Mál númer 201412358
- 25. mars 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #646
Styrkbeiðni v. 2015
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar: $line$Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að bæjarstjórn Mosfellsbæjar óski eftir því við bæjarráð að fá aukaframlag úr bæjarsjóði til að hækka árlegan styrk til Stígamóta. Um hækkun styrks til samtakanna gilda svipuð rök og fyrir aukinni fjárveitingu til Kvennaathvarfsins. Árin 2010 til 2014 voru um 3% þeirra sem leituðu til Stígamóta úr Mosfellsbæ. Upphæð styrkveitingar hefur staðið í stað í nokkur ár og er hún ákaflega lág sé tekið mið af þeirri þjónustu sem samtökin veita fórnarlömbum kynferðisofbeldis í Mosfellsbæ. Af þeirri ástæðu leggur Íbúahreyfingin til að styrkurinn verði hækkaður úr kr. 50 þúsund í kr. 150 þúsund á fjárhagsárinu 2015.$line$$line$Málsmeðferðartillaga S-lista:$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingar leggja til að umræðum um hækkun fjárhæða þeirra styrkja sem eru á forræði fjölskyldunefndar verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar næsta árs.$line$$line$Tillagan er samþykkt með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.$line$$line$Bókun D- og V- lista:$line$Vísað er til bókunar undir lið 3.3 í fundargerð fjölskyldunefndar. $line$$line$Afgreiðsla 228. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum gegn einu atkvæði M-lista.
- 18. mars 2015
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #228
Styrkbeiðni v. 2015
Samþykkt með fjórum atkvæðum gegn atkvæði M-lista að veita styrk að upphæð 50.000 krónur.