Mál númer 201503166
- 8. apríl 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #647
Ósk Sigrúnar H. Pálsdóttur um að öllum ungmennum í Mosfellsbæ verði gert frjálst að taka virkan þátt í starfi ungmennaráðs. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar ungmennaráðs.
Afgreiðsla 28. fundar ungmennaráðs samþykkt á 647. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
- 8. apríl 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #647
Ósk Sigrúnar H. Pálsdóttur um að öllum ungmennum í Mosfellsbæ verði gert frjálst að taka virkan þátt í starfi ungmennaráðs. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar ungmennaráðs. Meðfylgjandi er umsögn ungmennaráðs.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar þykir leitt til þess að vita að ungmennaráð Mosfellsbæjar skuli ekki vilja opna dyr sínar fyrir skólafélögum í Varmárskóla, Lágafellsskóla og Framhaldsskóla Mosfellsbæjar að fyrirmynd ungmennaráðs Seltjarnarness. $line$Íbúahreyfingin hvetur ungmennaráð Mosfellsbæjar til að skoða tillöguna með skólafélögum sínum og nýta sem tækifæri til efla áhuga á lýðræði innan veggja skólanna.$line$$line$Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar vísar því algjörlega á bug að verið sé að rakka ungmennaráð niður í svaðið, - eins og bæjarfulltrúi D-lista Kolbrún Þorsteinsdóttir orðar það, - með því að leggja til að ráðið ræði þá tillögu við skólafélaga sína að opna aðgang að ráðinu fyrir þá sem vilja. $line$Málflutningur Kolbrúnar einkennist af meinfýsi, er lítilsvirðing við bæjarstjórn Mosfellsbæjar og henni sjálfri til vansa.$line$$line$Bókun Kolbrúnar Þorsteinsdóttur, bæjarfulltrúa D-lista:$line$Ég vísa túlkun bæjarfulltrúa M-lista á orðum mínum í ræðustóli algjörlega á bug, þau dæma sig sjálf. $line$$line$Bókun D- og V- lista: $line$D- og V- listi styðja afgreiðslu ungmennaráðs á tillögu um að opna enn frekar ungmennaráð. Með tillögu ungmennaráðs næst það besta úr báðum leiðum þar sem bæði verða haldnir opnir fundir með öllum ungmennum auk þess sem fulltrúalýðræði með hefðbundnu ungmennaráð fær notið sín áfram.$line$$line$Afgreiðsla 1206. fundar bæjarráðs samþykkt á 647. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 1. apríl 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1206
Ósk Sigrúnar H. Pálsdóttur um að öllum ungmennum í Mosfellsbæ verði gert frjálst að taka virkan þátt í starfi ungmennaráðs. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar ungmennaráðs. Meðfylgjandi er umsögn ungmennaráðs.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur til að tillögu þess efnis að opna fundi ungmennaráðs fyrir þeim sem þess óska á aldrinum 13 til 20 ára verði vísað til umsagnar nemendafélaga Framhaldsskóla Mosfellsbæjar, Lágafellsskóla og Varmárskóla og þau hvött til að ráðfæra sig við sitt bakland.
Á fundum ráðsins hefðu öll ungmenni tillögurétt og málfrelsi, auk atkvæðisréttar. Erfitt getur reynst að manna ungmennaráð og tillagan því hugsuð sem hvatning fyrir ungmenni til að gefa kost á sér og taka virkan þátt. Ungmennaráð Seltjarnarness er öllum opið og hefur það fyrirkomulagið gefist vel.Tillagan er felld með þremur atkvæðum.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fyrirkomulag ungmennaráðs í Mosfellsbæ verði óbreytt að öðru leyti en því að bætt verði við tveimur opnum fundum ungmennaráðs á ári í samræmi við umsögn ungmennaráðs.
- 25. mars 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #646
Ósk Sigrúnar H. Pálsdóttur um að öllum ungmennum í Mosfellsbæ verði gert frjálst að taka virkan þátt í starfi ungmennaráðs.
Afgreiðsla 1203. fundar bæjarráðs samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 25. mars 2015
Ungmennaráð Mosfellsbæjar #28
Ósk Sigrúnar H. Pálsdóttur um að öllum ungmennum í Mosfellsbæ verði gert frjálst að taka virkan þátt í starfi ungmennaráðs. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar ungmennaráðs.
Umræða um fyrirkomulag á ungmennaráði Mosfellsbæjar.
Málinu var vísað til ungmennaráðs á 1203. fundi bæjarráðs þann 13. mars 2015.
Ungmennaráð Mosfellsbæjar leggur til að fyrirkomulagi ungmennaráðs í Mosfellsbæ verði haldið óbreyttu, en bætt verði við opnum fundum ungmennaráðs tvisvar á ári til að auka sýnileika ráðsins og heyra raddir fleiri ungmenna í Mosfellsbæ. eins og ákveðið var á 27. fundi ungmennaráðs þann 11. febrúar 2015. - 12. mars 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1203
Ósk Sigrúnar H. Pálsdóttur um að öllum ungmennum í Mosfellsbæ verði gert frjálst að taka virkan þátt í starfi ungmennaráðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til ungmennaráðs til umsagnar.