Mál númer 201412082
- 25. mars 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #646
Lögð fram ný og breytt afstöðumynd frá umsækjanda í kjölfar framkominna athugasemda og viðræðna við nágranna og umsækjanda í framhaldi af þeim.
Afgreiðsla 387. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. mars 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #387
Lögð fram ný og breytt afstöðumynd frá umsækjanda í kjölfar framkominna athugasemda og viðræðna við nágranna og umsækjanda í framhaldi af þeim.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi afgreiði byggingarleyfi á grundvelli breyttrar afstöðumyndar þar sem komið hefur verið til móts við framkomnar athugasemdir.
- 11. mars 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #645
Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr og geymslum var grenndarkynnt 5. janúar 2015 með bréfi til þriggja aðila auk umsækjanda, með athugasemdafresti til 3. febrúar 2015. Ein athugasemd barst. Afgreiðslu var frestað á 384. fundi. Gerð var grein fyrir viðræðum við málsaðila.
Afgreiðsla 385. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 3. mars 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #385
Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr og geymslum var grenndarkynnt 5. janúar 2015 með bréfi til þriggja aðila auk umsækjanda, með athugasemdafresti til 3. febrúar 2015. Ein athugasemd barst. Afgreiðslu var frestað á 384. fundi. Gerð var grein fyrir viðræðum við málsaðila.
Nefndin felur embættismönnum að ræða við umsækjanda í ljósi þess að fallið hefur verið frá athugasemdum varðandi lóðarmörk, en enn eru uppi athugasemdir um staðsetningu bílskúrs.
- 25. febrúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #644
Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr og geymslum var grenndarkynnt 5. janúar 2015 með bréfi til þriggja aðila auk umsækjanda, með athugasemdafresti til 3. febrúar 2015. Ein athugasemd barst, frá fjórum eigendum aðliggjandi landa og lóða. Einnig lagt fram afrit af afsali og uppdrætti af Bræðratungu frá 1945.
Afgreiðsla 384. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 644. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. febrúar 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #384
Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr og geymslum var grenndarkynnt 5. janúar 2015 með bréfi til þriggja aðila auk umsækjanda, með athugasemdafresti til 3. febrúar 2015. Ein athugasemd barst, frá fjórum eigendum aðliggjandi landa og lóða. Einnig lagt fram afrit af afsali og uppdrætti af Bræðratungu frá 1945.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins og felur embættismönnum að ræða við málsaðila.
- 17. desember 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #640
Torfi Magnússon og Eva Sveinbjörnsdóttir Bræðratungu Mosfellsbæ sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu 58,0 m2 bílgeymslu auk vinnuskúrs og garðáhaldaskúrs úr steinsteypu, hvort um sig 19,3 m2.
Afgreiðsla 257. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 640. fundi bæjarstjórnar.
- 17. desember 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #640
Torfi Magnússon og Eva Sveinbjörnsdóttir í Bræðratungu sækja um leyfi til að byggja bílgeymslu, vinnuskúr og garðáhaldaskúr skv. meðf. teikningum. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til umsagnar skipulagsnefndar þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir lóðina.
Afgreiðsla 380. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 640. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. desember 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #380
Torfi Magnússon og Eva Sveinbjörnsdóttir Bræðratungu Mosfellsbæ sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu 58,0 m2 bílgeymslu auk vinnuskúrs og garðáhaldaskúrs úr steinsteypu, hvort um sig 19,3 m2.
Lagt fram til kynningar á 380. fundi skipulagsnefndar.
- 16. desember 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #380
Torfi Magnússon og Eva Sveinbjörnsdóttir í Bræðratungu sækja um leyfi til að byggja bílgeymslu, vinnuskúr og garðáhaldaskúr skv. meðf. teikningum. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til umsagnar skipulagsnefndar þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir lóðina.
Skipulagsnefnd samþykkir með vísan til 44. gr. skipulagslaga að erindið verði grenndarkynnt fyrir næstu nágrönnum.
- 12. desember 2014
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa #257
Torfi Magnússon og Eva Sveinbjörnsdóttir Bræðratungu Mosfellsbæ sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu 58,0 m2 bílgeymslu auk vinnuskúrs og garðáhaldaskúrs úr steinsteypu, hvort um sig 19,3 m2.
Byggingafulltrúi frestar afgreiðslu málsins og vísar því til umsagnar skipulagsnefndar þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag fyrir lóðina.