Mál númer 202407101
- 6. september 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #615
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Bjarna Bjarnasyni vegna íveruhúss innan 5.068 m² lóðar að Hraðastöðum 6. Um er að ræða stakstætt 47,9 m² timburhús til íbúðar, í samræmi við fundargerð byggingarfulltrúa og gögn. Umsókn byggir á skráningu mannvirkis þar sem hús hefur þegar verið byggt. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa á 528. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir lóðina.
Lagt fram.
- 29. ágúst 2024
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa #83
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Bjarna Bjarnasyni vegna íveruhúss innan 5.068 m² lóðar að Hraðastöðum 6. Um er að ræða stakstætt 47,9 m² timburhús til íbúðar, í samræmi við fundargerð byggingarfulltrúa og gögn. Umsókn byggir á skráningu mannvirkis þar sem hús hefur þegar verið byggt. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa á 528. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir lóðina.
Þar sem að ekki er í gildi deiliskipulag sem uppfyllir ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 samþykkir skipulagsfulltrúi, í samræmi við afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, að byggingarleyfisumsóknin skuli grenndarkynnt skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga á grundvelli ákvæða aðalskipulags Mosfellsbæjar um Mosfellsdal. Fyrirliggjandi gögn skulu send aðliggjandi hagaðilum og þinglýstum eigendum fasteigna og lóða að Hraðastöðum 3, 6, Hraðastaðavegi 9, 11 og Túnfæti L123672 til kynningar og athugasemda. Auk þess verða gögn aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, www.mos.is.
- 23. ágúst 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #614
Bjarni Bjarnason Hraðastöðum 6 sækir um leyfi til að byggja úr timbri stakstætt hús til íbúðar á lóðinni Hraðastaðir nr. 6 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 47,9 m², 173,2 m³.
Lagt fram.
- 2. ágúst 2024
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa #528
Bjarni Bjarnason Hraðastöðum 6 sækir um leyfi til að byggja úr timbri stakstætt hús til íbúðar á lóðinni Hraðastaðir nr. 6 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 47,9 m², 173,2 m³.
Vísað til umsagnar skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúa
þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.