Mál númer 201410126
- 20. maí 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #650
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 30. mars 2015 með athugasemdafresti til 11. maí 2015. Engin athugasemd hefur borist.
Afgreiðsla 390. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 650. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 12. maí 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #390
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 30. mars 2015 með athugasemdafresti til 11. maí 2015. Engin athugasemd hefur borist.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna með 4 atkvæðum þeim fyrirvara að ekki berist athugasemdir sem sendar hafa verið innan athugasemdafrestsins, og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistöku breytinganna.
Fulltrúi Samfylkingarinnar ítrekar fyrri bókun sína um málið.
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar ítrekar fyrri bókun frá 17. mars 2015. Tillagan sýnir mikla fjölgun bílastæða inni á suðurhluta lóða húsanna sem spillir verulega möguleikum íbúanna af notkun þeirra og mun valda hávaða, ónæði og ólofti og er á skjön við hugmyndina bak við upprunalegt deiliskipulag lóðanna.
Meirihluti V og D lista ítrekar fyrri afstöðu sína sem markast af breyttum aðstæðum í samfélaginu. - 25. mars 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #646
Lögð fram að nýju tillaga Odds Víðissonar arkitekts f.h. LL06 ehf. að breytingum á deiliskipulagi og skilmálum fyrir Vefarastræti 32-38 og 40-46, ásamt nánari skýringargögnum fyrir lóð nr. 40-46 sbr. bókun á 386. fundi.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar tekur undir bókun fulltrúa Íbúahreyfingarinnar í skipulagsnefnd en hann lýsti sig mótfallinn breytingu á deiliskipulagi í Auganu sem felur í sér að fjölga bílastæðum á suðurhluta umræddra lóða en sú breyting spillir lífsgæðum íbúa mjög mikið, veldur hávaða, ónæði og ólofti og er auk þess í mótsögn við forsögn í greinargerð með skipulaginu.$line$$line$Afgreiðsla 387. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum D- og V- lista gegn þremur atkvæðum S- og M-lista.
- 17. mars 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #387
Lögð fram að nýju tillaga Odds Víðissonar arkitekts f.h. LL06 ehf. að breytingum á deiliskipulagi og skilmálum fyrir Vefarastræti 32-38 og 40-46, ásamt nánari skýringargögnum fyrir lóð nr. 40-46 sbr. bókun á 386. fundi.
Nefndin samþykkir tillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga með 4 atkvæðum gegn 1.
Bókun fulltrúa Íbúahreyfingarinnar: Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar lýsir sig mótfallinn framlagðri breytingu á deiliskipulagi þessara lóða. Tillagan sýnir mikla fjölgun bílastæða inná suðurhluta lóða húsanna sem spillir verulega möguleikum íbúanna af notkun þeirra og mun valda hávaða, ónæði og ólofti og er á skjön við hugmyndina bak við upprunalegt deiliskipulag lóðanna.
Fulltrúi Samfylkingarinnar telur heimild fyrir bílastæðum á baklóð rýra gæði hennar og íbúða.
Bókun fulltrúa V og D lista: Við teljum breytingarnar ekki vera hverfinu til ama, um er að ræða tillögu til að koma til móts við aðkallandi þörf fyrir minni og ódýrari íbúðir fyrir ungt fólk, en á sama tíma lágmarka neikvæð áhrif á gildandi skipulag. Fulltrúar V og D lista samþykkja því að umræddar breytingar fari í auglýsingu og þar af leiðandi það lýðræðislega ferli sem deiliskipulagsbreytingum er ætlað. - 11. mars 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #645
Lögð fram tillaga Odds Víðissonar arkitekts f.h. LL06 ehf. að breytingum á deiliskipulagi og skilmálum fyrir lóðirnar Vefarastræti 32-38 og 40-46, sbr. bókun á 383. fundi. Frestað á 385. fundi.
Afgreiðsla 386. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. mars 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #645
Lögð fram tillaga Odds Víðissonar arkitekts f.h. LL06 ehf. að breytingum á deiliskipulagi og skilmálum fyrir lóðirnar Vefarastræti 32-38 og 40-46, sbr. bókun á 383. fundi.
