Mál númer 201503337
- 9. september 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #655
Kynning á opnun nýs útivistarsvæðis í Meltúnsreit við Völuteig, á bæjarhátíð Mosfellsbæjar, þar sem um er að ræða samstarfsverkefni Mosfellsbæjar og Skógræktarfélags Mosfellsbæjar, í tilefni af 60 ára afmæli félagsins.
Afgreiðsla 163. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 655. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum.
- 3. september 2015
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #163
Kynning á opnun nýs útivistarsvæðis í Meltúnsreit við Völuteig, á bæjarhátíð Mosfellsbæjar, þar sem um er að ræða samstarfsverkefni Mosfellsbæjar og Skógræktarfélags Mosfellsbæjar, í tilefni af 60 ára afmæli félagsins.
Kynning á opnun nýs útivistarsvæðis í Meltúnsreit í samræmi við samkomulag um samstarf Mosfellsbæjar og Skógræktarfélags Mosfellsbæjar í tilefni af 60. ára afmælis félagsins.
- 22. apríl 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #648
Lögð fram umsögn umhverfissviðs og nánari gögn vegna erindis Skógræktarfélags Mosfellsbæjar um samstarf vegna skipulags skógræktarsvæðis í tilefni af 60 ára afmæli félagsins.
Afgreiðsla 159. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 648. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. apríl 2015
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #159
Lögð fram umsögn umhverfissviðs og nánari gögn vegna erindis Skógræktarfélags Mosfellsbæjar um samstarf vegna skipulags skógræktarsvæðis í tilefni af 60 ára afmæli félagsins.
Umhverfisstjóri kynnti umsögn umhverfissviðs um mögulegt samstarf við Skógræktarfélag Mosfellsbæjar um framkvæmdir á Meltúnsreit í tilefni af 60 ára afmælis félagsins.
umhverfisnefnd er jákvæð fyrir erindinu og hvetur bæjaryfirvöld til samstarfs við Skógræktarfélag Mosfellsbæjar um verkefnið. Umhverfissviði falið að skoða mögulega útfærslu á verkefninu. - 25. mars 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #646
Lagt fram erindi Skógræktarfélags Mosfellsbæjar um samstarf vegna skipulags skógræktarsvæðis í tilefni af 60 ára afmæli félagsins.
Afgreiðsla 158. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. mars 2015
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #158
Lagt fram erindi Skógræktarfélags Mosfellsbæjar um samstarf vegna skipulags skógræktarsvæðis í tilefni af 60 ára afmæli félagsins.
Á fundinn undir þessum lið mættu Auður Sveinsdóttir og Kristín Davíðsdóttir frá Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar. Kynntar voru hugmyndir Skógræktarfélagsins að verðugu samstarfsverkefni félagsins og Mosfellsbæjar um framkvæmdir og ræktun á Meltúnsreitnum á afmælisári. Umhverfisnefnd er jákvæð fyrir erindinu en óskar eftir umsögn umhverfissviðs um málið.