Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 201503132

  • 25. mars 2015

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #646

    Styrk­beiðn­ir 2015

    Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar:$line$Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar fer þess á leit að heild­ar­upp­hæð ráð­stöf­un­ar­fjár til styrkja á sviði fjöl­skyldu­mála verði hækk­uð úr kr. 300 þús­und í kr. 600 þús­und á fjár­hags­ár­inu 2015 og legg­ur til að mál­inu verði vísað til bæj­ar­ráðs sem fái það hlut­verk að end­ur­skoða áður áætl­að­ar styrk­veit­ing­ar. Bæj­ar­ráð get­ur í þessu sam­bandi nýtt sér þá heim­ild í lög­um að gera við­auka við fjár­hags­áætlun til að tryggja lög­mæti breyt­ing­anna. Eins og stað­an er í dag er heild­ar­upp­hæð ráð­stöf­un­ar­fjár sviðs­ins alltof lág, þ.e. hlut­falls­lega álíka há á íbúa og Garða­bær veit­ir Kvenna­at­hvarf­inu ár­lega.$line$$line$Máls­með­ferð­ar­til­laga S-lista:$line$Bæj­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar leggja til að um­ræð­um um hækk­un fjár­hæða þeirra styrkja sem eru á for­ræði fjöl­skyldu­nefnd­ar verði vísað til fjár­hags­áætl­un­ar­gerð­ar næsta árs.$line$$line$Til­lag­an er sam­þykkt með átta at­kvæð­um. Full­trúi M-lista sit­ur hjá.$line$$line$Bók­un D- og V- lista:$line$Bæj­ar­full­trú­ar D- og V-lista taka und­ir að þau verk­efni sem fjöl­skyldu­nefnd hef­ur ákveð­ið að styrkja er allt góð og gild verk­efni og afar mik­il­væg í sam­fé­lags­legu til­liti. Öll erum við sam­mála um að gott væri að hægt væri að styrkja þau með veg­legri hætti. Hér er hins­veg­ar ver­ið að út­hluta fjár­mun­um sam­kvæmt sam­þykktri fjár­hags­áætlun, eng­ar til­lög­ur komu fram frá Íbúa­hreyf­ing­unni um að breyta þeim upp­hæð­um við gerð fjár­hags­áætl­un­ar fyr­ir árið 2015. Afar mik­il­vægt er að bæj­ar­full­trú­ar viirði for­end­ur fjár­haga­sáætl­un­ar hvers árs, ann­að væri mik­ið ábyrgð­ar­leysi. Að öðru leyti vísa bæj­ar­full­trúr­ar D- og V-lista styrkupp­hæð­um til út­hlut­un­ar hjá fjöl­skyldu­nefnd til um­fjöll­un­ar við næstu fjár­hags­áætl­un­ar­gerð­ar.$line$$line$Af­greiðsla 228. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 646. fundi bæj­ar­stjórn­ar með átta at­kvæð­um gegn einu at­kvæði M-lista.

    • 18. mars 2015

      Fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar #228

      Styrk­beiðn­ir 2015

      Yf­ir­lit yfir styrk­beiðn­ir á sviði fjöl­skyldu­mála árið 2015 kynnt­ar.
      Sam­þykkt með fjór­um at­kvæð­um gegn at­kvæði M-lista að veita Kvenna­at­hvarinu styrk að upp­hæð 100.000 krón­ur, Pak­in­sons­sam­tök­un­um 75.000 krón­ur og Stíga­mót­um 50.000 krón­ur. Um­sókn klúbbs­ins Geys­is synjað þar sem um­sókn barst að lokn­um um­sókn­ar­fresti.

      Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar vegna af­stöðu D- og S-lista til hækk­un­ar styrks til Kvenna­at­hvarfs­ins.

