Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 201412358

  • 25. mars 2015

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #646

    Styrk­beiðni v. 2015

    Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar: $line$Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ger­ir að til­lögu sinni að bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar óski eft­ir því við bæj­ar­ráð að fá aukafram­lag úr bæj­ar­sjóði til að hækka ár­leg­an styrk til Stíga­móta. Um hækk­un styrks til sam­tak­anna gilda svip­uð rök og fyr­ir auk­inni fjár­veit­ingu til Kvenna­at­hvarfs­ins. Árin 2010 til 2014 voru um 3% þeirra sem leit­uðu til Stíga­móta úr Mos­fells­bæ. Upp­hæð styrk­veit­ing­ar hef­ur stað­ið í stað í nokk­ur ár og er hún ákaf­lega lág sé tek­ið mið af þeirri þjón­ustu sem sam­tökin veita fórn­ar­lömb­um kyn­ferð­isof­beld­is í Mos­fells­bæ. Af þeirri ástæðu legg­ur Íbúa­hreyf­ing­in til að styrk­ur­inn verði hækk­að­ur úr kr. 50 þús­und í kr. 150 þús­und á fjár­hags­ár­inu 2015.$line$$line$Máls­með­ferð­ar­til­laga S-lista:$line$Bæj­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar leggja til að um­ræð­um um hækk­un fjár­hæða þeirra styrkja sem eru á for­ræði fjöl­skyldu­nefnd­ar verði vísað til fjár­hags­áætl­un­ar­gerð­ar næsta árs.$line$$line$Til­lag­an er sam­þykkt með átta at­kvæð­um. Full­trúi M-lista sit­ur hjá.$line$$line$Bók­un D- og V- lista:$line$Vísað er til bókun­ar und­ir lið 3.3 í fund­ar­gerð fjöl­skyldu­nefnd­ar. $line$$line$Af­greiðsla 228. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 646. fundi bæj­ar­stjórn­ar með átta at­kvæð­um gegn einu at­kvæði M-lista.

    • 18. mars 2015

      Fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar #228

      Styrk­beiðni v. 2015

      Sam­þykkt með fjór­um at­kvæð­um gegn at­kvæði M-lista að veita styrk að upp­hæð 50.000 krón­ur.