OP28 í innanverðum Úlfarsárdal. Samkvæmt lýsingu eru breytingar ekki umfangsmiklar og takmarkast fyrst og fremst við núverandi landskika innan umræddra svæða og eru í einkaeigu. Þær fela í sér að skerpt er á núverandi heimildum og réttindum lóðarhafa og húseigenda. Á svæði OP15 í Hólmsheiði, sem eru utan þéttbýlismarka Reykjavíkur og er hluti Græna trefilsins, er megin landnotkun til framtíðar útivist, frístundaiðja og skógrækt. Gögnin eru til kynningar í skipulagsgáttinni sbr. 1. og 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnafrestur verklýsingar var frá 18.07.2024 til og með 15.08.2024.

      Frestað vegna tíma­skorts.

      • 15. Breyt­ing á Að­al­skipu­lagi Reykja­vík­ur 2040 - Álfsnes, Esju­mel­ar - End­ur skil­grein­ing iðn­að­ar- og at­hafna­svæða202407190

        Lögð er fram til kynningar verklýsing vegna fyrirhuguð breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 er varðar endurskoðun stefnu um iðnaðar- og athafnasvæði á umræddum svæðum lýtur að mögulegri endur skilgreiningu þeirra út frá starfsemi og hlutverki, stækkun einstakra svæða, mögulega minnkun annarra og skilgreiningu nýrra atvinnusvæða. Jafnframt er lögð fram áætlun um hvernig standa skuli að umhverfismati breytinganna. Samkvæmt lýsingu er stefna um uppbyggingu iðnaðar- og athafnasvæða á Álfsnesi og Esjumelum í AR2040 er í takti við þá áherslu að iðnaðarstarfsemi, á eldri atvinnusvæðum sem hafa miðlæga legu, víki fyrir þéttari og blandaðri byggð. Það er í samræmi við megin markmið um sjálfbæra borgarþróun og vistvænar samgöngur, að landfrek atvinnustarfsemi þar sem fá störf eru á flatarmál lands, víki til útjaðra byggðarinnar. Gögn eru til kynningar í skipulagsgáttinni sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lög nr. 111/2021 um umhverfismat áætlana. Umsagnafrestur verklýsingar var frá 18.07.2024 til og með 01.09.2024.

        Frestað vegna tíma­skorts.

        • 16. Breyt­ing á Að­al­skipu­lagi Reykja­vík­ur 2040 - Kjal­ar­nes og dreif­býl svæði202407187

          Lögð er fram til kynningar verklýsing vegna fyrirhugaðar breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 þar sem ætlunin er að beina einkum sjónum að stefnuákvæðum aðalskipulagsins um landbúnaðarsvæði og önnur strjálbyggð svæði, opin svæði og óbyggð. Sérstök áhersla verður á Kjalarnesið, þ.m.t. Grundarhverfið. Jafnhliða því er lögð fram áætlun um hvernig standa skuli að umhverfismati breytinganna. Samkvæmt lýsingu er grundvallar markmið væntanlegra tillagna er að skerpa á ákvæðum um þróun byggðar á Kjalarnesinu og stuðla að breytingum sem efla byggð, mannlíf og náttúru á svæðinu. Gögn eru til kynningar í skipulagsgáttinni sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lög nr. 111/2021 um umhverfismat áætlana. Umsagnafrestur verklýsingar var frá 18.07.2024 til og með 15.09.2024

          Frestað vegna tíma­skorts.

          • 17. Lofts­lags­stefna fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið202106232

            Lögð er fram til kynningar skýrsla um útreikning á losun og kolefnisspori höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2022 ásamt skýrslu um innleiðingu á loftlagsstefnu höfuðborgarsvæðisins, sem báðar eru unnar í tengslum við innleiðingu á loftslagsstefnu höfuðborgarsvæðisins. Skýrslunni var vísað tilkynningar í skipulagsnefnd á 1631. fundi bæjarráðs.

            Frestað vegna tíma­skorts.

          Fundargerðir til kynningar

          • 18. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 524202406020F

            Fundargerð lögð fram til kynningar.

            Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

            • 18.1. Að­altún 2-4 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2, 202401629

              Arn­ar­bakki ehf. Huldu­braut 48 Kópa­vogi sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu par­hús á einni hæð á lóð­inni Að­altún nr. 2 og 4 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
              Stærð­ir Að­altún 2: Íbúð 122,0 m², 366,54 m³.
              Stærð­ir Að­altún 4: Íbúð 131,9 m², 401,36 m³.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Lagt fram.

