Mál númer 2013082104
- 23. apríl 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #625
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi Skeiðholts-Tunguvegar var auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga 30. september 2013 samhliða tillögu að deiliskipulagi Varmárskólasvæðis. Athugasemdafrestur var til 11. nóvember 2013, engin athugasemd barst. Afgreiðslu var frestað á 353. fundi. Tillagan lögð fram að nýju með nokkrum breytingum til samræmis við breytingar á auglýstri tillögu að deiliskipulagi Varmárskólasvæðis.
Afgreiðsla 366. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 625. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 15. apríl 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #366
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi Skeiðholts-Tunguvegar var auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga 30. september 2013 samhliða tillögu að deiliskipulagi Varmárskólasvæðis. Athugasemdafrestur var til 11. nóvember 2013, engin athugasemd barst. Afgreiðslu var frestað á 353. fundi. Tillagan lögð fram að nýju með nokkrum breytingum til samræmis við breytingar á auglýstri tillögu að deiliskipulagi Varmárskólasvæðis.
Nefndin samþykkir tillöguna svo breytta og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistöku deiliskipulagsbreytingarinnar.
- 4. desember 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #616
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi Skeiðholts-Tunguvegar var auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga 30. september 2013 með athugasemdafresti til 11. nóvember 2013. Engin athugasemd barst. Frestað á 353. fundi.
Afgreiðsla 354. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 616. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 20. nóvember 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #615
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi Skeiðholts-Tunguvegar var auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga 30. september 2013 með athugasemdafresti til 11. nóvember 2013.
Afgreiðsla 353. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 615. fundi bæjarstjórnar.
- 19. nóvember 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #354
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi Skeiðholts-Tunguvegar var auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga 30. september 2013 með athugasemdafresti til 11. nóvember 2013. Engin athugasemd barst. Frestað á 353. fundi.
Nefndin frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að óska eftir breytingum á stígum við Skeiðholt á uppdrætti til samræmis við nýjar útfærslur í hönnun götunnar.
- 12. nóvember 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #353
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi Skeiðholts-Tunguvegar var auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga 30. september 2013 með athugasemdafresti til 11. nóvember 2013.
Frestað.
- 11. september 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #610
Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi gerð af teiknistofu Arkitekta, dags. 30. ágúst 2013. Breytingar eru til samræmis við deiliskipulag Varmárskólasvæðis og hönnun Tunguvegar og varða legu stíga, tengingu götu að efri deild Varmárskóla og breytingar á mörkum skipulagssvæðis.
Afgreiðsla 348. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 610. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 3. september 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #348
Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi gerð af teiknistofu Arkitekta, dags. 30. ágúst 2013. Breytingar eru til samræmis við deiliskipulag Varmárskólasvæðis og hönnun Tunguvegar og varða legu stíga, tengingu götu að efri deild Varmárskóla og breytingar á mörkum skipulagssvæðis.
Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga samhliða tillögu að deiliskipulagi Varmárskólasvæðis, sjá næsta mál á undan.