Mál númer 201410303
- 25. mars 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #646
Umsókn um rekstrarstyrk árið 2015.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að styrkur Mosfellsbæjar til Kvennaathvarfsins verði hækkaður úr 100 þúsund kr. í 200 þúsund árið 2015. Árlegt framlag verði síðan hækkað í 350 þúsund árið 2016. Hér er um mikið hagsmunamál kvenna og barna í Mosfellsbæ að ræða. Kvennaathvarfið veitir fórnarlömbum heimilisofbeldis í Mosfellsbæ mikla þjónustu. Núverandi styrkupphæð er ekki í neinu samræmi við þá aðstoð. Íbúahreyfingin fer því þess á leit að bæjarstjórn vísi tillögu þessari til bæjarráðs sem feli fjármálastjóra að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun þannig að lögmæti hækkunarinnar sé tryggt.$line$$line$Málsmeðferðartillaga S-lista:$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingar leggja til að umræðum um hækkun fjárhæða þeirra styrkja sem eru á forræði fjölskyldunefndar verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar næsta árs.$line$$line$Tillagan er samþykkt með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.$line$$line$Bókun D- og V- lista:$line$Vísað er til bókunar undir lið 3.3 í fundargerð fjölskyldunefndar. $line$$line$Afgreiðsla 228. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum gegn einu atkvæði M-lista.
- 18. mars 2015
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #228
Umsókn um rekstrarstyrk árið 2015.
Samþykkt með fjórum atkvæðum gegn atkvæði M-lista að veita styrk að upphæð 100.000 krónur.
- 5. nóvember 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #637
Umsókn um rekstrarstyrk árið 2015.
Afgreiðsla 223. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 29. október 2014
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #223
Umsókn um rekstrarstyrk árið 2015.
Afgreiðslu málsins frestað. Umsóknin verður tekin til umfjöllunar við úthlutun styrkja árið 2015 sem fram fer fyrir lok marsmánaðar það ár.