            • 18.2. Bugðufljót 17 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2, 202405496

              Jó­hann Á. Guð­laugs­son ehf. Vest­ur­braut 22 Stykk­is­hólmi sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Bugðufljót nr. 17c, mhl. 02 - rými 02 0201 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Bætt er við milli­lofti. Stærð­ir: Milli­loft 46,4 m².

              Niðurstaða þessa fundar:

              Lagt fram.

            • 18.3. Bugðufljót 17 - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi - Flokk­ur 2 202405497

              Múr­mann ehf. Gerplustræti 17 sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Bugðufljót nr. 17c, mhl. 02 - rými 02 0209 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Bætt er við milli­lofti. Stærð­ir: Milli­loft 46,5 m².

              Niðurstaða þessa fundar:

              Lagt fram.

            • 18.4. Bugðufljót 17 - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi - Flokk­ur 2 202405498

              BF17 ehf. Bílds­höfða 14 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Bugðufljót nr. 17c, mhl. 02 - rými 02 0208 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Bætt er við milli­lofti. Stærð­ir: Milli­loft 46,5 m².

              Niðurstaða þessa fundar:

              Lagt fram.

            • 18.5. Bugðufljót 17 - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi - Flokk­ur 2 202405499

              BF17 ehf. Bílds­höfða 14 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Bugðufljót nr. 17c, mhl. 02 - rými 02 0207 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Bætt er við milli­lofti. Stærð­ir: Milli­loft 46,5 m².

              Niðurstaða þessa fundar:

              Lagt fram.

            • 18.6. Bugðufljót 17 - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi - Flokk­ur 2 202405500

              BF17 ehf. Bílds­höfða 14 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Bugðufljót nr. 17c, mhl. 02 - rými 02 0206 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Bætt er við milli­lofti. Stærð­ir: Milli­loft 46,5 m².

              Niðurstaða þessa fundar:

              Lagt fram.

            • 18.7. Bugðufljót 17 - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi - Flokk­ur 2 202405501

              BF17 ehf. Bílds­höfða 14 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Bugðufljót nr. 17c, mhl. 02 - rými 02 0204 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Bætt er við milli­lofti. Stærð­ir: Milli­loft 46,5 m².

              Niðurstaða þessa fundar:

              Lagt fram.

            • 18.8. Í Sól­valla­landi 125402 - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi - Flokk­ur 2 202406145

              44 ehf. Reyr­engi 45 Reykja­vík sæk­ir um stækk­un frí­stunda­húss á lóð­inni Í Sól­valla­landi L125402 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Einn­ig er sótt um að breyta skrán­ingu úr frí­stunda­húsi í íbúð­ar­hús. Stækk­un: 33,4 m², 95,0 m³.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Lagt fram.

            • 18.9. Úr landi Mið­dals 125210 - Um­sókn um stöðu­leyfi 202405445

              Arnór Sveins­son Vest­ur­túni 34 Garða­bæ sæk­ir um stöðu­leyfi frá 7.06.2024 - 2.09.2024 fyr­ir 24 m² smá­hýsi á lóð­inni Úr landi Mið­dals L125210 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Lagt fram.

            • 18.10. Úr Úlfars­fellslandi 125497 - Fyr­ir­spurn um bygg­ing­ar­heim­ild - Flokk­ur 1, 202405044

              Jón Þor­geir Kristjáns­son Óð­ins­ga­ötu 2 Reykja­vík ósk­ar eft­ir af­stöðu bygg­ing­ar­full­trúa til áforma um stækk­un frí­stunda­húss á lóð­inni Úr Úlfars­fellslandi L125497 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Lagt fram.

            • 19. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 525202406027F

              Fundargerð lögð fram til kynningar.

              Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

              • 19.1. Hraðastað­ir 6 123671 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1, 202403002

                Bjarni Bjarna­son Hraða­stöð­um 6 sæk­ir um leyfi til að end­ur­byggja gesta­hús á lóð­inni Hraðastað­ir nr. 6 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                Stærð­ir breyt­ast ekki.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Lagt fram.

              • 19.2. Sel­merk­ur­veg­ur 14 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild - Flokk­ur 1, 202406076

                Ó.K. gröf­ur ehf. Askalind 7 Kóða­vogi sækja um leyfi til að byggja úr timbri frí­stunda­hús á lóð­inni Sel­merk­ur­veg­ur nr. 14 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 130,0 m², 451,8 m³.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Lagt fram.

