Mál númer 202407009
- 4. október 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #617
Þórhallur Halldórsson Kvíslartungu 33 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri tveggja hæða frístundahús á lóðinni Hamrabrekkur nr. 3 í samræmi við framlögð gögn. Umsókn um byggingarleyfi var grenndarkynnt, grenndarkynningu lauk 6.09.2024, engar athugasemdir bárust. Stærðir: 130,0 m², 539,5 m³.
Lagt fram.
- 20. september 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #616
Skipulagsfulltrúi samþykkti á 82. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi og byggingaráform vegna nýbyggingar frístundahúss að Hamrabrekkum 3. Um er að ræða 130,0 m² tveggja hæða hús úr steinsteypu og timbri. Tillagan var kynnt og gögn höfð aðgengileg á vef sveitarfélagsins, mos.is, og auglýst með kynningarbréfi auk gagna, sem send voru til þinglýstra eigenda lóða að Hamrabrekkum 2, 3, 4, 5, 6 og 7. Athugasemdafrestur var frá 07.08.2024 til og með 06.09.2024. Engar athugasemdir bárust.
Lagt fram.
- 18. september 2024
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa #531
Þórhallur Halldórsson Kvíslartungu 33 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri tveggja hæða frístundahús á lóðinni Hamrabrekkur nr. 3 í samræmi við framlögð gögn. Umsókn um byggingarleyfi var grenndarkynnt, grenndarkynningu lauk 6.09.2024, engar athugasemdir bárust. Stærðir: 130,0 m², 539,5 m³.
Samþykkt. Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.
- 16. september 2024
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa #84
Skipulagsfulltrúi samþykkti á 82. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi og byggingaráform vegna nýbyggingar frístundahúss að Hamrabrekkum 3. Um er að ræða 130,0 m² tveggja hæða hús úr steinsteypu og timbri. Tillagan var kynnt og gögn höfð aðgengileg á vef sveitarfélagsins, mos.is, og auglýst með kynningarbréfi auk gagna, sem send voru til þinglýstra eigenda lóða að Hamrabrekkum 2, 3, 4, 5, 6 og 7. Athugasemdafrestur var frá 07.08.2024 til og með 06.09.2024. Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust við kynnt áform, með vísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, 5.9.4. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, samþykkir skipulagsfulltrúi áformin. Byggingarfulltrúa er heimilt að afgreiða erindi og gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010, byggingarreglugerð nr. 112/2012 og kynntum gögnum.
- 23. ágúst 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #614
Þórhallur Halldórsson Kvíslartungu 33 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri tveggja hæða frístundahús á lóðinni Hamrabrekkur nr. 3 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Frístundahús 130,0 m², 539,5 m³.
Lagt fram.
- 23. ágúst 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #614
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Jakobi Emil Líndal, f.h. Þórhalls Halldórssonar, vegna nýbyggingar frístundahúss að Hamrabrekkum 3. Um er að ræða 130,0 m² tveggja hæða hús úr steinsteypu og timbri, í samræmi við fundargerð byggingarfulltrúa og gögn. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa á 527. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir lóðina.
Lagt fram.
- 1. ágúst 2024
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa #82
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Jakobi Emil Líndal, f.h. Þórhalls Halldórssonar, vegna nýbyggingar frístundahúss að Hamrabrekkum 3. Um er að ræða 130,0 m² tveggja hæða hús úr steinsteypu og timbri, í samræmi við fundargerð byggingarfulltrúa og gögn. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa á 527. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir lóðina.
Þar sem að ekki er í gildi deiliskipulag sem uppfyllir ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 samþykkir skipulagsfulltrúi, í samræmi við afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, að byggingarleyfisumsóknin skuli grenndarkynnt skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga á grundvelli ákvæða aðalskipulags Mosfellsbæjar. Fyrirliggjandi gögn skulu send aðliggjandi hagaðilum og þinglýstum eigendum fasteigna og lóða að Hamrabrekkum 2, 3, 4, 5, 6 og 7 til kynningar og athugasemda. Auk þess verða gögn aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, mos.is.
- 26. júlí 2024
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa #527
Þórhallur Halldórsson Kvíslartungu 33 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri tveggja hæða frístundahús á lóðinni Hamrabrekkur nr. 3 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Frístundahús 130,0 m², 539,5 m³.
Vísað til umsagnar skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.