Mál númer 201503132
- 25. mars 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #646
Styrkbeiðnir 2015
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar fer þess á leit að heildarupphæð ráðstöfunarfjár til styrkja á sviði fjölskyldumála verði hækkuð úr kr. 300 þúsund í kr. 600 þúsund á fjárhagsárinu 2015 og leggur til að málinu verði vísað til bæjarráðs sem fái það hlutverk að endurskoða áður áætlaðar styrkveitingar. Bæjarráð getur í þessu sambandi nýtt sér þá heimild í lögum að gera viðauka við fjárhagsáætlun til að tryggja lögmæti breytinganna. Eins og staðan er í dag er heildarupphæð ráðstöfunarfjár sviðsins alltof lág, þ.e. hlutfallslega álíka há á íbúa og Garðabær veitir Kvennaathvarfinu árlega.$line$$line$Málsmeðferðartillaga S-lista:$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingar leggja til að umræðum um hækkun fjárhæða þeirra styrkja sem eru á forræði fjölskyldunefndar verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar næsta árs.$line$$line$Tillagan er samþykkt með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.$line$$line$Bókun D- og V- lista:$line$Bæjarfulltrúar D- og V-lista taka undir að þau verkefni sem fjölskyldunefnd hefur ákveðið að styrkja er allt góð og gild verkefni og afar mikilvæg í samfélagslegu tilliti. Öll erum við sammála um að gott væri að hægt væri að styrkja þau með veglegri hætti. Hér er hinsvegar verið að úthluta fjármunum samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun, engar tillögur komu fram frá Íbúahreyfingunni um að breyta þeim upphæðum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015. Afar mikilvægt er að bæjarfulltrúar viirði forendur fjárhagasáætlunar hvers árs, annað væri mikið ábyrgðarleysi. Að öðru leyti vísa bæjarfulltrúrar D- og V-lista styrkupphæðum til úthlutunar hjá fjölskyldunefnd til umfjöllunar við næstu fjárhagsáætlunargerðar.$line$$line$Afgreiðsla 228. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum gegn einu atkvæði M-lista.
- 18. mars 2015
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #228
Styrkbeiðnir 2015
Yfirlit yfir styrkbeiðnir á sviði fjölskyldumála árið 2015 kynntar.
Samþykkt með fjórum atkvæðum gegn atkvæði M-lista að veita Kvennaathvarinu styrk að upphæð 100.000 krónur, Pakinsonssamtökunum 75.000 krónur og Stígamótum 50.000 krónur. Umsókn klúbbsins Geysis synjað þar sem umsókn barst að loknum umsóknarfresti.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar vegna afstöðu D- og S-lista til hækkunar styrks til Kvennaathvarfsins.Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar er ósammála að fulltrúar D- og S -lista í fjölskyldunefnd skuli ekki sjá ástæðu til að óska eftir því við bæjarráð að hækka styrk til Kvennaathvarfsins. Mosfellingar nýta sér þjónustu Kvennaathvarfsins til jafns við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu en veita athvarfinu samt mun lægri styrki en flest þeirra.
Mosfellsbær þarf að sýna að hugur fylgi máli í baráttunni gegn heimilisofbeldi. Það verður ekki gert með öðrum hætti en þeim að styðja við bakið á félagasamtökum sem veita fórnarlömbum heimilisofbeldis skjól og styðja þau í viðleitni sinni til að losa sig út úr slíkum aðstæðum.
Í ársskýrslu Kvennaathvarfsins frá árinu 2013
http://www.kvennaathvarf.is/media/arsskyrslur/SUK-2013-tp.pdf kemur fram að rekstrarstyrkir athvarfsins frá opinberum aðilum það ár voru mjög misjafnir.
Af þeirri ástæðu leggur Íbúahreyfingin til að styrkurinn verði hækkaður í kr. 200 þúsund.
Heildarupphæð styrkja sem fjölskyldunefnd útdeilir þyrfti að hækka.Bókun D- og S- lista.
Vegna bókunar fulltrúa Íbúahreyfingarinnar þá leiðrétta fulltrúar D-lista og S-lista það sem kemur fram í bókuninni að þeir sjái ekki ástæðu til að hækka styrki til Kvennaathvarfsins. Mosfellsbær hefur um árabil styrkt starf Kvennaathvarfsins og styður heilshugar starfsemi þeirra samtaka en fjárveitingin sem er til ráðstöfunar er takmörkuð. Þá eru fleiri verkefni á fjölskyldusviði sem koma að því að vinna gegn ofbeldi gegn konum og börnum og aðstoða konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi og sýnir þannig með ótvíræðum hætti að hugur fylgi máli í baráttunni gegn ofbeldi á heimilum. Benda skal á að umræða um fjárhæð styrkveitinga fer fram við gerð fjárhagsáætlunar.Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar vegna afstöðu D- og S- lista til hækkunar styrkja til Stígamóta.
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar er ósammála að fulltrúar S - og D- lista skuli ekki sjá ástæðu til að óska eftir því að fjölskyldunefnd hækki styrk til Stígamóta.
Mosfellsbær þarf að sýna að hugur fylgi máli í baráttunni gegn ofbeldi. Það verður ekki gert með öðrum hætti en þeim að styðja við bakið á félagasamtökum sem veita fórnarlömbum ofbeldis, stuðning.
Af þeirri ástæðu leggur Íbúahreyfingin til að styrkurinn verði hækkaður í sama hlutfalli og styrkur til Stígamóta, úr 50.000 í 100.000.
Bókun D- og S- lista.
Vegna bókunar fulltrúa Íbúahreyfingarinnar þá leiðrétta fulltrúar D-lista og S-lista það sem kemur fram í bókuninni að þeir sjái ekki ástæðu til að hækka styrk til Stígamóta. Mosfellsbær hefur um árabil styrkt starf Stígamóta og styður heilshugar starfsemi þeirra samtaka en fjárveitingin sem er til ráðstöfunar er takmörkuð. Þá eru fleiri verkefni á fjölskyldusviði sem koma að því að vinna gegn ofbeldi gegn konum og börnum og aðstoða konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi og sýnir þannig með ótvíræðum hætti að hugur fylgi máli í baráttunni gegn ofbeldi á heimilum. Benda skal á að umræða um fjárhæð styrkveitinga fer fram við gerð fjárhagsáætlunar.