Mál númer 202208665
- 23. ágúst 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #614
Borist hefur umsókn um framkvæmdaleyfi frá verkefnastjóra á umhverfissviði, dags. 25.07.2024, fyrir gatnagerð 1. áfanga Korputúns; verslunar, þjónustu- og athafnasvæðis í Blikastaðalandi við Korpúlfsstaðaveg. Framkvæma á um 340 m veg samsíða Vesturlandsvegi frá Korpúlsstaðavegi til suðurs, í samræmi við gögn. Um er að ræða gatna- og stígagerð, lagnavinnu fráveitu og vatnsveitu ásamt ofanvatnsrásum og útrásum. Framkvæmdin felur enn fremur í sér að leggja dreifikerfi fyrir Hitaveitu Mosfellsbæjar, Veitur, Mílu og Ljósleiðarann. Áætlaður framkvæmdatími er frá ágúst 2024 til maí 2025. Framkvæmdastjórn og umsjón verður hjá umhverfissviði Mosfellsbæjar. Bæjarráð staðfesti á 1633. fundi sínum að ganga til samninga við framkvæmdaraðila í samræmi við niðurstöður útboðs.
Lagt fram.
- 14. ágúst 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #854
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til að ganga til samninga við lægstbjóðanda í útboði um 1. áfanga gatnagerðar og lagna við Korputún, athafnasvæði við Blikastaði.
Afgreiðsla 1633. fundar bæjarráðs samþykkt á 854. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 14. ágúst 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #854
Óskað er heimildar bæjarráðs til að fara í útboð á 1. áfanga gatnagerðar við Korputún vegna uppbyggingar athafnasvæðis í Blikastaðalandi.
Afgreiðsla 1630. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 854. fundi bæjarstjórnar.
- 14. ágúst 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #854
Óskað er heimildar bæjarráðs til að fara í útboð á 1. áfanga gatnagerðar við Korputún vegna uppbyggingar athafnasvæðis í Blikastaðalandi.
Afgreiðsla 1630. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 854. fundi bæjarstjórnar.
- 14. ágúst 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #854
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til að ganga til samninga við lægstbjóðanda í útboði um 1. áfanga gatnagerðar og lagna við Korputún, athafnasvæði við Blikastaði.
Afgreiðsla 1633. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 854. fundi bæjarstjórnar.
- 25. júlí 2024
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa #81
Borist hefur umsókn um framkvæmdaleyfi frá verkefnastjóra á umhverfissviði, dags. 25.07.2024, fyrir gatnagerð 1. áfanga Korputúns; verslunar, þjónustu- og athafnasvæðis í Blikastaðalandi við Korpúlfsstaðaveg. Framkvæma á um 340 m veg samsíða Vesturlandsvegi frá Korpúlsstaðavegi til suðurs, í samræmi við gögn. Um er að ræða gatna- og stígagerð, lagnavinnu fráveitu og vatnsveitu ásamt ofanvatnsrásum og útrásum. Framkvæmdin felur enn fremur í sér að leggja dreifikerfi fyrir Hitaveitu Mosfellsbæjar, Veitur, Mílu og Ljósleiðarann. Áætlaður framkvæmdatími er frá ágúst 2024 til maí 2025. Framkvæmdastjórn og umsjón verður hjá umhverfissviði Mosfellsbæjar. Bæjarráð staðfesti á 1633. fundi sínum að ganga til samninga við framkvæmdaraðila í samræmi við niðurstöður útboðs.
Með vísan í afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa, í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, samþykkir skipulagsfulltrúi útgáfu framkvæmdaleyfis í samræmi við 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, mun hann annast útgáfu þess. Veitt er leyfi fyrir gatnagerð 1. áfanga í samræmi við fyrirliggjandi hönnunargögn Verkís samkvæmt 7. gr. sömu reglugerðar og gildandi deiliskipulagi Korputúns (Deiliskipulag verslunar, þjónustu- og athafnasvæðis í Blikastaðalandi) staðfest 18.01.2023.
- 11. júlí 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1633
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til að ganga til samninga við lægstbjóðanda í útboði um 1. áfanga gatnagerðar og lagna við Korputún, athafnasvæði við Blikastaði.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda að því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 10 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
- 20. júní 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1630
Óskað er heimildar bæjarráðs til að fara í útboð á 1. áfanga gatnagerðar við Korputún vegna uppbyggingar athafnasvæðis í Blikastaðalandi.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að heimila útboð á 1. áfanga gatnagerðar við Korputún vegna uppbyggingar athafnasvæðis.