              • 19.3. Sel­merk­ur­veg­ur 38 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild - Flokk­ur 1, 202406132

                Eyþór Guð­laugs­son Efsta­sundi 29 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri frí­stunda­hús á lóð­inni Sel­merk­ur­veg­ur nr. 38 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 129,9 m², 334,4 m³.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Lagt fram.

              • 20. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 526202407005F

                Fundargerð lögð fram til kynningar.

                Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

                • 20.1. Bugðufljót 6 - um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi 202402367

                  Brú­arfljót ehf. Tóna­hvarfi 3 Kópa­vogi sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu, lím­tré og stein­ull­arein­ing­um þrjú geymslu­hús á lóð­inni Bugðufljót nr. 6 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

                  Stærð­ir mhl 01: 650,1 m², 3.136,9 m³.
                  Stærð­ir mhl 02: 821,8 m², 3.943,3 m³.
                  Stærð­ir mhl 03: 2.778,8 m², 12.577,8 m³.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Lagt fram.

                • 21. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 527202407020F

                  Fundargerð lögð fram til kynningar.

                  Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

                  • 21.1. Bjarg­slund­ur 4 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1, 202407072

                    Sveinn Sveins­son Bjarg­slundi 4 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu bíl­geymslu á lóð­inni Bjarg­slund­ur nr. 4 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                    Stærð­ir: Bíl­geymsla 41,0 m², 104,78 m³.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Lagt fram.

                  • 21.2. Hamra­brekk­ur 3 - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202407009

                    Þór­hall­ur Hall­dórs­son Kvísl­artungu 33 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu og timbri tveggja hæða frí­stunda­hús á lóð­inni Hamra­brekk­ur nr. 3 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                    Stærð­ir: Frí­stunda­hús 130,0 m², 539,5 m³.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Lagt fram.

                  • 21.3. Mið­dal­ur I Heið­ar­land - Um­sókn um stöðu­leyfi 202406703

                    Orku­veita Reykja­vík­ur Bæj­ar­hálsi 1 Reykja­vík sæk­ir um stöðu­leyfi fyr­ir tvo 40 feta gáma með bún­aði til veð­ur­at­hug­ana á land­inu Mið­dal­ur - Heið­ar­land I, land­núm­er L224003 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Lagt fram.

                  • 21.4. Reyk­holt 124940 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1, 202407065

                    Ág­úst Hlyn­ur Guð­munds­son sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri stak­stætt hús til íbúð­ar á lóð­inni Reyk­holt nr.L124940 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 35,0 m², 67,2 m³.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Lagt fram.

                  • 21.5. Reykja­hvoll 35 - um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi 202406644

                    Snædís Sif Bene­dikts­dótt­ir Reykja­hvoli 35 sæk­ir um lyfi til að stækka nú­ver­andi sól­skála við ein­býl­is­hús á lóð­inni Reykja­hvoll nr. 35 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                    Stækk­un: 3,8 m², 11,0 m³.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Lagt fram.

                  • 21.6. Skóla­braut 6-10 (nið­urrif kennslu­st) - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202406650

                    Mos­fells­bær Þver­holti 2 sæk­ir um leyfi til að fjar­lægja tvær fær­an­leg­ar kennslu­stof­ur, mhl 09 og 12, af lóð­inni Skóla­braut nr. 6-10 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                    Fjar­lægt bygg­ing­armagn mhl 09: -144,0 m², -417,7 m³.
                    Fjar­lægt bygg­ing­armagn mhl 12: -122,3 m², -366,9 m³.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Lagt fram.

                  • 21.7. Sel­merk­ur­veg­ur 16 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild 202406631

                    Ó.K. gröf­ur ehf. Askalind 7 Kópa­vogi sækja um leyfi til að byggja úr timbri frí­stunda­hús lóð­inni Sel­merk­ur­veg­ur nr. 16 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: Frí­stunda­hús 66,0 m², 222,1 m³.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Lagt fram.

                  • 22. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 528202408001F

                    Fundargerð lögð fram til kynningar.

                    Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

                    • 22.1. Arn­ar­tangi 55 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1, 202403511

                      Sól­veig Ragna Guð­munds­dótt­ir Arn­ar­tanga 55 sæk­ir um leyfi til að byggja við and­dyri rað­húss á lóð­inni Arn­ar­tangi nr. 55 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi var grennd­arkynnt, grennd­arkynn­ingu lauk 31.07.2024, eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust. Stækk­un: 3,5 m², 15,8 m³.

                      Niðurstaða þessa fundar:

                      Lagt fram.