      Full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar er ósam­mála að full­trú­ar D- og S -lista í fjöl­skyldu­nefnd skuli ekki sjá ástæðu til að óska eft­ir því við bæj­ar­ráð að hækka styrk til Kvenna­at­hvarfs­ins. Mos­fell­ing­ar nýta sér þjón­ustu Kvenna­at­hvarfs­ins til jafns við önn­ur sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en veita at­hvarf­inu samt mun lægri styrki en flest þeirra.
      Mos­fells­bær þarf að sýna að hug­ur fylgi máli í bar­átt­unni gegn heim­il­isof­beldi. Það verð­ur ekki gert með öðr­um hætti en þeim að styðja við bak­ið á fé­laga­sam­tök­um sem veita fórn­ar­lömb­um heim­il­isof­beld­is skjól og styðja þau í við­leitni sinni til að losa sig út úr slík­um að­stæð­um.
      Í árs­skýrslu Kvenna­at­hvarfs­ins frá ár­inu 2013
      http://www.kvenna­at­hvarf.is/med­ia/ars­skyrsl­ur/SUK-2013-tp.pdf kem­ur fram að rekstr­ar­styrk­ir at­hvarfs­ins frá op­in­ber­um að­il­um það ár voru mjög mis­jafn­ir.
      Af þeirri ástæðu legg­ur Íbúa­hreyf­ing­in til að styrk­ur­inn verði hækk­að­ur í kr. 200 þús­und.
      Heild­ar­upp­hæð styrkja sem fjöl­skyldu­nefnd út­deil­ir þyrfti að hækka.

      Bók­un D- og S- lista.
      Vegna bókun­ar full­trúa Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar þá leið­rétta full­trú­ar D-lista og S-lista það sem kem­ur fram í bók­un­inni að þeir sjái ekki ástæðu til að hækka styrki til Kvenna­at­hvarfs­ins. Mos­fells­bær hef­ur um ára­bil styrkt starf Kvenna­at­hvarfs­ins og styð­ur heils­hug­ar starf­semi þeirra sam­taka en fjár­veit­ing­in sem er til ráð­stöf­un­ar er tak­mörk­uð. Þá eru fleiri verk­efni á fjöl­skyldu­sviði sem koma að því að vinna gegn of­beldi gegn kon­um og börn­um og að­stoða kon­ur sem hafa orð­ið fyr­ir of­beldi og sýn­ir þann­ig með ótví­ræð­um hætti að hug­ur fylgi máli í bar­átt­unni gegn of­beldi á heim­il­um. Benda skal á að um­ræða um fjár­hæð styrk­veit­inga fer fram við gerð fjár­hags­áætl­un­ar.

      Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar vegna af­stöðu D- og S- lista til hækk­un­ar styrkja til Stíga­móta.

      Full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar er ósam­mála að full­trú­ar S - og D- lista skuli ekki sjá ástæðu til að óska eft­ir því að fjöl­skyldu­nefnd hækki styrk til Stíga­móta.

      Mos­fells­bær þarf að sýna að hug­ur fylgi máli í bar­átt­unni gegn of­beldi. Það verð­ur ekki gert með öðr­um hætti en þeim að styðja við bak­ið á fé­laga­sam­tök­um sem veita fórn­ar­lömb­um of­beld­is, stuðn­ing.

      Af þeirri ástæðu legg­ur Íbúa­hreyf­ing­in til að styrk­ur­inn verði hækk­að­ur í sama hlut­falli og styrk­ur til Stíga­móta, úr 50.000 í 100.000.

      Bók­un D- og S- lista.
      Vegna bókun­ar full­trúa Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar þá leið­rétta full­trú­ar D-lista og S-lista það sem kem­ur fram í bók­un­inni að þeir sjái ekki ástæðu til að hækka styrk til Stíga­móta. Mos­fells­bær hef­ur um ára­bil styrkt starf Stíga­móta og styð­ur heils­hug­ar starf­semi þeirra sam­taka en fjár­veit­ing­in sem er til ráð­stöf­un­ar er tak­mörk­uð. Þá eru fleiri verk­efni á fjöl­skyldu­sviði sem koma að því að vinna gegn of­beldi gegn kon­um og börn­um og að­stoða kon­ur sem hafa orð­ið fyr­ir of­beldi og sýn­ir þann­ig með ótví­ræð­um hætti að hug­ur fylgi máli í bar­átt­unni gegn of­beldi á heim­il­um. Benda skal á að um­ræða um fjár­hæð styrk­veit­inga fer fram við gerð fjár­hags­áætl­un­ar.