Mál númer 201503298
- 8. apríl 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #647
Lagt fram minnisblað umhverfissviðs og fleiri gögn varðandi mengun af völdum saurkólígerla.
Afgreiðsla 1205. fundar bæjarráðs samþykkt á 647. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 26. mars 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1205
Lagt fram minnisblað umhverfissviðs og fleiri gögn varðandi mengun af völdum saurkólígerla.
Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs, og Tómas Guðberg Gíslason, Umhverfisstjóri, mæta á fundinn undir þessum lið.
Umræðum framhaldið frá síðasta fundi bæjarráðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að umhverfissvið leggi fyrir bæjarráð yfirlit um stöðu mengunarmála síðar á árinu.
- 25. mars 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #646
Lögð fram til kynningar ársskýrsla umhverfissviðs fyrir árið 2014
Afgreiðsla 158. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 25. mars 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #646
Lögð fram til kynningar ársskýrsla umhverfissviðs fyrir árið 2014.
Afgreiðsla 387. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 25. mars 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #646
Lögð fram til kynningar ársskýrsla umhverfissviðs fyrir árið 2014.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að efnistök í ársskýrslum sviða Mosfellsbæjar verði tekin til endurskoðunar. Í nýútkominni ársskýrslu umhverfissviðs er einungis fjallað um fráveitumál á almennum nótum og verkefnin ekki tilgreind. Í þeim málaflokki er því lítið á skýrslunni að græða. Sveitarfélag er ekki fyrirtæki á hlutabréfamarkaði sem á allt sitt undir því að laða að fjárfesta. Ársskýrsla sveitarfélags þjónar öðrum tilgangi. Hún er mikilvægt vinnugagn fyrir kjörna fulltrúa, starfsmenn sveitarfélaga, lánardrottna o.fl. sem þýðir að í henni þarf að vera greinargott yfirlit yfir þau verkefni sem hafa verið unnin eða verið er að vinna, ekki síst þegar um skólpmengun er að ræða.$line$$line$Tillagan er felld með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista. $line$$line$Bókun D- og V- lista:$line$Að mati bæjarfulltrúa D- og V-lista er umrædd skýrsla ítarleg og vel unnin og gefur glögga mynd að verkefnum umhverfissviðs. Bæjarfulltrúararnir telja því af þeim sökum enga ástæðu til að æatlast til að verklagi við skýrslugerð verði breytt.$line$$line$Bókun S-lista:$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar telja að skýrslan gefi góða heildarmynd af starfsemi umhverfissviðs, þó vissulega mætti bæta t.d. með bættum fjárhagslegum upplýsingum til samanburðar á milli ára. Þetta ætti við um fleiri ársskýrslur sem ástæða væri til að skoða með samanburðarhæfni milli ára í huga. $line$$line$Afgreiðsla 1204. fundar bæjarráðs samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. mars 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1204
Lögð fram til kynningar ársskýrsla umhverfissviðs fyrir árið 2014.
Lagt fram.
- 19. mars 2015
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #158
Lögð fram til kynningar ársskýrsla umhverfissviðs fyrir árið 2014
Skýrsla umhverfissviðs fyrir árið 2014 lögð fram. Umræður og fyrirspurnir.
- 17. mars 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #387
Lögð fram til kynningar ársskýrsla umhverfissviðs fyrir árið 2014.
Lagt fram.