                    • 22.2. Hraðastað­ir 6 - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202407101

                      Bjarni Bjarna­son Hraða­stöð­um 6 sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri stak­stætt hús til íbúð­ar á lóð­inni Hraðastað­ir nr. 6 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 47,9 m², 173,2 m³.

                      Niðurstaða þessa fundar:

                      Lagt fram.

                    • 22.3. Þver­holt 2 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202301343

                      Lucky Luke ehf. Þver­holti 2 sæk­ir um leyfi til breyt­inga innra skipu­lags versl­un­ar­hús­næð­is, eign­ar­hluti 0007, lóð­inni Þver­holt nr. 2 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

                      Niðurstaða þessa fundar:

                      Lagt fram.

                    • 23. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 80202407013F

                      Fundargerð lögð fram til kynningar.

                      Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

                      • 23.1. Hrafns­höfði 7 - breyt­ing á notk­un hús­næð­is 202404325

                        Skipu­lags­nefnd sam­þykkti á 610. fundi sín­um að grennd­arkynna um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi og bygg­ingaráform vegna brættr­ar notk­un­ar og út­lits­breyt­ing­ar fyr­ir Hrafns­höfða 7. Breyta á skráð­um bíl­skúr rað­húss í íveru­rými; þvotta­hús og tóm­stunda­her­bergi. Einn­ig verð­ur bíl­skúrs­hurð skipt út fyr­ir glugga, í sam­ræmi við gögn. Til­laga að breyt­ingu var kynnt og gögn höfð að­gengi­leg á vef sveit­ar­fé­lags­ins, mos.is, og aug­lýst með kynn­ing­ar­bréfi auk gagna sem send voru til þing­lýstra eig­enda að Hrafns­höfða 1-11. At­huga­semda­frest­ur var frá 13.06.2024 til og með 15.07.2024. Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.

                        Niðurstaða þessa fundar:

                        Lagt fram.

                      • 23.2. Hamra­brekk­ur 4 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild - Flokk­ur 1, 202401588

                        Borist hafa breytt­ir að­al­upp­drætt­ir með um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi frá Árna Frið­riks­syni, f.h. Eg­ils Þór­is Ein­ars­son­ar, vegna ný­bygg­ing­ar frí­stunda­húss að Hamra­brekk­um 4. Um er að ræða 129,9 m² einn­ar hæð­ar timb­ur­hús, í sam­ræmi við gögn. Teikn­ing­ar sýna til­færslu húss og bíla­stæða um 7,5 m til aust­urs og 2,5 m til suð­urs, nær lóð­um að Hamra­brekk­um 3, 5 og 6. Fyrri að­al­upp­drætt­ir voru grennd­arkynnt­ir frá 27.03.2024 til og með 30.04.2024.

                        Niðurstaða þessa fundar:

                        Lagt fram.

                      • 24. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 81202407019F

                        Fundargerð lögð fram til kynningar.

                        Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

                        • 24.1. Korputún Blikastað­ir - þjón­ustu- og at­hafna­svæði, gatna­gerð 202208665

                          Borist hef­ur um­sókn um fram­kvæmda­leyfi frá verk­efna­stjóra á um­hverf­is­sviði, dags. 25.07.2024, fyr­ir gatna­gerð 1. áfanga Korpu­túns; versl­un­ar, þjón­ustu- og at­hafna­svæð­is í Blikastaðalandi við Kor­p­úlfs­staða­veg. Fram­kvæma á um 340 m veg sam­síða Vest­ur­lands­vegi frá Kor­púls­staða­vegi til suð­urs, í sam­ræmi við gögn. Um er að ræða gatna- og stíga­gerð, lagna­vinnu frá­veitu og vatns­veitu ásamt of­an­vatns­rás­um og út­rás­um. Fram­kvæmd­in fel­ur enn frem­ur í sér að leggja dreifi­kerfi fyr­ir Hita­veitu Mos­fells­bæj­ar, Veit­ur, Mílu og Ljós­leið­ar­ann. Áætl­að­ur fram­kvæmda­tími er frá ág­úst 2024 til maí 2025. Fram­kvæmda­stjórn og um­sjón verð­ur hjá um­hverf­is­sviði Mos­fells­bæj­ar.
                          Bæj­ar­ráð stað­festi á 1633. fundi sín­um að ganga til samn­inga við fram­kvæmdarað­ila í sam­ræmi við nið­ur­stöð­ur út­boðs.

                          Niðurstaða þessa fundar:

                          Lagt fram.

                        • 25. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 82202407022F

                          Fundargerð lögð fram til kynningar.

                          Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

                          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00