Mál númer 201502401
- 19. júní 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #652
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 7. maí 2015 með athugasemdafresti til 5. júní 2015. Ein athugasemd hefur borist, frá stjórn húsfélags Gerplustrætis 25-27 f.h. íbúa.
Afgreiðsla 391. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 652. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. júní 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #391
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 7. maí 2015 með athugasemdafresti til 5. júní 2015. Ein athugasemd hefur borist, frá stjórn húsfélags Gerplustrætis 25-27 f.h. íbúa.
Nefndin lítur svo á að athugasemdin beinist ekki gegn fyrirliggjandi breytingartillögu sem slíkri, heldur felist í henni sjálfstæð tillaga varðandi bílastæði í nágrenni Gerplustrætis 25-27, sem nefndin vísar til skoðunar hjá umhverfissviði.
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingum á deiliskipulagi og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistöku hannar. - 22. apríl 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #648
Örn Kjærnested f.h. byggingarfélagsins Bakka óskar eftir breytingum á deiliskipulagi þannig að fyrri breytingar varðandi torg og bílastæði norðan lóðanna verði látnar ganga til baka, og að sett verði bílastæði ofan á hluta af bílakjallara á milli húsanna. Lögð fram endurskoðuð tillaga sbr. bókun á 387. fundi.
Afgreiðsla 388. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 648. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 14. apríl 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #388
Örn Kjærnested f.h. byggingarfélagsins Bakka óskar eftir breytingum á deiliskipulagi þannig að fyrri breytingar varðandi torg og bílastæði norðan lóðanna verði látnar ganga til baka, og að sett verði bílastæði ofan á hluta af bílakjallara á milli húsanna. Lögð fram endurskoðuð tillaga sbr. bókun á 387. fundi.
Nefndin samþykkir með 4 atkvæðum gegn einu að fela skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga fyrir næstu nágrönnum norðan og austan lóðanna.
Bókun fulltrúa Íbúahreyfingarinnar vegna Vefarastrætis 15-19 og Gerplustrætis 16-24: Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar lýsir sig ákaflega mótfallinn framlagðri breytingu á deiliskipulagi þessarar sameiginlegu lóðar húsanna. Tillagan sýnir færslu alls 34 bílastæða inná grænan hluta lóðarinnar og spillir verulega möguleikum íbúanna af notkun hennar til útivistar og næðis. Breytingin mun valda hávaða, ónæði og ólofti og er algerlega á skjön við hugmyndina bak við upprunalegt deiliskipulag lóðarinnar.
Fulltrúi Samfylkingarinnar vísar í fyrri bókun sína og lýsir sig mótfallinn deiliskipulagsbreytingu með bílastæði inni í húsagarði sem rýrir gæði íbúða og lóðar.
- 25. mars 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #646
Örn Kjærnested f.h. byggingarfélagsins Bakka óskar eftir breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi drögum. Í drögunum felst að fyrri breytingar varðandi torg og bílastæði norðan lóðanna verði látnar ganga til baka, og að sett verði bílastæði ofan á hluta af bílakjallara á milli húsanna. Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa.
Afgreiðsla 387. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. mars 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #387
Örn Kjærnested f.h. byggingarfélagsins Bakka óskar eftir breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi drögum. Í drögunum felst að fyrri breytingar varðandi torg og bílastæði norðan lóðanna verði látnar ganga til baka, og að sett verði bílastæði ofan á hluta af bílakjallara á milli húsanna. Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa.
Skipulagsnefnd áréttar að íbúðir stærri en 70 m2 skuli hafa eitt stæði í bílakjallara.
- 11. mars 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #645
Örn Kjærnested f.h. byggingarfélagsins Bakka óskar eftir breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi drögum. Í drögunum felst að fyrri breytingar varðandi torg og bílastæði norðan lóðanna verði látnar ganga til baka, og að sett verði bílastæði ofan á hluta af bílakjallara á milli húsanna. Frestað á 385. fundi.
Afgreiðsla 386. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. mars 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #645
Örn Kjærnested f.h. byggingarfélagsins Bakka óskar eftir breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi drögum. Í drögunum felst að fyrri breytingar varðandi torg og bílastæði norðan lóðanna verði látnar ganga til baka, og að sett verði bílastæði ofan á hluta af bílakjallara á milli húsanna.
Afgreiðsla 385. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 5. mars 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #386
Örn Kjærnested f.h. byggingarfélagsins Bakka óskar eftir breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi drögum. Í drögunum felst að fyrri breytingar varðandi torg og bílastæði norðan lóðanna verði látnar ganga til baka, og að sett verði bílastæði ofan á hluta af bílakjallara á milli húsanna. Frestað á 385. fundi.
Umræður um málið. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að rýna málið á milli funda.
- 3. mars 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #385
Örn Kjærnested f.h. byggingarfélagsins Bakka óskar eftir breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi drögum. Í drögunum felst að fyrri breytingar varðandi torg og bílastæði norðan lóðanna verði látnar ganga til baka, og að sett verði bílastæði ofan á hluta af bílakjallara á milli húsanna.
Frestað.