Afgreiðsla 385. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 5. mars 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #386
Lögð fram tillaga Odds Víðissonar arkitekts f.h. LL06 ehf. að breytingum á deiliskipulagi og skilmálum fyrir lóðirnar Vefarastræti 32-38 og 40-46, sbr. bókun á 383. fundi. Frestað á 385. fundi.
Afgreiðslu frestað og óskað frekari skýringargagna varðandi lóðina Vefarastræti 40-46.
- 3. mars 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #385
Lögð fram tillaga Odds Víðissonar arkitekts f.h. LL06 ehf. að breytingum á deiliskipulagi og skilmálum fyrir lóðirnar Vefarastræti 32-38 og 40-46, sbr. bókun á 383. fundi.
Frestað.
- 11. febrúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #643
Lögð fram ný fyrirspurn Odds Víðissonar f.h. lóðarhafa um breytingar á skipulagsskilmálum varðandi bílastæði og fjölda íbúða. Frestað á 381. og 382. fundi.
Afgreiðsla 383. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 643. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. febrúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #643
Lögð fram ný fyrirspurn Odds Víðissonar f.h. lóðarhafa um breytingar á skipulagsskilmálum varðandi bílastæði og fjölda íbúða. Frestað á 381. fundi.
Afgreiðsla 382. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 643. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar situr hjá.
- 4. febrúar 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #383
Lögð fram ný fyrirspurn Odds Víðissonar f.h. lóðarhafa um breytingar á skipulagsskilmálum varðandi bílastæði og fjölda íbúða. Frestað á 381. og 382. fundi.
Nefndin heimilar umsækjendum að útfæra tillögu að breytingum á deiliskipulagi til auglýsingar í samræmi við erindið.
- 3. febrúar 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #382
Lögð fram ný fyrirspurn Odds Víðissonar f.h. lóðarhafa um breytingar á skipulagsskilmálum varðandi bílastæði og fjölda íbúða. Frestað á 381. fundi.
Frestað.
- 28. janúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #642
Lögð fram ný fyrirspurn Odds Víðissonar f.h. lóðarhafa um breytingar á skipulagsskilmálum varðandi bílastæði og fjölda íbúða.
Afgreiðsla 381. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 642. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum.
- 20. janúar 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #381
Lögð fram ný fyrirspurn Odds Víðissonar f.h. lóðarhafa um breytingar á skipulagsskilmálum varðandi bílastæði og fjölda íbúða.
Frestað
- 5. nóvember 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #637
G. Oddur Víðisson arkitekt óskar með bréfi dags. 8. október 2014 f.h. lóðarhafa eftir heimild til að leggja fram tillögu að breytingum á deiliskipulagi varðandi fjölda og fyrirkomulag bílastæða, sbr. meðfylgjandi skissur. Frestað á 375. fundi.
Afgreiðsla 376. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. október 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #376
G. Oddur Víðisson arkitekt óskar með bréfi dags. 8. október 2014 f.h. lóðarhafa eftir heimild til að leggja fram tillögu að breytingum á deiliskipulagi varðandi fjölda og fyrirkomulag bílastæða, sbr. meðfylgjandi skissur. Frestað á 375. fundi.
Umræður, afgreiðslu frestað.
- 22. október 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #636
G. Oddur Víðisson arkitekt óskar með bréfi dags. 8. október 2014 f.h. lóðarhafa eftir heimild til að leggja fram tillögu að breytingum á deiliskipulagi varðandi fjölda og fyrirkomulag bílastæða, sbr. meðfylgjandi skissur.
Afgreiðsla 375. fundar skipulagsnefnd lögð fram á 636. fundi bæjarstjórnar.
- 14. október 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #375
G. Oddur Víðisson arkitekt óskar með bréfi dags. 8. október 2014 f.h. lóðarhafa eftir heimild til að leggja fram tillögu að breytingum á deiliskipulagi varðandi fjölda og fyrirkomulag bílastæða, sbr. meðfylgjandi skissur.
Frestað.